Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1932, Blaðsíða 4

Æskan - 01.07.1932, Blaðsíða 4
60 ÆSÍtAN »Hvernig líður þér?« spurði Bergljót daginn eftir, þegar þær hittust í skól- anum. »Mér líður ljómandi vel. t*að er bara allt svo fínt og fallegt — og eg þarf ekkert að gera. — Hún á svo mikið af allskonar bókum, og eg raá gjarna lesa í þeim. En eg er hálf hrædd um, að ungfrú Ruud sjái eftir þessu. Það er svo leiðinlegt, þegar eg get ekkert gert fyrir hana«. »Já«, svaraði Bergljót. »En hún ætlar að taka þig sem dóttur sína. Hvað kallar þú hana?« »Ungfrú Ruud, auðvitað. En hún heitir Lára«. »Þú getur náttúrlega aldrei kallað hana annað, þar sem hún er búin að vera kennari þinn«, sagði Bergljót fullorðinslega. »Hvernig liður ömmu?« spurði Karen. »Hún er nokkurn veginn frísk, en hún and- varpar svo oft. Hún er víst að hugsa um mömmu — og það geri eg líka«, sagði Bergljót og hallaði sér upp að Karenu. Og nú fóru þær báðar að gráta. Litlu seinna sagði Karen: »Eg ætla að biðja um að Iofa mér að koma til þín í kvöld«. »Æ, já, gerðu það. En ætli þú fáir nú að fara?« sagði Bergljót. Áður en Karen hafði nefnt þetta, sagði Lára, þegar þær sátu að miðdegisverði: »Langar þig ekki til að bjóða Bergljótu að koma hingað á eftir, að drekka kaíTi. Þið getið svo farið til ömmu Bergljótar og spjallað við hana. Eg gæti trúað, að henni leiddist, aumingja gömlu konunni. Eg kem klukkan 8 og sæki þig«. »Þetta vil eg gjarna«, svaraði Iíaren. »Bergljót var líka búin að biðja mig að koma. En það er alveg óþarfi að sækja mig. Eg get vel komið ein«. »Eg þori ekki annað. Eg veit ekki nema að þú læðist niður í kjallarann hjá bakaranum og sofnir þar«, sagði ungfrú Ruud hlæjandi. Karen hló líka. Hún var fegin því, að ungfrú Ruud gat gert að gamni sínu, er hún minntist á þenna tíma, sem hún sjálf skammaðist sín svo mikið fyrir. — f*etta gekk allt eins og í sögu. Bergljót kom, skemmti sér vel og dáðist að hinu nýja heimili Karenar. Síðan fóru þær báðar til ömmu og varð hún fegin að sjá þær. Þannig leið kvöldið, þar til ungfrú Ruud kom og sótti Karenu. (Framh.) oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Skólabörn á ferðalagi. FERÐALOG »Sumarið er komið og sólin blessuð skín«. — Börnin, sem sitja á skólabekkjunum allan veturinn, eiga að nota einn eða tvo sólskinsdaga af sumr- inu til að ferðast, og helzt fleiri, ef nauðsyn krefur ekki, að þau hjálpi pabba og mömmu eitthvað þann daginn. Enginn árstími hentar þeim betur til ferðalaga en sumarið. Þá er auðveldast að bera sig yfir, og ekki mun aðra tíma fleira eða fegurra að sjá, en á sumrin. Ferðalög hafa ákaflega holl og góð áhrif á hvern sem er. Menn verða hressari í bragði og glaðari í lund. Störfin á eftir verða léttari og ljúfari, og lengi á eflir er hentugt samtals- og skemmtilegt um- hugsunar-efni að fá i minningarsjóði ferðarinnar. Ungu vinir, nær og fjær! Jafnaldrarnir ykkar, sem þið sjáið þarna á myndinni, biðja kærlega að heilsa ykkur öllum, með þeim skilaboðum, að það sé nauðsynleg hressing að ferðast. Þau hafa félag, sem hefir það meðal annars á stefnuskrá sinni, að gangast fyrir einni skemmtiferð barna og ung- linga, héðan úi sveitinni, á hverju sumri. Þetta fé- lag heitir 'oÆskama, eins og hún vina okkar, sem kemur með hverjum pósti. Annárs hefir þetta fé- lag fleira fyrir stafni. Það heldur fundi, starfrækir bókasafn, sem það sjálft stofnaði, og hefir með höndum útsölu »Aískunnar«. Þarna á myndinni eru litlu ferðalangarnir komnir langt fram á afrétt. Eru þar að ríða yfir á, rétt fyrir neðan ofurlítinn foss. Á gráa hestinum, sem er í miðri ánni, sitja tveir kapparnir. Einn var nefnilega hestslaus, þegar til átti að taka, en eins og þið vitið, þá dugir ekki að drepast ráðalaus.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.