Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1932, Blaðsíða 8

Æskan - 01.07.1932, Blaðsíða 8
64 ÆSKAN j^alcLx?al$arlxnn gobi. 1. wPætti pér ekki gaman að reyna köfunarhjálminn|þinn?« spurði galdrakarlinn góði. — Þeir Pétur og hann sátu báðir á sömu trjágreininni úti í garðinum. 2. Peir hjálpuðust nú að pví að koma köfunarhjálminum niður að tjörninni. »Kipptu í bandið, ef eitthvað kemur fyrir«, sagði karlinn, »og vertu ekki hræddur«. 3. Pétur setti á sig köfunurhjálminn sinn, og galdrakarlinn góði lét hann síga variega niður í hið tæra vatn. Petta var ákaflegg gaman! — Pétur litli leið hægt og hægt niður í gegnum vatnið. Stórir skógar grænna vatnajurta voru þarna allt í kringum hann. 4. Petta var einkennilegur heimur. Niðri í vatninu syntu stórir, marglitir kuðungar, og inni á milli vatnajurtanna höfðu flskar búið sér til hreiður. 5. Æ! Hræðilegur hákarlkom allt í einu að Pétri með gap- andi gini. Pað var reyndar hornsíli, sem kærði sig ekki um neinar drengjaheim- sóknir. 6. Pétur varð dauðhræddur og honum sortnaði fyrir augum. En allt i einu mundi hann eftir því, sem galdra- karlinn hafði sagt, og kippti í bandið. 7. í sama vetfangi fékk Pétur sína eðlilegu stærð. »Eg sá, að komið var í ó- efni«, sagði litli karlinn. nKomdu nú strax upp úr og farðu í þurr föt«. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCXIOOOCXJOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO OOOO ooocoo»oflooMo»o«oMooooOOOO o o g ORÐSENDINGAR ° Gjalddagi y>Æskunnar« var 1. júlí. Vonandi sýna kaupendurnir sömu góðu skilsemina og áður, enda þarf blaðið á miklum peningum að halda í júlí og ágúst. Petta biðjum vér alla velunnara blaðsins að athuga. Sendið borgunina í póstávísun, það er bæði ódýrara og meiri trygging fyrir því að hún komi til skila. Sendið ekki borgun í almennu bréfl. Pað hefir oft komið fyrir, að þau hafa misfarizt. Fimmtán fgrslu árg. »Æskunnar« (1 eintak) óskast keypt. Hátt verð. Afgreiðsluna vantar tilfinnanlega þessi blöð: 1. og 2. blað frá 1929. 1., 3., 4. og 5. blað frá 1930, og 1. blað frá 1931. Blöð þessi verða með þökk- um þegin, ef einhver kynni að hafa þau aflögu. Munið eflir kaupbœti þeim, sem »Æskan« gefur nýjum kaupendum, og minnist verðlauna þeirra, er hún veitir þeim, sem útvega marga nýja kaupendur. Bendið afgr. á nýja útsölumenn. í Ólafsvík vantar mann, sem vill vinna fyrir blaðið. Ritstjórnar-utanáskrift: Margrét Jónsdóttir, kennari, Pórs- götu 3, Rvík. Afgreiðslu-utanáskríft: .Tóh. Ögm. Oddsson, Njálsgötu 71, eða »Æskan« Box 14, Rvík. • oooooooooooooooOooooooooooooooo • Gjalddagi blaðsins var 1. júlí. Ritstjóri: Margrét Jónsdóllir. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.