Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1932, Blaðsíða 6

Æskan - 01.03.1932, Blaðsíða 6
' 22 ÆSRAN HUNDRAÐ ÁRA MINNING SOLVEIGAR EFTIR M. K. IÓNSDÓTTUR FRA HIARÐARHOLTI ÓVÆNT HJÁLP Dollei, Dollei mín 1 Dem me a detta! Dollei, Dollei mín! Dem me bau! Dollei, me e dalt! — Þessi og þvilík hróp heyrð- ust oft við eldhúsdyrnar í Hjarðarholti. Og sú, sem átti þeim að sinna, var eldakonan, Solveig I5or- láksdóttir. Það voru æfinlega yngstu börnin, sem ávörpuðu hana og báru upp fyrir henni vand- kvæði sín. Solveig þessi var fædd að Króki á Kjalarnesi 30. janúar 1832. Fimmtán ára gömul missti hún for- eldra sína og fór þá í vist. Það hagaði þá svo til á Kjalarnesinu, að karlmenn stunduðu sjómennsku á vetrum, en margir fóru í kaupavinnu norður í land á sumrin. Utanbæjarverk heimila lentu því mest á það kvenfólk, sem heima var, og vann Sol- veig þvi, sem unglingur, mest karlmannaverk, hirti gripi, tók upp mó, hirti um eldivið og bar vatn. En minna var hugsað um að kenna henni kven- fólksvinnu. Litið var um fatnað og fátæktin nóg. Oft sagðist hún hafa farið í fataræflana blauta á morgnana. Klæðnaðurinn var oftast vaðmálsskyrta og vaðmálspils, fest á bol, sem reimaður var með þveng. Utan yfir sig hafði hún svo einhverja úlpu, þegar kalt var. Þannig vann nú Solveig í 9 ár, þar úti á nesinu, og þótti gott að fá að borða, um kaup var ekki talað. En þá fór hún að Víðinesi til Tómasar, sem þar var bóndi og Sigríðar konu hans. Þar átti hún að vera í eldhúsi að vetrinum, en hún sagði, að sér hefði fundist hún sleppa úr prísund, er hún fékk að fara út og hjálpa til við skepnuhirðinguna. Henni þótti líka gaman að smala og fann aldrei til kulda, þó að klæðnaðurinn væri fátæklegur. Hún var 6 ár í Víðinesi. Seinasta haustið, sem hún var þar, fékk hún að fara út á nesið að finna fólkið sitt. Litið var þá um garðrækt á nesinu. En í Víðinesi var kálgarð- ur, og hafði sprottið vel í honum um sumarið. Fékk hún því rófur í poka bjá hjónunum, til þess að gefa börnunum á bæjunum, því alltaf langaði hana til að gleðja börnin. Lagði hún nú af stað nokkru fyrir hádegi með rófnapokann bundinn á bakið. Gekk hún inn fyrir Kollafjörð, en þá fór að snjóa. Vegurinu út með Esju lá þá uppi í hlíð- inni og þótti henni ekki ráðlegt að balda þá leið, en hélt sig niður við sjóinn, því að þá var hún viss um að villast ekki. Það var skæðadrífa. Snjór- inn kom ekki í kornum, heldur stórum flyksum, og það var alveg ótrúlegt, hve fljótt hurfu allar misjöfnur og svörtu blettunum fækkaði. Brált varð alveg hvitt yfir allt, nema sjórinn var sem svartur veggur á vinstri hönd. Hún sá ekkert til bæja, ekkert nema sjóinn og snjóinn. Nú kom hún að læk. »Æ, það er slæmt að bleyta sig«, hugsaði hún, »skyldi hún ekki geta stokkið yfir lækinn«. Það mundi frysta, þegar á liði daginn. Hún gekk dá- lítið upp með læknum. Jú, þarna rann hann svo, að hún mundi geta stokkið, ef hún væri laus- beizluð. Hún nam staðar og kastaði mæðinni, leysti af sér pokann og henti honum yfir, og svo henti hún sér á eftir. Það tókst, en undarleg tilfinnig flaug um hana. Hún varð eitthvað svo létt á sér. — Hélt áfram að fljúga, og pokinn sentist líka á- fram. — Hvað var þetta? Hún sá sólina koma á móti sér. Hún sveif áfram og ætlaði að grípa hana! Þá heyrði hún hund gelta einhversstaðar langt í burtu. Hver var að kalla ? Hvað var þetta? Yar það ívar, Karta litla eða Alfífa? Nei — það var víst Tómas, húsbóndi hennar. Hún hafði liklega sofið of lengi og átti að fara á fætur »Vaknaðu!« heyrir hún að sagt er rétt við eyrað á henni. Hún leit upp. Þetta var ekki Tómas. Það var ungur maður bláeygur, skegglaus og með ljóst hár, sem gægðist fram undan prjónahettunni, sem hann hafði ýtt aftur á höfuðið. Hann var henni alveg ó- kunnugur. »Jæja, þar ertu vöknuð! Komdu sæl«, sagði hann. »Komdu sæll«, sagði Solveig. Hún var hissa á því, hve málrómur hennar var allt öðruvísi en venjulega. »Ertu nokkuð skárri?« spurði maðurinn. Hún mundi ekki til, að nokkuð hefði verið að sér, og beið með svarið, en fór að aðgæta, hvernig stæði á því að hún lægi þarna. Leit hún því í kringum sig og sá þá pokann og mundi eftir ferðalaginu. Nú leit hún nær, og sér ‘að snjórinn er blóðugur. Hvað hafði komið fyrir? Hún ætlaði að risa upp, en var ósköp máttlítil. »Yertu kyrr«, sagði pilturinn. »Eg skal sækja þér vatn í lækinn«. SOLVEIG ÞORLÁKSDÓTTIR 67 A RA

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.