Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1994, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.12.1994, Qupperneq 6
U ndirbúningur Það má með réttu segja að undirbúningur jóla hafi á vissan hátt hafist með haustréttum, því þá komu breið- firskir eyjabændur til að sækja fé sitt sem þeir höfðu haft sumarlangt í hagagöngu hjá Iandbændum og með þeim kom margs kyns fiskmeti, svo sem kæst skata, hertir þorskhausar, rafabelti og riklingur, en allt þótti þetta herramannsmatur og kærkomin viðbót við annan hátíðar- mat. Til skýringar vil ég geta þess að rafabelti var hertur lúðuuggi með beini. Aður en hann var borðaður var hann steiktur á glóðareldi og rann þá fitan úr honum og þá tóku nú bragðlaukarnir sprett. Lúða var skorin í ræmur (strengsli) og hert, en nefndist síðan riklingur eða lúðuriklingur. Allt þetta fiskmeti þurfti mikillar umhirðu og vel þurfti að vanda til geymslu þess, svo ekkert færi til spillis. Fé eyjabænda var á flestum bæjum sveitarinnar og því fór hver og einn þangað sem fé hans var. Það voru Bjarneyingar sem komu að Gröfum. Að loknum réttum hófst svo slátrun og sláturgerð, en auðvitað var allt sem ætilegt var þar að fá hluti jólamatar- ins, svo sem lifrarpylsa, blóðmör, sviðasulta, lundabagg- ar, rúllupylsa, sviðahausar, fætur og hrútspungar. Þá bætt- ust selsgónur (selshausar) og selshreyfar (útlimir sels) hér við. Mest af þessum mat var súrsað en eitthvað saltað, svo sem rúllupylsan og auðvitað var mikil vinna samfara þessu og var hún öll undir styrkri stjóm húsmóðurinnar. Við þetta bættist svo reyking hátíðarhangikjötsins, sem auðvitað var allt heimareykt. Lítið reykhús eða reykkofi var á flestum bæjum. Reykt var við skógarhrís þar sem það var til staðar, annars við mó eða sauðataðsflögur. Þegar Iokið var frágangi jóla- og annars vetrarmatar og hann kominn í sínar kimur, kagga, dalla, nú eða hangandi upp í rjáfri, varð hlé á allri matargerð sem ekki tengdist líðandi stund en við tók tóvinnan. Það þurfti að vefa ýmsar flíkur eða brekán í rúm fyrir hátíðarnar. Eins þurfti að prjóna sokka, nærfatnað, leppa og peysur, svo eitthvað sé nefnt. Gera þurfti bæði sauð- og selskinnsskó handa fólkinu. Þar sem aðkeyptar jólagjafir tíðkuðust ekki og enginn mátti fara í jólaköttinn, varð auðvitað að búa gjafimar til. Sagt var að sá eða sú, sem enga flíkina fengi nýja á jól- um, færi í jólaköttinn og var slíkt mikil hneisa, sem bitn- aði fyrst og fremst á húsráðendum, því það var þeirra að sjá til þess að vinnuhjú hefðu flíkur á sig, ekki síður en matinn í sig. Ég minnist þess ekki að hafa séð neinn fara í kattarræf- ilinn. Sumir fengu að vísu lítið en allir eitthvað, t.d. skinnskó með leppum í. Öll sú vinna sem upp er hér talin entist fram undir jól en þá var henni hætt. Það varð að taka sundur vefstólinn og koma honum þangað sem hann tæki sem minnst pláss, því auðvitað þurfti meira rými í baðstofuna um jól en endranær, til dæmis vegna spilamennskunnar, sem þá var tíðkuð. Bœrinn að Gröfum Mér finnst ég ekki komast hjá því að lýsa örlítið Graf- arbænum, íbúðarhúsinu, sem var að ýmsu frábrugðið öðr- um íbúðarhúsum sveitarinnar. Séra Friðrik Eggerz, sem þjónaði Skarðskirkju, lét byggja bæinn fyrir sig og bjó þar einhvern tíma. Hann mun hafa verið það stórhuga, sem og aðrir efna- og embættismenn þessa tíma, að hann hefur ekki viljað búa við þröngan og lélegan húsakost og var því meira í bæinn borið en almennt tíðkaðist þar í sveit. Bærinn var tvílyftur með reisulegu framþili sem vel blasti við heimreiðinni, veggir og þak voru úr torfi. Að innan voru allar þiljur, gólf og loft úr góðum trjáviði. Sama má segja um rúm, borð, setbekki og stóla. Öll her- bergi, svo og margir hlutir sem þar voru, báru dönsk eða hálfdönsk heiti. A efra lofti voru stök herbergi er kölluð voru „kames“ (sbr. ,,kammerse“) og það þeirra sem stærst var var blá- málað og því kallað bláa „kamesið.“ Þar munu prests- hjónin hafa sofið. A neðri hæð var dagstofan (sbr. ,,dagligstuen“). Þá kom 398 Heima er best

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.