Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1932, Blaðsíða 6

Æskan - 01.07.1932, Blaðsíða 6
62 ÆSRAN hann gömlum manni fátæklega til fara, sem hélt á blævæng í hendi. Á blævængnum stóð skrif- að með skýru letri þessi setning: »Sérhver maður getur eignazt mig fyrir föður«. Maðurinn varð mjög hissa, er hann las þetta. En þarna var tækifærið. Nú hafði hann fundið þann, sem hann leitaði að, og hann bað gamla manninn að koma með sér heim. Öldungurinn varð hugsi. »Eg vil gjarnan koma með þér«, sagði hann, »en eg er hræddur um, að eg verði ykkur til byrði, því eg þarf að borða, en get ekki unnið«. Með það gekk hann burtu. t*egar maðurinn kom heim og sagði konu sinni frá því, sem við hafði borið, varð hún reið og á- vítaði hann: »Dæmalaust gaztu verið heimskur, að koma ekki heim með hann, þá hefðu dreng- irnir eignazt afa, og við bæði föður, sem gat gætt drengjanna, þegar við erum á akrinum. Nú verð- ur þú að fara og sækja hann«. Konan opnaði dyrn- ar, og maðurinn hljóp út og flýtti sér eins og fæt- ur toguðu að sækja gamla manninn með blæ- vænginn. Þegar heim kom, var mikið nm dýrðir. Dreng- irnir fögnuðu gamla manninum eins og hann væri afi þeirra, og konan heiðraði hann eins og tengda- föður. Matur var af skornum skammti, en gamli maðurinn fekk alltaf það bezta, feitasta fleskið og beztu hrfsgrjónin. Hjónin ávörpuðu hann alltaf með brosi á vörum. Gamli maðurinn vissi um fátækt þeirra og tal- aði því oft um að fara, en þau máttu ekki heyra það nefnt. Þegar hungurmánuðirnir komu, en það eru næstu mánuðir fyrir uppskeruna, þegar gömlu hrísgrjónin eru búin, en þau nýju ekki fullþrosk- uð, þá var þröngt í búi. En hjónin reyndu að dylja gamla manninn þess. Þau seldu i laumi Angi, yngri drenginn, hjónum i nágrannaþorpinu, fyrir 20 dali. »Hvar er Angi?« spurði öldungurinn. »Hjá móðurföður sínum«, var svarið. Vikur liðu og ekki kom Angi. Aftur spurði gamli maðurinn, og nú gátu þau ekki lengur leynt hann hins sanna. Þau höfðu selt drenginn til þess að geta látið afa líða vel. Samt létu þau hann ekki fara. Þegar allar vistir voru nær þrotnar, tók gamli maðurinn hatt sinn og staf og kvaddi hjónin góð- hjörtuðu, sem höfðu reynzt honum svo vel. Gamla blævænginn skildi hann eftir, til minningar um veru sína. »Farið með hann á veðlánastofuna«, sagði hann, »þar fáið þið fyrir hann 100 dali. Fyrir 50 skuluð þið kaupa út son ykkar, en fyrir hina 50 skuluð þið ferðast til Kanton og heimsækja mig þar. IJið munuð eflaust finna mig, því að allir í þeirri borg kannast við mig. Svo fór gamli maðurinn, en hjónin sátu eftir í eymd og volæði. Hungrið svarf að, enginn eyrir var til að kaupa mat fyrir. Ekkert korn til, engin hrísgrjón, engar kartöflur. Hvað áttu þau að borða ? Þá datt konunni blævængurinn í hug. Hún hafði læst hann vandlega niður í kistu. Hún bað mann sinn að fara með hann, en hann var ófáanlegur til þess. »AUir draga dár að mér«, sagði hann, »ef eg býð þennan gamla og slitna blævæng fyrir 100 dali«. Tveir dagar liðu. Drengurinn þeirra grét af hungri. Þá tók konan blævænginn upp úr kistunni og sendi mann sinn með hann. Hann fyrirvarð sig fyrir gamla blævænginn, þeg- ar hann kom inn í veðlánastofuna ogsá vel klædda kaupmanninn sitjandi yfir reikningsbókunum sín- um. »Hvað viltu fá fyrir hann?« spurði kaupmað- urinn, þegar hann sá blævænginn. »Hundrað dali«, sagði bóndinn, lágt og hikandi. »Gerir þú þig ánægðan með 100 dali?« sagði kaupmaðurinn, og taldi 100 skínandi silfurdali fram á borðið. Hann vafði þeim innan í pappír og fékk manninum. Hundrað dalir I Hann gat varla trúað sínum eig- in augum. Hann stakk peningunum í vasa sinn eins og hann væri í leiðslu. Með 50 fór hann til þess að kaupa út son sinn. Hina 50 fékk hann konu sinni, sem réði sér ekki fyrir fögnuði yfir að sjá son sinn aftur. Það var þá satt, sem öldungurinn hafði sagt, þótt það virt- ist ótrúlegt. Þegar þau höfðu áttað sig eftir mesta fögnuð- inn, tóku þau að undirbúa ferðina til Kanton. Eftir margra daga erfiða sjóferð, stigu þau loks á land í Kanton, þreytt og svöng. Þegar þau sáu mörgu, þröngu og skuggalegu göturnar, háu húsin og manníjöldann, sölutorgin og búðirnar, stóðu þau agndofa og ráðalaus. Þau voru svo kvíðafull yfir þvi að þau myndu ekki finna öldunginn. Þau gátu ekki komið sér til að ávarpa neinn. Hver ætli kannist við gamla, hruma og fátæklega manninn, sem þau voru að leita að ? Loks hertu þau upp hugann og spurðu konu eina, sem þau mættu með körfur tvær á bakinu, hvert þau ættu að halda. »Eg get vísað ykkur til vegar«, sagði hún með lotningu, þegar hún heyrði öldunginn nefndan. »Gangið beint áfram, inn í miðja borgina. Þar munuð þið finna hann«.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.