Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1994, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.12.1994, Blaðsíða 17
Guðjón Baldvinsson: Komdu nú að kveðast á 26. þáttur ppistaða þáttarins hjá okkur að þessu sinni er ágætt bréf sem við fengum frá Auðuni Braga Sveinssyni, en hann segir þetta: „Fyrir nokkru fór ég yfir ljóðahandrit föður míns, sem enn eru í mínum fórum. Síðar munu þau falin handrita- deild Landsbókasafns Islands til varðveislu. Þar er að finna Ijóð um heimili eitt í Skagafirði frá öndverðri þess- ari öld. A unga aldri orti faðir minn mikið og valdi sér mörg viðfangsefni. Mest snerusl þau að vísu um fólk, sem á leið hans varð, bæði í héraði hans, Skagafirðinum og víð- ar, svo og í vinnuhópum. Hér er meðal annars ætlunin að rekja nokkuð kunnings- skap föður míns við einn ágætan Skagfirðing, sem fædd- ur var rúmum sjö árum síðar en hann cða 25. desember 1896. Maðurinn var Hcrmann, sonur Jónasar bónda Jóns- sonar að Syðri-Brekkum í Blönduhlíð í Skagafirði, og Pálínu Guðnýjar Björnsdóttur, konu hans. Bæði voru þau hjón hreinræktaðir Skagfirðingar, hann frá Grundarkoti í Blönduhlíð en hún frá Hofsstöðum í sömu sveit. Hermann ólst upp að Syðri-Brekkum. Hann gekk menntaveginn, eins og kunnugt er. Lauk lögfræðiprófi, þá orðinn 27 ára, enda þurfti hann að vinna fyrir námi sínu. Hann var einn þeirra mörgu ágætu manna, sem „brutust“ áfram til mennta. Þá voru ekki námslán eða styrkir, svo að neinu næmi. Leiðir föður míns og Hermanns lágu fyrst saman, að því ég ætla, þegar þeir unnu við byggingu brúar yfir aust- urálmu Héraðsvatna, en það verk var framkvæmt sumar- ið 1918. Við brúargerðina unnu margir vaskir menn, flestir á besta starfsaldri. Hermann var þá 21 árs að aldri og stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá var hann orðinn fullharðnaður maður og kappsfullur vel. Glímu tók hann að æfa er hann var nemandi í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri og varð síðar þjóðkunnur glímumaður, eins og kunnugt er. Sveinn Hannesson, þá bóndi í Elivogum á Langholti, var orðinn 29 ára, fæddur 3. apríl 1889. Hann var drjúgur verkmaður, líkur á vöxt og Hermann Jónasson frá Syðri- Brekkum. Enda gaf Hermann föður mínum alföt af sér, svo og frakka, árið 1932. Þetta man ég glöggt, þótt ég væri ekki nema 8 ára, er faðir minn kom að sunnan eftir að hafa gengið frá samningi við Hagyrðinga- og kvæða- mannafélag Reykjavíkur unt útgáfu ljóðabókarinnar And- stæður, sem út kom fyrir jólin 1933. Hermann var heitinn eftir Hermanni Jónassyni, sem var skólastjóri búnaðarskólans á Hólum frá 1888 til 1896, en bóndi á Þingeyrum næsta áratuginn og löngum kenndur við þann stað. Um þessi nafnatengsl kvað faðir minn eft- irfarandi stöku: Listastór um lífsins braut lofstýr safna kann og lýði. Skólastjóra Hermanns hlaut heiðrað nafn - og ber með prýði. Hermann var yngstur bræðra sinna, en þeir voru fjórir að tölu. Hér á eftir fara enn vísur um Hermann: Hermann brœðra yngstur er; á jafningja sínafáa. Vegi œðri velur séi; viskuslynga kempan háa. Auðna Ijáist honum hress; kappa spái ég verði ríkur. Og í háum hefðarsess hann við sjáumfyrr en lýkur. Heima er best 409

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.