Æskan

Volume

Æskan - 01.08.1932, Page 3

Æskan - 01.08.1932, Page 3
Kýr: Eg fæ nú ekki lengi að umgangast kálf- ana mína. Peir eru teknir frá mér nýfæddir. Og ekkert er hirt um, hvort mér líkar betur eða ver. Pó var það einu sinni, að dóttir mín bað um að gefa sér líf. Og hún fékk að lifa. Maðurinn stóð með morðvopnið fyrir framan blessaðan kálfinn minn, og ætlaði að lítláta hann eins og hina kálf- ana mina. En þegar vesalingurinn mændi vonar- augum á manninn og bað um líf, hvað eftir annað, þá klökknaði hjarta hans. Kría: Það væri ekki ónýtt fyrir nautkindurnar að geta flogið eins og kríurnar. Þá gætuð þér flúið, þegar ætti að hfláta yður. Kýr: Ekki leiðist þér að masa um flugvitleysuna. Þér eruð nú drepnir, fuglarnir, þótt fleygir séuð. Kría: Jú, að vísu, en hvað myndi verða, ef vér gætum ekki lyft oss frá jörðu? Vitanlega heyjum vér líka stríð í loftinu. Mikið eigið þér hæga daga, nautgripirnir. Þér þurfið ekkert að hafa fyrir lífinu. Kýr: Átakanlegt er þekkingarleysi þitt, kríu-hismi. Satt er það að vísu, að vér erum engir þrælar. Erfiði vort er þó talsvert, örðugleikar margir og þjáningar miklar. Vatnsskortur er oft ægilegur og hættulegt að ná í vatnið. Kostar það oss tíðum lemstrun eða líf. Vér fáum oft illt að drekka og of lítið, slæmt að eta og erum í loltlitlum húsum. Flugur angra oss, hundar elta oss og bíta, og ekki er það ótítt, að menn sparki í oss og berji oss. Júgur vor eru kreist og kramin, ýmist með höndum eða vélum, hálsböndin fara illa og eru óþjál, og halaböndin þvinga oss. Pau eru sjaldan mátulega löng. Vér erum sárfættar á vegunum, og vírarnir rifa oss. Oft eru engir til að hjúkra oss, þegar vér berum. Kálfarnir liggja í flórnum allar nætur, og er ekki sjón að sjá þá, er rekkar risa. Aumingjunum litlu líður hræðilega. Þetta bakar oss hugarangur og megnustu óþægindi, andlega og likamlega. Það fær á kýrsálina að vita afkvæmi sitt í flórnum og geta ekki liðsinnt þvi. Þú ættir að heyra bljóðið í kynsystrum mín- um, þegar svona stendur á. — Kría: Jú, jú, þetta er sjálfsagt þreytandi. En þér þurfið ekki að strita. — Kýr: Nei, ekki að jafnaði. En vér hlaupum stöku sinnum í að breiða. Þá ættir þú að sjá til vor. Vér megum heita jafnvígar á að breiða föng, drýli sæti, lanir, galta og bólstra. Eg held vér slögum upp í vélarnar þeirra hérna að hraðvirkni, þegar Vér erum tíu til þrjátiu saman, og nóg er viðáttan. Kría: Og þrátt fyrir þetta eru mennirnir vondir við yður. Kýr: Já, oft og tiðum. En geta ber þess, að til eru bæði nákvwmir og góðir menn. Þeir hjálpa oss í nauðum. Þeir liðsinna oss, þegar vér erum ósjálfbjarga. Þeir draga oss upp úr dýjum, foræði, skurðum, pyttum og mógröfum. Þeir græða sár vor, lina þjáningar vorar, kemba oss og klóra, þvo og baða. Og margir eru farnir að byggja oss hallir. Kría: Hverjir fá úr yður mjólkina? Kýr: Mennirnir, mest alla. Kiía: Þér ættuð þá að geta borið kveinstafi yðar upp við mennina, ef þörf krefði. Kýr: Liklegt væri það. En þeir eru svo margir, sem skilja oss ekki. Kiia: Hafið þér engin samtök um málefni yðar? Kýr: Ó-nei, oss vantar forustu. Kría: Ræðið þér ekki mál yðar á þingum? Kýr; Nei, það er ekki mikið upp úr þingum að hafa. Hrafnarnir þinga, og hagur þeirra er ekki hótinu betri en vor. Þó eru þeir sagðir vitrari en vér. — Mennirnir skjóta þá, hræða þá og flæma þá frá bústöðum sínum. Það er ekkert ótítt, að hrafnar deyi úr skorti. En hvað er að vængnum þínum, kria góð? Kría: Pað kom í hann hagl, þegar strákurinn skaut. Vér áltum oss einskis ills von, en allt i einu kom haglhríðin. Einhverjar önduðust, en sumar limlestust. Kýr: Hver annast unga þeirra, sem falla? Kría; Það gera góðhjartaðar kríur, sem engin áttu eggin. Hvað fer þú nú að gera, þegar þú stendur upp, baulutetur? Kýr: Eg fer að bíta. Ekki veitir af. Og þrátt fyrir það, þó að eg sé einatt að, þá verður bóndinn að gefa mér mat. Kría: t*að er þægilegt að láta rétta allt að sér. Kýr; Það er ekki allt rétt að oss. Vér verðum að snöltra hér um skriður, holt, flög og sársnöggar mýrar og leita að því, sem oss finnst ætilegt. Hér er ekki eftir miklu að slægjast. Elflinguna viljum vér ekki, fyrnungur og snarrót þreyta oss. Star- unginn, horblöðkuna og brokið slöfrum vér í, en túnskikinn, sem vér eigrum á, er svo snöggur, bit- inn og troðinn, að þar er ekki hægt að fylla sig. Vér erum ekki mjög kröfuharðar, en oss langar til að hafa nóga töðu, og vatn eftir þörfum. Kria: Komið þér kýrnar oft saman til að skemmta yður? Kýr: Ekki oft. Einstöku sinnum hittumst vér frá mörgum bæjum í sveitinni, og þá er nú sungið. Þykir mikið að þeim söngvum kveða. Bassinn er þó oft veikari en skyldi, því að nautin eru svo fá og taka illa tilsögn. Primóbass- inn er furðulegur. Ungneytin annast hann. Blæ- fegurð raddarinnar er viðunanleg og þolið eftir Kruiuli. á bls. G9

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.