Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1932, Blaðsíða 2

Æskan - 01.07.1932, Blaðsíða 2
58 ÆSKAN Átta dagar voru liðnir. Ungfrú Ruud hafði komið til þeirra daglega, en í kvöld var hún ákaflega al- varleg og svaraði fáu spurningum Bergljótar. En hún var við og við að spyrja, hvort mamma mundi ekki koma bráðum heim aftur. Morguninn eftir, áður en telpurnar voru komnar á fætur, var dyrabjöllunni hringt. Karen opnaði. t*að var ungfrú Ruud, sem komin var. Bergljót spurði óttaslegin, hvort mömmu sinni hefði versnað. Þá svaraði kennslukonan: »Vesalings barn, mamma þín dó í nótt«. »Mamma, mammal Eg vil komast til mömmu«, hrópaði Bergljót í örvæntingu, og Karen fór líka að hágráta. Þegar telpurnar voru orðnar ofurlítið rólegri, sagði ungfrú Ruud þeim, að hún hefði fengið frí í skólanum, til þess að geta farið með þeim til sjúkrahússins. Frú Holm lá þar með lokuð augu og bros á fallega andlitinu. Telpurnar byrjuðu aftur að gráta, þegar þær sáu hana svona, og Bergljót hrópaði og kallaði á mömmu sína. Og nú, er Karen sá fóstru sína liggja þarna kalda og kyrra, skildi hún til fulls, hve hræðilegt það var, að þær voru báðar orðnar móðurlausar. Ungfrú Ruud lofaði þeim að gráta í friði. Það var erfitt að íinna huggunarorð við svo þuDgum harmi. Klukkan níu fylgdi hún þeim heim til ömmu, og bað þær að fara inn til hennar og segja henni sjálfar frá láti móður sinnar. Síðan bað hún þær að vera kyrrar hjá ömmu, en lofaði að koma til þeirra seinna um daginn. Gamla konan tók sorgarfréttunum með mestu stillingu. Hún hafði misst svo marga ástvini áður — og var orðin vön mótlælinu — sagði hún sjálf. Það var heppni fyrir þær allar þrjár, að ungfrú Ruud hjálpaði þeim, dagana, sem nú fóru í hönd. Hún lét flytja rúm telpnanna heim til ömmu. Hún bjóst við, að bezt væri fyrir þær að vera allar saman, fram yfir jarðarförina. Hún sá líka að öllu leyti um hana. Telpurnar í bekknum þeirra fóstur- systra tóku sig saman um að gefa blómsveig á lustuna. — Það var ósköp raunalegur dagur, þegar frú Holm var borin til moldar. Telpurnar gleymdu þeim degi aldrei. Og næstu dagar voru daprir og dimmir. Karen vonaði, að hún fengi að vera hjá ömmu framvegís. En hún þóttist vita, að hún yrði að fara í vist, seinni hluta dagsins. Amma var ekki svo rík. Hún hafði heyrt þær tala saman, ungfrú Ruud og ömmu. Ungfrú Ruud hafði sagt: »Ef okkur tekst að selja húsgögnin, þvottahúsið og öll áhöldin með bærilegu verði, þá hafið þið Bergljót nægilegt til að Iifa af, og Bergljót getur haldið náminu áfram, þegar hún stækkar, eins og móðir hennar óskaði«. Regar jarðarförin var afstaðin, fóru báðar telp- urnar aftur í skólann. Þær gengu til allra bekkjar- systra sinna og þökkuðu fyrir kranzinn. Þann dag var hljótt og hátíðlegt í skólastofunni. Bergljót og Karen sátu þar svartklæddar og alvarlegar. Og hinar telpurnar urðu ósjálfrátt kyrrlátar. Þær lang- aði til að sýna telpunum samúð, sem höfðu misst svo mikið. Skólastundirnar voru liðnar. Telpurnar voru að leggja af stað heim til sín. Þá kom ungfrú Ruud til Karenar og sagði: »Eg kem til ykkar i kvöld, til þess að tala við ömmu um framtið þina«. Karen sagði ömmu frá þessu. Hún hristi höf- uðið og sagði ógn alvarleg: »Æ, já, Karen mín. Eg sé engin úrræði. Eg veit, að þú skilur það sjálf, að hér er ekki rúm fyrir okkur þrjár, í þessari stofukytru minni. Og pen- ingarnir eru líka af æði skornum skammti«. Telpurnar elduðu matinn, en amma sat í stóln- um sinum og sagði þeim fyrir verkum. Á eftir þvoðu þær upp og löguðu til, svo að allt liti sem bezt út, þegar kennslukonan kæmi. Karen tók á móti henni i anddyrinu. Hún horfði á hana, eins og hún vildi lesa út úr henni, hvað hún ætlaði sér með hana. Nú vissi hún, að hún gat ekki fengið að vera, hjá ömmu Bergljótar, framvegis. Ungfrú Ruud bar strax upp erindi sitt. Hún sagði, að sér væri farið að þykja vænt um Kar- enu. Hún gæti ekki hugsað til þess, að hún færi nú til einhverra ókunnugra, þar sem henni liði ef til vill illa. — Og ef Karen vildi það sjálf — þá kvaðst hún hafa hugsað sér að taka hana sér í dóttur stað, sem kjörbarn. — »Eg hefi nógar tekjur til þess, og á þar að auki dálítinn arf eftir foreldra mína«, sagði hún að lokum. Karen hafði hlustað á allt þetta þegjandi. Hún gat varla trúað sínum eigin eyrum. Kjörbarn! Það gat ef til vill þýtt eitthvað annað en hún hélt. — En þegar ungfrú Ruud sneri sér að henni, lagði höndina á öxl hennar og sagði: »ViItu vera litla stúlkan mín, Karen? Eg vil svo fegin ganga þér í móður stað«, þá gat enginn efi

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.