Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1932, Blaðsíða 6

Æskan - 01.04.1932, Blaðsíða 6
30 ÆSKAN f EG ANN ÞÉR, VOR — í EFTIR RICHARD BECK Eg ann þér, vor; þú vekur allt af svefni; hvert vona blómstur angar sætt á ný; eg ann þér, vor; þú leysir allt úr læðing; nú löndin sokknu brosa röðul-hlý. Eg ann þér, vor; þú hlpfar mér um hjarta; eg harðan sálar-klaka þiðna finn; eg ann þér, vor; þú víkkar sjónhring andans; í vegfaranda lít ég' bróður minn. Eg ann þér, vor; þú opnar undra-heima, svo auga hverju dásemd lífsins skín; eg ann þér, vor; þú léttir húmi hugans; í hverju blómi opnast dýrðar-sýn. o oooottittoooiitoooeoooooooc ^Það var af svíni«, sagði maðurinn. »Það var nú svoct, sagði kisa. »Eg þekkti svinið vel . . . það átti heima hjá okkur og gekk um og rumdi og át og gerði aldrei neinum mein. Eg sá líka, þegar því var slátrað. Má eg nú spyrja . . . hvaó hafði svinið gert þér, að þu þyrftir að eta flesk þess?« »Pað er hverju orði sannara«, sagði maðurinn. »Já, svona er það nú«, sagði kisa. »Þú hrósar mér, þegar eg et fyrir þig mýsnar, en skammar mig, þegar eg et ungatetrin. Sjálfur etur þú með góðri samvizku bæði flesk og kjúklinga. Já, og þu ert maður og þykist vera hyggnari en allir aðrir. Maðurinn fann, að kisa hafði rétt fyrir sér. Hann gekk nú heim í húsið sitt og fór að bugsa um tilveruna. En ánægður var hann ekki. Það var leiðinlegt að sjá, hvað ungamamman bar sig illa. Líklega höfðu kjúklingarnir líka átt mömmu, sem grétu nú af söknuði. Ef til vill hafði músin átt lítil börn, sem dóu nú úr hungri, þegar enginn var til að hugsa um þau. Það var líka mjög trúlegt, að svínið hefði átt einhverja ætt- ingja, sem grétu nú dauða þess. Aumingja hjartagóði maðurinn var alveg eyði- lagður af þessu öllu. Hann reis nú á fætur og barði í borðið. »Eg skal aldrei bragða kjöt oftar«, sagði hann. »En hann var nú orðinn glorhungraður af öll- um þessum hugsunum. Hann gekk þess vegna niður í garðinn sínn og ætlaði að ná sér í hand- fylli af salati og radisum og dálitið af jarðar- berjum. En einmitt þegar hann ætlaði að fara að siíta upp salatið, heyrði hann kallað: »Ó guð minn góður, á eg nú að deyja?« Maðurinn hrökklaðist aftur á bak og starði ótta- sleginn á salatið. »Ert þu nú líka lifandi?« spurði hann. »Nú, af hverju skyldi eg ekki vera lifandi«, sagði salatið. »Er það af því að eg get ekki flogið eins og fugl, hlaupið um eins og mús eða mjálmað eins og köttur? Sérðu ekki, að eg vex og þrýfst? Eg borða með rótunum eins og þú með munn- inum. Maturinn meltist í blöðum minum, eins og hann meltist í maga þínum. Eg gleðst yfir sólinni og góða veðrinu alveg eins og þú eða fuglinn. Ef eg fæ að lifa, ber eg blóm og fræ. Fræin eru börnin mín, eins og þú skilur. En nú á eg að deyja«. »Nei, í öllum bænum«, sagði maðurinn. »Eg vil ekki fyrir nokkura muni gera þér mein. Mér nægja alveg radísur. Hann flýtti sér nú að radisubeðinu og tók upp eina stóra. »Ó vei mér!« andvarpaði radísan, og svo dó hún. Maðurinn rak upp hljóð og sleppti henni. »Varst þú nú lika lifandi?« sagði hann. En hún gat ekki svarað, því að hún var dáin. En ein af þeim, sem voru lifandi i beðinu, svaraði fyrir hana. »Auðvitað erum við lifandi«, sagði hún. »Hvað annað? En við vitum, að við eigum að deyja. Við erum bara ræktaðar til þess að gleðja maga mann- anna, þessara ógurlegu átvagla, sem aldrei hugsa um annað en mat, og éta allt, sem kemur nálægt þeim. Það eru ekki til i heiminum verri morð- ingjar, eða meiri morðingjar«. »Eg er hvorki morðingi né ræningk, sagði maðurinn. »Eg skal alls ekki borða ykkur, eg get stillt hungur mitt með nokkrum jarðarberjum« ... »Auðvitað«, sagði radísan. »Drepa verður hann. Heldur hann þessi mann- bjálfi, að jarðarberin hafi ekki líf og tilfinningu líka?« Maðurinn flýtti sér nú inn úr garðinum og sett- ist inn í stofu og grét. Hann sá, að hann mundi deyja úr hungri, ef hann ætti ekki að verða morðingi. En það gat hann alls ekki hugsað sér. Framh. o OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO o

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.