Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1994, Page 33

Heima er bezt - 01.12.1994, Page 33
„Getur vel verið. En sjáðu til, þarna hefur kisa fengið skot í sig og þarna annað rétt hjá. Bæði í gegnum stýrið. Hver ætli hefði gert það betur en ég, að skjóta tveimur skotum í gegnum kattarstýri,“ sagði Arni rogginn, „og það innan í buxunum,“ bætti hann við. „Þú ert meira flónið,“ sagði hún og hristi höfuðið, „að eyðileggja fyrst buxurnar með bölvuðum skotunum svo ómögulegt er að nota þær í bæt- ur, þenjast svo með köttinn í þeim á bakinu undan öðru eins trölli og lyngpokanum, slíta axlaböndin og telja sjálfum þér þá trú um að þú sért sprunginn af mæði, hafir fengið gat á bakið og þar streymi lífið út um eins og loft úr útblásinni blöðru, þykist heyra þegar loftið er að streyma út um bakið á þér, sem er þá ekkert annað en korrið í kettinum, sem þú gast þó ekki sært neitt að ráði í buxnabardaganum. Mér dytti ekki annað í hug en skilja alveg við þig, ef það gerði ekki eiðurinn. En ég fyr- irbýð þér að snerta framar á byssu á meðan við erum saman.“ „Hvað á ég þá að gera við allt púðrið sem ég beiddi hann Sigga á Þúfu að taka fyrir mig á Eyri um daginn?“ sagði Arni. „Eg held að þú getir selt það,“ sagði hún. Arni fór nú að hressast eftir þetta og náði sér brátt, en kötturinn var lasinn marga daga á eftir. Gróf í skottinu á honum hvað eftir annað. Reyndi Árni að græða hann með öllu sem honum datt í hug en ekkert dugði. Lét hann köttinn sol'a hjá sér á hverri nóttu. En einn morgun er Árni vaknaði var kisa dottin í tvennt. Lá hún sjálf uppi í homi en skottið fram við stokk. Tók hún þá að hressast fram af því, en skottlaus var hún alla ævi síðan. Veislan Vikuna áður en Árni ætlaði að halda brúðkaup sitt var mikið að starfa í Klömbrum. Jana vildi halda reglulega veislu og bjóða mörgu fólki. „Eins mörgu og Klambrabærinn tekur,“ sagði hún. „Það er ekki svo oft, sem maður giftir sig,“ bætti hún við. Fallegustu kindunum var slátrað og soðnar niður í trog. Árni sleit tvennum leðurskónt til að útvega á- höld þau, sem hafa þurfti til veisl- unnar og bjóða fólkinu í hana. Voru það allt helstu menn og konur sveit- arinnar sem boðið var. Allir vissu um hinn mikla viðbún- að í Klömbrum, svo mörgum var for- vitni á að koma til að sjá alla dýrð- ina. Jana varð að taka tvær stúlkur til að hjálpa sér með það sem þurfti að gera fyrir helgina. Baðstofan var öll þvegin hátt og lágt. Þótti það undrun sæta, því það hafði ekki verið gert fyrr í manna minnum. Búrið var sóp- að hátt og lágt, veggirnir tjaldaðir nteð striga og borðum slegið upp langs með báðum veggjum, því þar átti allur fínasti veislukosturinn að geymast. Einnig var tekið til í eld- húsinu, því þar voru kjöttrogin geymd, auk margra annarra matar- tegunda. Pottbrauðin voru bökuð hvert á fætur öðru og kaffið brennt niður í stór ílát. Þetta voru sannkallaðir gleðidagar fyrir kýrnar, því þær fengu marga góða mélklessuna og brauðbitann en það var uppáhaldsmatur þeirra. Kálf- urinn fékk nú alls ekki að koma í búrið á meðan á þessu stóð, en þar hafði hann verið tíður gestur um sumarið, svo honum brá mjög við. En sá sem verst bar sig af öllum var Ámi. Hann var alveg búinn að missa matarlystina af vökum og áreynslu og auk þess var hann orðinn svo sárfættur af hlaupunum að hann þoldi í hvorugan fótinn að stíga. Loks undir helgina sendi Jana hann út á Eyri eftir öllu „fína brauðinu.“ Fór hann ríðandi, svo honum fannst það stór hvíld fyrir sig. En þegar hann fór að ríða til lengdar fór svefn- inn að pína hann. Hann dottaði ofan í hestfaxið og var mörgum sinnum nærri oltinn af baki. Loks komst hann þó slysalaust út á Eyri. Hafði hann þar litla viðdvöl. Tók hann brauðið, sem var í tveimur kössum og lét hann þá á hrossið, sem hann hafði í taumi. En þegar hann var skammt kominn upp fyrir kaup- staðinn rykkti sú brúna, sem hann teymdi, svo hann var nærri dottinn af baki. En í því hrukku kassarnir af henni. Árni stökk af baki og fór að stumra yfir kössunum en þegar hann leit upp var Brúnka farin að velta sér. Árni rak hana á fætur aftur. Var þá klyfberinn allur genginn úr lagi. Varð hann fokvondur þegar hann sá skemmdimar. I því bar þar að tvo menn ríðandi. „Sæll vertu,“ sögðu þeir. „Já, ég held það nú,“ sagði Árni. Hann grúfði sig ofan að klyfberanum og var í óða önn að gera við hann. „Eru kaupmennirnir heima?“ spurðu þeir. „Þeir eru allir mölvaðir eftir mer- ina,“ sagði Árni ergilegur. „Þið sjáið að brotið af einum situr þarna í gat- inu,“ bætti hann við og benti á brot- inn klakk í klyfberanum. „Hvað hefurðu í eyrunum?“ spurðu þeir um leið og þeir riðu frá honum. „Eyrunum,“ sagði Árni og gaut augunum fram á eyramar, sem lágu upp með ánni. „Eg held að það sé stóð. Víst ein tíu, tuttugu trippi þar að fljúgast á,“ sagði hann. „Það er ekki að furða, þótt þú heyrir illa með svona margar ótemjur í eyrunum,“ sögðu þeir hlæjandi og riðu burt. Ámi lagði nú af stað aftur. Gekk ferðin heldur seint og kom hann ekki heim fyrr en um miðnætti. Þegar hann reið í hlaðið, sá hann Jönu standa í dyrum úti og hengja niður báðar hendur. Árni gekk til hennar og ætlaði að heilsa henni. „Eg get það nú ekki alveg strax,“ sagði hún. „Hvaða ósköp eru að sjá þig, kona? Hvað hefur komið fyrir? Það blæðir úr hverjum fingri á þér,“ sagði Árni. „Ég ætlaði að fara að gera gifting- Heima er best 425

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.