Æskan

Volume

Æskan - 20.04.1932, Page 6

Æskan - 20.04.1932, Page 6
38 ÆSKAN Fóstra hans hafði kvatt hann með þessum orðum: »Elskaðu guð og treystu honum, og breyttu við alla menn eins og þú vilt að þeir breyti við þig«. Sigurður fór nú í vist til ungra hjóna, nýgiftra. Þar lærði hann algenga vinnu, og bóndinn kenndi honum að skrifa. Bóndi fór til sjávar um vetur- inn, en Sigurður hjálpaði húsfreyju að hirða um heimilið. Hjónin eignuðust barn á hverju ári, og varð þröngt í búi hjá þeim, því að flskileysi var og hart árferði. Bóndinn sagði við Sigurð: »Eg skal borga þér kaup, þegar guð gefur góð- an aflacf. En er svona hafði gengið í átta ár, andaðist bóndinn. Ekkjan bað nú Sigurð blessaðan, að vera hjá sér áfram og sagði: »Eg get ekki lofað þér kaupi, en eg á góðan föður á himnum, sem eg seint og snemma skal biðja að launa þér fyrir mig«. Sigurður var nú hjá konunni og hjálpaði henni til þess að koma börnunum upp. Aldrei fékk hann annað kaup en föt og fæði. Þegar hann hafði verið þar í tuttugu ár, þá deyr konan. Sigurður er kyrr í sveitinni um sumarið, en um haustið leggur hann af stað í ferðalag um ókunn héruð, og segir vinum sinum, að nú ætli hann að sækja tuttugu ára kaupið sitt. Er þar fyrst frá ferðum hans að segja, að hann kemur á bæ nokkurn. Hittir hann þar engan heima. En er hann litast um, sér hann að fólk er þar niður við sjóinn. Gengur hann þangað. Sér hann þá kindur úti á skeri, nokkuð frá landi. Kona ein kom á móti honum og sagði: »Eg held, að guð sendi þig til mín. Þú sér, hver vandræði hafa hér orðið. Eg átti að líta eftir án- um með börnunum, en vissi ekki af fyrr en farið var að flæða. Karlmenn eru í kaupstað á bátnum og hestar langt burtu. Hefi eg reynt að kalla og hóa, en ærnar hafa ekki litið upp«. Sigurður gengur nú niður að sjónum og litast um. Sér hann þar viðarköst, nær sér þar í langan lurk og hugsar sér að reyna að vaða út í skerið. En er hann er kominn nokkur fótmál frá landi, sér hann ærnar koma siglandi, allar með tölu. Snýr hann þá við, en konan þakkar honum fyrir hjálpina. En hann segir, að ekki skuli hún þakka sér, heldur guði. Sigurður gisti þar um nóttina. Morguninn eftir, er hann kvaddi konuna, segir hún: »Þú kemur hérna, þegar þú fer um aftur, þá vona eg, að bóndi minn verði heima og launi þér hjálpina«. Hélt nú Sigurður áfram ferðinni og kemur skömmu síðar þar, sem tveir menn eru í áflogum. Börðust þeir mjög um. Þeir, sem viðstaddír voru, reyndu að ganga á milli, en uiðu frá að hverfa, hver á fætur öðrum. Sigurður spurði, hverju þetta sætti. »Þetta eru bræður«, var svarað. »Þeir voru að skipta með sér arfi, og með því að þeir voru ekki ásáttir um skiptin, varð úr að þeir fóru að glíma, og á sá að fá jörðina, sem fellir hinn«. Sigurður gengur nú fast að bræðrunum, snertir þá og biður þá hætta. Brá þá svo við, að þeir sleppa tökunum, líta fyrst á Si^urð, og svo hvor á annan, en siðan urðu þeir niðurlútir. Sigurður biður þá að sættast, og eru þeir fúsir til þess. Bjóða þeir Sigurði heim með sér, og er hann hjá þeim um nóttina. Um morguninn segir eldri bróðirinn: »Það er undarlegt, hver áhrif nærvera þín hefir á mig, Sigurður. Nú finnst mér það óhæfa, að eg skuli hafa ætlað að hafa jörðina af bróður mín- um með handalögmáli. Við bræður fengum fimm jarðir að erfðum. Urðum við fljótt ásáttir um skiptin á fjórum þeirra. En nú vildi eg vita, hvort þú, bróðir, hugsar eins og eg? »Já«, greip yngri bróðirinn fram í. »Eg var ein- mitt að hugsa um það, að Sigurður væri bezt kominn að jörðinni, því að ekki vildi eg eiga hana eftir þetta, og þykist eg vita, að þér sé eitthvað svipað innanbrjósts«. »Þú átt kollgátuna«, sagði eldri bróðirinn, »og ekkert skil eg í því, hvaða illur andi hefir stjórnað okkur, er okkur datt í hug að fljúgast á út af arfi okkar. En nú er jörðin þín eign, Sigurður, og hafðu þökk fyrir, að þú afstýrðir meiri vand- ræðum«. Sigurður þakkar þeim nú gjöfina, og talaðist þannig til, að hann skyldi taka við jörðinni i næstu fardögum. Kvaddi hann nú bræðurna og heldur svo áfram ferð sinni. Segir ekki af honum, þar til hann kemur enn að bæ. Drepur hann á dyr, og kemur gömul kona til dyranna. Hún bauð hann velkominn og segir: »Mér lízt þann veg á þig, að þú munir kominn til þess að hjálpa okkura. Sigurður spyr, hvort nokkuð sé að. »Bóndinn hérna er sonur minn«, svarar konan. »Hann er nýbúinn að missa konuna sina og harm- ar hana svo mjög, að hann neytir hvorki svefns né matar, og sinnir engu. Eg er hér ein með sex börnin hans, og er það elzta tíu ára, svo að þú getur nærri, hve heimilið er illa statt«. Konan bauð nú Sigurði að koma inn. Sá hann, að bóndi lá þar í rúmi og var mjög sorgbitinn. Sigurður gengur til hans, tekur í hönd hans og

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.