Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1994, Síða 14

Heima er bezt - 01.12.1994, Síða 14
✓ Oskar Þórðarson frá Haga: Fjárhirðir á Draghálsi ekki má styggja vættir, góður siður. Hann losar um girði á Bleik, girðir Rauðskjóna upp, herðir á mittisreipi sínu, hagræðir barninu í posanum og ríður áfram, nú á Rauðskjóna, upp- með Sauðá, út Skógarhlíðina og að Hlíðarenda. Þar nemur hann aptur staðar, og gefur barninu að sjúga drjúgan á broddapela Guðrúnar á Fjalli. Það tekur pelann af gríð og erg, og kinnamar sogast inn þegar það sýgur þykkar, vatnsblandaðar ábrystir. „Hún á eftir að bjarga sér hún litla mín! Vona að Snjóku líki við nafn það sem eg hefi hugleitt fyrir hana.“ Hann heldur upp Hálsana, að Gönguskarðsárvaði við Skolla- Tungu. Hvemig ætli Snjóku minni verði við þegar eg dreg þetta búnt úr barmi mínum og rétti henni! Valborg! Ekki sem verst nafnsval. Aðhlynning frú Valborgar á Víðimýri reið án efa baggamuninn um afkomu barnsins. Svo var það fundið undan Valabjörg- um. „Eg held vel til fundið. Mun segja frúnni það á morgun, þegar eg kem með sauðinn, bundinn ofan á Rauð- skjóna.“ Dagsbrún lýsir Austurfjöll þegar hann heldur greitt upp Skörðin að Heiði. Hann ber að dyrum því brandar eru á. Snjólaug kemur út, lítur undrandi á Jón, kominn aptur lestarlaus en íbygginn og bólginn að framan. „Hverju hefur hann nú stolið núna, Lambi?“ verður Snjólaugu fyrst hugs- að. Jón dregur skjattann fram úr belg- kápu sinni, réttir Snjóku sinni þegj- andi. Hún opnar pokann, tekur barn- ið úr, brestur í grát af gleði og vefur bamið að sér. Heldur því síðan á lopt, sér bros koma á andlitið og tár renna niður kinnar. Barnið réttir fram hendurnar til hennar og segir: „M-a-m-m-a, m-ö-m-m-u!“ Jón tekur reiðver af hestunum, heptir þá við hlaðvarpann og gengur til bæjar eptir þeim mæðgum, Snjóku og Valborgu litlu. i!iMn eintein bónda á Draghálsi vantaði vetrarmann. Þangað var ég kominn upp úr áramót- um á árinu 1939. Eg átti að hirða sauðféð sem var allmargt, líklega nær tveimur hundruðum eða eitthvað þar um bil. Féð var í tveimur húsum, önn- ur skammt neðan við bæinn en hin lengra í burtu í svokölluðu Húsatúni. Sjálfur hirti karlinn um tjósið og hrútana, sem voru í eins konar skúr- byggingu fast við fjósið og hlöðuna. Hrútamir voru Beinteini dýrmætar skepnur og gjarna sýndi hann þá gestum og sennilega hefði hann hvorki treyst mér né öðrum að hirða um þá. Sauðfénu var haldið til beitar og ég minnist þess að minnsta kosti fyrstu dagnan mína á Draghálsi varð ég að fara nokkuð vítt við að smala því heim á kvöldin, eða réttara sagt á daginn, áður en myrkur dytti á um of til leitar. Fyrir kom að eitthvað vantaði af ánum en þó aldrei margar en mjög voru þær ófúsar að skila sér heim þótt vel væri gefið á garða. Ekki man ég til þess að Beinteinn fyndi að því við mig þótt ekki tækist mér að finna allar ærnar og venjulega fór ég þá fyrr og lengra næsta dag, en þá voru það kannski aðrar rollur sem ekki komu í leitirnar. 406 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.