Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1994, Page 15

Heima er bezt - 01.12.1994, Page 15
Þannig gekk þetta nokkra daga þar til veðurbreyting varð með þeim hætti að kyngdi niður snjó eina nótt- ina. Tekið var þá fyrir alla hagbeit í skyndingu og engin vandræði með ærnar, sem komu í hús kvöldið fyrir. Hitt var verra að okkur taldist til að nokkrar ær vantaði og ágiskun ein varð að ráða því hvar þeirra væri heist að leita. Það var heppni mín að veður var stillt tvo eða þrjá næstu daga og þótt erfitt væri að kafa snjóinn, tókst mér að finna nokkrar ánna og Sveinbjörn, sonur Beinteins, sem þá var fimmtán ára, hjálpaði mér við leitina. Hann var röskur til gangs, úthaldsgóður og þrautkunnugur í Draghálslandi en lítt gefinn fyrir fjárstúss að mér fannst. Sama mátti og um sjálfan mig segja en mér var þó fulljóst að þau störf yrði að vinna þó að þeim væri lítið gaman, öfugt við suma aðra, að var þeim lífsnautn að eltast við sauð- fé. Þar kom að veður breyttist, hvessti og þá var ekki að spyrja að sökum, fór að með byl og ekki fært til leitar. Þegar þrauttaldar voru rollurnar kom í ljós að enn vantaði fjórar. Ekki vildi Beinteinn að tellt væri í neina tvísýnu og einhver tími leið svo að ekki var aðhafst, en ég man að sjálf- um fannst mér þetta leiðinlegt og fjármannsheiðri mínum illa komið. Ur þessu rættist svo einn morgun, þegar ærnar allar fjórar stóðu við fjárhúsdyrnar, snjóbarðar nokkuð, en hinar hressustu, að því er séð varð. Nú tóku við rólegri dagar hjá fjár- manni Beinteins bónda. Smala- mennskur voru úr sögunni og „inni- staða“ næstum allan þann tíma sem ég var í þessari vist. Heimilisfólkið var, auk okkar Sveinbjamar og Beinteins, Helga, kona bóndans og móðir Sveinbjarnar, og Ingibjörg dóttir þeirra. Við Inga, eins og hún var alltaf kölluð, vorum jafn gömul eða því sem næst. Hún varð 19 ára 1. janúar á því ári en þeim aldri næði ég í júní („ef guð lofar,“ bætti gamla fólkið við á þeim árum, ef ýjað var að slík- um hlutum). Við Sveinbjörn áttum það sameig- inlegt að hafa gaman af vísnagrúski og það kom mér á óvart hve ótrúleg var þekking hans á rímum og göml- um kveðskap öðrum. Þó hafði hann ekkert lært til slíkra hluta nema af sjálfum sér. Eitthvað átti hann, eða hafði, undir höndum af rímum og þekkti ógrynni hátta og stefja og grúskaði í þessu öllum stundum. Hann var ólatur að segja mér og sýna frá þessum áhugamálum sínum en ég, eftir mitt tveggja vetra nám í Héraðsskólanum í Reykholti, þar sem reyndar höfðu verið útskýrð fyr- ir mér Hávamál og Völuspá, en varla mikið meira úr fornum ljóðmælum, var kannski örlítið smeykur við að festast í slíku um of. Mér var ljóst að lífsbaráttan fram undan yrði háð með orf og Ijá eða skóflu og haka í hönd- um og hvernig gengi að samræma svo óskylda hluti var ekki einfalt mál. En við Sveinbjörn dunduðum okk- ur einnig við léttari og mér auðveld- ari hluti, að búa til vísur, og ég fann að hann var mér niiklu snjallari. Sumar þessara vísna voru um menn í sveitinni og líklega allar týndar nema sú eina sem ég man, en hana höfðum við búið til í sameiningu. Við höfðum heyrt af bónda einum allfjarri, sem þótti viðsjáll í viðskipt- um og því varð vísan svona: Braski sá hefur auðgast á öllumframar vonum. Varla máfyrir svikum sjá samviskuna íhonum. Þessi dægrastytting sótti talsvert fast að mér og ég get ekki neitað því að kannski hefði ég þurft að eyða meiri tíma í dútl við að snyrta til í hlöðunni, sópa betur og slétta hey- stálið. En þrátt fyrir skyldur mína við sauðfjárhirðinguna var ólíkt skemmtilegra að blanda geði við Sveinbjörn. Beinteinn fann heldur aldrei að þessu við mig og fór hann þó daglega til fjárhúsanna með hrúta sína, meðan enn var ekki úti sá tími sem talið var að þörf væri á að láta þá vitja ánna. En svo einn dag komu gestir í heimsókn, Jón Magnússon, tengda- sonur Draghálshjóna, og dóttirin, Sigríður, kona hans. Þau höfðu lagt í langa ferð frá Brekku á Hvalfjarðar- strönd, þar sem þau bjuggu. Auðvit- að þurfti Jón, að hætti góðra og gildra bænda, að fara í fjárhúsin. Eft- ir komu sína þangað hafði hann uppi mörg orð og ljót um störf fjármanns- ins og þá einkum, að mig minnir, um sóðalega umgengni í króm og hlöðu. Eg man að mér sámuðu þessi um- mæli og kannski hef ég átt þau skilið. Ekki held ég þó að hann hafi að því fundið að æmar væru vannærðar, heldur hitt að ekki væri nógu fast troðið í jötur og því færi hey meira til spillis. Ekki tók Beinteinn að marki undir lestur Jóns og ekki skammaði hann fjármann sinn þegar Brekkubóndi var á burtu farinn. En sökudólgurinn sat eftir með ávirðingarnar og staðráðinn í að gera fjárhirðingu ekki að ævi- starfi. Inga, heimasætan á Draghálsi, var falleg stúlka, lífsglöð og greind. Við vorum skólasystkini í Reykholtsskóla veturinn 1936 til 1937. Sameiginlega þekktum við því lífið í þeirri mennta- stofnun, áttum þaðan marga kunn- ingja og höfðum næg umræðuefni. Hún hafði að vísu hætt í skólanum eftir veturinn í yngri deild. Hvers vegna veit ég ekki en námshæfileika hafði hún nóga. I skólanum í Reykholti tíðkaðist það að nemendur sendu á milli sín bréfmiða með ýmsu rissi á sem þeim lá á hjarta, jafnvel tvíræðar ástarjátn- ingar. Þessum miðum var laumað milli manna í kennslu og upplestrar- tímum undir borðunum án þess að kennararnir sæju og það var næstum skylda að koma bréfinu til viðtak- anda, skylda sem enginn vildi bregð- ast. Við áttum bæði dálítið af slíkum Heima er hest 407

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.