Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1932, Blaðsíða 3

Æskan - 01.04.1932, Blaðsíða 3
ÆSKAN 27 Frú Holm var sannarlega eins og góðu dísirnar, sem maður las um í æfintýrunum. Þær höfðu gengið stundarkorn. Karen drógst dálítið aftur úr. Hún var niðursokkin í hugsanir sínar. Himininn var bjartur og blár. Fuglarnir kvökuðu. Allt var svo unaðslegt og fagurt! Ungfrú Ruud kom til hennar og sagði: »Það var gott, að þú komst, Karen litla. Mér þótti það svo leiðinlegt, þegar Bergljót sagði, að þú yrðir ekki með í förinni. Líður ömmu þinni betur, núna?« »Já, þakka yður fyriror, svaraði Kar- en. »Hvað langar þig mest til að verða, þegar þú ert orð- in stór?« spurði kennslukonan eftir stundar þögn. »Eg vildi gjarna verða kennari«, svaraði Karen, hálf- hissa. »Jæja, viltu það. En hvers vegna? Þykir þér ef til vill gaman að litlum börnum?« »Eg veit það ekki. Mér þykir svo gaman að læra, einkum sögu og náttúrufræðk, svaraði Karen, og var dálítið feimin yfir því að tala svo mikið um sjálfa sig. »En það er nú ekki víst, að þú eigir að verða kennari fyrir þvi. Hvers vegna þykir þér svo gam- an að læra sögu og náttúrufræði?« »Mér finnst svo dásamlegt að fá að vita alll um mennina, frá því að þeir voru villimenn — og varla menn, einusinni. Og svo vildi eg svo fegin vita allt um dýrin, t. d. bíflugurnar og maur- ana. Það er svo skrítið, að þessi litlu dýr skuli lifa eftir lögum og reglum rétt eins og menn. Mikið þótti mér gaman, þegar þér voruð að segja okkur frá því um daginn«. »Þarna kemur það! Þú átt auðvitað að verða náttúrufræðingur«, sagði ungfrú Ruud áköf. »Þú ættir að minnsta kosti að verða prófessor, ferðast um og rannsaka dýralíf og jurta, og skrifa síðan bækur um það allt«. »En getur stúlka líka orðið náttúrufræðingur?« spurði Karen. Þegar hún heyrði orðið náttúrufræðingur, skyldi hún, að það var einmitt það, sem hana langaði að verða. »Já, eg held nú það«, svaraði ungfrú Ruud. »Nú á dögum geta stúlkur orðið, hvað sem þær vilja, ef þær hafa viljaþrek og góða hæfileika. Og ef það er eitthvað, sem þig langar til að vita, en við höfum ekki tíma til að tala saman um i skólan- um, þá skalt þú koma til mín. Eg skal útvega þér nógar bækur að láni, frá bókasafninu. Eg þekki líka mann, sem hefir stóra rannsóknarstofu. Þegar þú stækkar, skal eg biðja hann að hjálpa þér. Vertu viss um, að ekkert mark er of hátt til þess að keppa að. »Rannsóknarstofa! Hvernig er hún? »Það er nokkurs- konar vinnustofa, Þar er allt rann- sakað með stækk- unargleri. Smásjá eða smæðarsjón- auki er það kall- að. — Smásjáin stækkar svo mikið, að maður getur séð hin minnstu skólp- dýr,ogfylgstdaglega með lifnaðarháttum bakteríanna«. »Það var sannarlega gott, að eg gat farið þessa för, því að annars hefði eg ekki fengið að vita þelta allt — og nú veit eg lika, hvað eg ætla að verða, þegar eg er órðin stór, en það var eg ekki viss um áður«. »Byrjaðu þá strax«, sagði ungfrú Ruud og hló. Siðan nam hún staðar og klappaði saman lófunum. Telpurnar, sem höfðu gengið eftir veginum í smáhópum, þyrptust nú allar í kring um hana. »Nú höldum við ekki lengra fyrst um sinn«, sagði hún. Framh. Páskavers t garði sat engill á grafarstein, þar grefu liljur á foldu. Hann benti með pálma-grœnni-grein, hvar Guðsson reis upp úr moldu. Stgr. Thorsteinsson, Þýddi.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.