Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1932, Blaðsíða 5

Æskan - 01.03.1932, Blaðsíða 5
ÆSKAN 21 hann til þjónsins og skipa honum að festa hann í, svo að ekki þyrfti að kaupa nýjan. Þetta var þó ekki af þvi, að hann væri nizkur, þvi að sama dag keypti hann kannske dýru verði málverk eftir einhvern ungan listamann, að eins til þess að bjálpa honum. Hann hafði þá fengið svo mörg heiðursmerkin um dagana, að hann hefði getað hulið sigi þeim, svo að segja, og daglega voru honum haldn- ar veizlur. Thorvaldsen gaf Danmörku listaverk sin, og eru þau í listasafnshúsi þvi, sem eg minntist á, og eru fjölda mörg. t einum salnum í því húsi eru lik- neski af Kristi og postulunum i meira en náttúrlegri stærð. Myndin af Kristi stendur fyrir gafli, en postularnir sex til hvorrar handar. Kristur breiðir út faðminn og býður öllum að koma til sín. Þið hafið sjálf- sagt séð eftirmyndir af þessu líkneski, þær eru viða til, bæði ljósmyndir og smálikneski. Þessi mynd er áreiðan- lega einhver allra fegursta Krists- mynd, sem til er. Eg ætla að eins að nefna þrjú önnur listaverk: »Nótt« og »Dagur« heita tvö þeirra. Nóttin svifur hljóðlega á vængjum sinum. Hún ber tvö börn í faðmi og þrýstir þeim að brjósti sér. Börnin eru engill svefnsins og engill dauðans. Fram undan höfuðdúknum hennar gægjast draumsóleyjar. Vinnustofa Thoroaldsens i Rómabarg Gyðja dagsins kemur aftur á móti svifandi með útbreidda vængi og stráir rósum morgunroðans yfir jörðina. Hún horfir um öxl og brosir til ljós- engilsins, sem er að baki henni. Hann heldur blysi ljóssins og birtunnar hátt á lofti. Þriðja listaverkið heitir »Hjarðsveinninn«. Það er unglingur, sem situr alisnakinn og hvilir sig í hita dagsins. Hann styður sig við hjarðmannastafinn, og hundurinn hans situr við fætur hon- um. Þessi mynda- stytta er dásamlega falleg. Útliti Thorvald- sens er lýst þannig á æskuárunum: »Hann var vel vaxinn, í meðallagi hár, grannur og vel limaður. Hárið ljóst og hrokkið, augun blá og skær, en ekki stór. Munnsvipur- inn var nokkuð þunglyndislegur, en yfir enninu hvíldi óvenju mikil birla og göfgi. Eg hugsa, að þau börn og unglingar, sem lesa þessa sögu, taki eftir þvi, að hún minnir að sumu leyti á æfin- týri. Hún minnir á æfintýrið um karls- i Garðshorni, sem fór út i víða veröld að sér frægðar og frama, og fékk kóngsdóttur- og hálft kóngsrikið, eða allt. Svona er það son afla ina nú með æfintýrin, þau eru ekki ætíð svo mikið bull. ótrúlegustu æfintýrin eru oft og einatt alveg sönn, eins og þessi saga. M. J. OOo« » o oQo o « ÍOO Dáinn — en ekki grafinn. Bindindismaður einn var að halda rseðu. Hann sagði meöal annars, að eir, sem notuðu tóbak og áfengi i hófl, jrðu sjaldan gamlir Einn á- heyrandinn kom til ræðumanns, er hann hafði lokið ræðuuni, og sagði honum frá pvi, að einn af nágrönn- um sinum væri nú 75 ára gamall, enda þótt hann hefði neytt bæði tóbaks og áfengis i 40 ár. »Pað er nú svo«, mælti ræðumaður. »Heflr hann notað mikiö af þessu?« »Já, mjög mikið«, var svarið. »Er hann duglegur og áhugasamur við stðrf sín?« spurði ræðumaður. sFað getur maður ekki sagt«, anz- aði hinn. »Er hann dyggur og áreiðanlegur?« »Nei, þvert á móti«. »Er hann vingjarnlegur, umhyggju- samur og góður við fjölskyldu sina og vini og aðra þá, er hann umgengst?« »Nei, hann kærir sig um fátt aunað en tóbak og brennivin«. »Pá er þessi maður í raun og veru dauður fyrir löngu, hefir verið það i 40 ár. — Það heflr bara gleymzt að grafa hann«, sagði ræðumaðurinn.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.