Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1994, Side 21

Heima er bezt - 01.12.1994, Side 21
HelgustaÖir. Þar sem margar jarðir í Helgu- staðahreppi voru landlitlar, því þar er stutt á milli fjalls og fjöru, urðu bændur og búalið að sækja sjó jafn- framt búskapnum og því hel'ur verið sagt að áhöld væru um hvort segja ætti að bændur hafi stundað sjó með búskapnum eða að sjómenn hafi stundað búskap með sjósókninni. Samhliða búskapnum stundaði Gunnar ýmis störf bæði til sjós og lands, og einnig tók hann þátt í fé- lagsmálum og var bæði í hrepps- nefnd og stjórn kaupfélagsins. Rétt er að geta þess, að Sigmund- arhús voru upphaflega hjáleiga frá Helgustöðum og því liggja jarðir þessar saman og að hreppamörk þau, sem hér eru nefnd heyra nú sögunni til vegna sameiningar hreppa hér um slóðir. Umhverfi Áður fyrr var Helgustaðahreppur allfjölmennur og hver jörð þétt setin cn við minnkandi fiskigengd hér um slóðir, svo og búmarksminnkun, hef- ur fólki fækkað verulega. T.d. er all- ur búskapur af lagður bæði að Sig- mundarhúsum og Helgustöðum. „í mínum huga er umhverfi hér afar fallegt en ég sakna alls þess sem búskapnum fylgdi, svo sem hey- skapnum og öllu umstanginu við nytjar lands og sjávar,“ segir Olöf. Helgustaðir eru í eigu ríkisins en Hörmulegt sjóslys Þar sem sjósókn var jafn mikill þáttur í lífi manna hér og raun bar vitni um fór ekki hjá því að hafið tæki sinn toll og því var það að hinn 30. nóvember 1923 fórst hér bátur og með honum fjórir menn. Bátur þessi var í eigu Ólafs, föður Ólafar, og tveggja annarra manna hér um slóðir. Eiginmaður Ólafar, Gunnar Larsson. Sigmundarhús í eigu Ólafar og í dag situr hún báðar jarðirnar. „Á árunum 1906 til 1909 voru reist járnvarin timburhús á báðum jörðunum og eru þau enn við líði. Að vísu byggðum við hjónin eitthvað við þau og endurbættum. Penings-, geymsluhús og hlöðu byggðum við svo sem þurfa þótti.“ Sigmundarhús. Þeir sem fórust voru Gunnlaugur, bróðir Ólafar, Eirfkur, bróðir Ólafs, föður Ólafar, Hallgrímur, bróðir Guðnýjar, móður Ólafar, og lét hann eftir sig konu og sex börn, og Val- geir, 17 ára piltur, fóstbróðir Ólafs. Eins og sjá má var hart vegið að tjölskyldu Ólafar í þessu mikla slysi. Þegar hér var komið taldi Ólöf sig ekki hafa frá meiru að segja, sem fréttnæmt gæti talist, en sig langaði til þess að enda þetta spjall með eft- irfarandi orðum: „Ég er þakklát fyrir allt sem mér hefur gefist hér, svo og fyrir það að mega nú eyða þeim tíma sem ég hefi til umráða til þess að ferðast á milli afkomenda minna og njóta samvista þeirra.“ rTTarn Heima er hest 413

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.