Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1994, Síða 16

Heima er bezt - 01.12.1994, Síða 16
bréfum og nú gafst gott tækifæri að bera saman bækur og rifja upp liðnar stundir. Við þessa iðju okkar, sem var nán- ast pukur, vildum við skiljanlega vera nokkuð afsíðis og það var illa séð af Beinteini, sem vildi vemda dóttur sína og taldi að annað verra byggi undir en að rýna í blaðasnepla. En það var ekkert á milli okkar Ingu í þá veru sem gamli maðurinn í- myndaði sér og vildi koma í veg fyr- ir. En hann lét ekki vera að fylgjast nánast með hverju fótmáli okkar. Þetta fór ekki framhjá mér og frant- kallaði hjá mér dálítinn óþokkaskap. Þegar ég gaf á garðana byrjaði ég í fjárhúsunum sem nær voru en á meðan fór Beinteinn með hrút sinn í fjárhúsin á Húsatúninu. Kom síðan í húsin þar sem ég hafði lokið gjöfinni en ég fór í hin húsin. Mig grunaði að hann fylgdist með hvenær ég væri búinn að gefa og vildi sjálfur vera kominn til bæjar á undan mér. Þegar ég hafði hleypt ánum inn tók ég mikinn sprett heim að bænum en átti nokkru lengri leið að fara. Og það brást ekki að við háðum kapp- hlaup, Beinteinn, hrúturinn og ég. Eg hætti þó fljótlega þessum hrekkjabrögðum. Eg gat ekki annað en virt Beintein mikils. Frá honum hlaut ég aldrei ónotaorð og ég held að við höfum verið fullkomlega sáttir þegar vist minni lauk við fjárhirðingu á Draghálsi og komið var nær vori. Ég kom nokkrum sinnum að Drag- hálsi næstu árin, ætti ég þar leið um og var ævinlega vel tekið. En það var ekki oft því að bæði var að þá var ég orðinn laus við á þessum slóð- um og ferðahættir manna tóku örum breytingum. I stað hestanna komu bílar og alfaraleið varð um Geldinga- draga framhjá bænum Draghálsi. Það var varla að skapi Beinteins, því að hann var ákaflega gestrisinn en kannski hefur þar ráðið ein- hverju frétta- og fróðleiksþorsti hans. Mér leið í raun á- gætlega þessar vikur mínar á Draghálsi. Ibúðarhúsið, sem var tvær hæðir og kjail- ari, hefur sjálfsagt verið með allra myndarlegustu íbúð- arbyggingum í Borg- arfirði á sinni tíð, en það brann til grunna nálægt 17 árum síðar. Þar sá ég það sem ég varð hvergi ann- ars staðar var á þess- um árum. Gler í römmum sem sett var utan á glugga hússins á haustdög- um til vamar fyrir vetrarkuldum. Ég svaf í litlu „gestaherbergi“ á neðri hæðinni. Ann- að heimilisfólk svaf á efri hæðinni og þangað upp var tréstigi, sem brak- aði allverulega í svo að um hann hefði varla nokkur farið á hljóðri nóttu að ekki raskaði ró svefnstygg- um. En ég held að mér sé óhætt að segja að á það reyndi ekki. í þessu stóra, rúmgóða húsi var upphitunin á köldum vetrardögum vandamál. Þó mér væri aldrei kalt í rúmi mínu, man ég að það fraus stundum í koppnum. Mörgum árum seinna hitti ég ein- hvern sem spurði mig hvort ég hefði ekki orðið neins var í „gestaherberg- inu.“ „Nei, en hvers vegna spyrðu?“ ansaði ég. „Það voru nú fleiri en einn og fleiri en tveir sem sögðu að það væri reimt þar,“ svaraði sá sem spurði. Ég þakkaði mínum sæla að hafa aldrei heyrt á það minnst fyrr. rnára 408 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.