Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1994, Side 26

Heima er bezt - 01.12.1994, Side 26
Þessi mynd var tekin sumarið 1914 á Húsavík af Ásgeiri í Knarrarnesi, þá 61 árs að aldri, er hann var ífyrstu heimsókn til Þórdísar dóttur sinnar, sem þá var þangað gift. A myndinni með honum erufyrstu barnabörn hans, Asgeir fjögurra ára, Benedikt þriggja ár og Ragnheiður tveggja ára. Hinar sterku hendur ræðarans mikla á Faxaflóa sjást vel á myndinni. Þær túlkuðu bæði kraft og sérkennilega notalegt nœmi við störf, öllum ógleymanlegar sem sáu þær við athafnir. Ásgeir í Knarrarnesi og Ásgeir Ey- þórsson, faðir Ásgeirs forseta, kaup- maður í Kóranesi á Mýrum, afkom- endur séra Ásgeirs Jónssonar, pró- fasts að Stað í Steingrímsfirði (1722- 1779), og bera þeir nafn hans báðir. Hér á eftir koma kaflar úr frásögn Ásgeirs forseta: „Selur, fugl og fiskur. Skyldi krían vera komin? Þessi spuming brennur á vörum Ásgeirs Ásgeirssonar, þegar hann heldur til Ásgeirs Bjarnasonar í Knarramesi á Mýrum, en hjá nafna sínum og guð- föður dvaldist hann oftast sumar- langt á skólaárum sínum. Stundvíslega á vorin sitt hvorum megin við sameiginlegan afmælisdag þeirra, 13. maí, kemur krían; þessi furðulegi fugl með litla og létta bringu en mikið vænghaf og stórt stél. Fluglist hennar og þol er ótrú- legt. Engu er líkara en hún hvílist á flugi; hún sest sjaldan á sjó nema helst til að baða sig; flýgur vel en syndir ekki. Krían skipuleggur vamir sínar gaumgæfilega, hvort heldur er gegn mönnum, smyrli eða fálka. Mergð hennar er eins og mývargur í þéttu varpi: Hún gerir sér far um að höggva með sínu beitta nefi, en á- stæðulaust er að óttast það, því að sárasjaldan ber við að hún blóðgi menn í kollinn. En margur óttast á- sókn hennar og ekki aðeins böm og unglingar. Eitt sinn tók Ásgeir smyril með höndunum auðveldlega, því að ránfuglinn óttaðist mannskepnuna minna en bannsetta kríuna. Krían er sannkallaður farfugl; hún hverfur af landi brott um það leyti sem unginn er orðinn fleygur; fer alla leið suður í íshaf, en kemur svo aftur um Krossmessuna. Hvernig hún getur ratað er hulin ráðgáta. Ásgeir Bjamason í Knarramesi og Ragnheiður Helgadóttir, kona hans, voru einstök í sinni röð í augum Ás- geirs fyrir sakir dugnaðar, gáfna og manngæða. „Þeim hjónum á ég mest að þakka af vandalausum mönnum frá mínum uppvaxtarámm,“ sagði hann. Böm þeirra og vinir og félagar Ás- geirs voru Soffía, Þórdís, sem giftist Bjarna Benedikts- syni á Húsavík, Bjarni Ásgeirsson, síðar bóndi í Knarr- arnesi og á Reykjum í Mosfellssveit, al- þingismaður Mýra- manna og sendi- herra, og loks Helgi, skrifstofustjóri í Reykjavík. Knarrarnesheimil- ið var jafnan fjöl- mennt, og heimilis- bragur allur léttur og skemmtilegur. Atvinna var marg- breytileg við eyjabú- skap og búskapar- hættir voru þannig, að vel notaðist vinna unglinga bæði á sjó og landi þótt óharðn- aðir væru: við hey- skap í eyjum, eggver, selafar og fískveiði. „Eyjabúskapur átti vel við mig,“ sagði Ás- geir. „Störf við hann voru fjölbreytt og spennandi og því vel við hæfi unglinga.“ Fyrstu verkin voru við mótekju, en mór var hafður sem eldiviður ásamt reka, sem ekki reyndist nothæfur til smíða. Dvalið var uppundir tvær vik- ur í mógröfum vestan við Straum- fjarðarflóa. Fyrst var rutt þremur stungum og var þá venjulega mór þar fyrir neðan, fjórar til fimm stung- ur. Tveir menn stóðu niðri í gröfinni, annar stakk, en hinn kastaði köggl- um upp á bakka, þar sem konur tóku við þeim og settu þá í stafla. Þegar hnausahlaðinn var vel siginn, voru kögglarnir breiddir út á holt, síðan hlaðið í hrauka og látnir standa þangað til mórinn var orðinn skrauf- þurr. Þá var hann fluttur heim sjó- leiðis seint á slætti. Um jónsmessuleytið hófst kríu- eggjatínsla. „Það var ótrúlegt, hvað tína mátti af kríueggjum í Knarrar- neseyjum," sagði Ásgeir. „Þau eru ljúffeng og mikil búbót um nokkurra vikna tíma. En erfitt var að koma þeim á markað.“ Síðan segir hann frá því, er hann fór eitt sinn ásamt Bjarna Ásgeirs- syni með kríueggjafarm áleiðis til Borgarness, því að þaðan voru ferðir til Reykjavíkur. Þeir róa fjögurra manna fari, sem hét Höfrungur, og á leiðinni hvessir. Þegar þeir koma undir kvöld að Lambanestöngum, er orðið svo vont í sjóinn, að þeir áræða ekki að leggja í Borgarfjörðinn; vita sem er, að þar 418 Heima er best

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.