Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1932, Síða 5

Æskan - 01.08.1932, Síða 5
ÆSKAN 69 Þeir nota stórfenglegar lyftivélar, er lyfta frá jörðu hverju sem vera skal, með rafmagnskrafti. »Það er laglega af sér vikið«, segjum vér. En hvað má þá segja um byggingarmeistara, er gerðu nákvæm- lega hið sama fyrir árþúsundum síðan? Og án þess að þekkja eða nota þau hjálpartæki, er nú tíðkast. Þú kannast sjálfsagt við pyramidana, sem Egyptar byggðu, nokkrum þúsundum ára fyrir fæðingu Krists. En þú hefir ef til vill ekki heyrt, að »hangandi garðarnir« í Babýlon voru svo háir, að múrar þeir, er enn standa eftir, eru 102 metrar á hæð og 22 metrar á breidd. Og þetta eru þó að eins hálf hrundar rústir. Kínverska múrinn veizt þú eitthvað um. Hann var reistur í kringum 300 fyrir Krist, i stjórnartíð keisarans Che Huang Te, til þess að vernda ríkið gegn villtum nágrannaþjóðflokkum. Hann er hvergi lægri en 5 metrar, en 10 metrar er hann þar, sem hann er einna hæstur. Hann er svo breiður, að sex vögnum má aka samhliða uppi á honum. Og hann er að minnsta kosti 3000 kílómetrar á lengd, eða 300 mílur. Þetta er líka stærsti varnargarður veraldarinnar. Stærstur og fegurstur er kinverski veggurinn hjá Peking, hinni fornu höfuðborg Kínaveldis. Þar er hann 12 metrar á hæð og 18 metrar á breidd. Og upp frá þessum volduga steinvegg hefjast turn- arnir 9, yfir hinum 9 borgarhliðum. Þeir eru 24 metrar á hæð, og hver út af fyrir sig mesta furðuverk. Rómverjarnir fornu lærðu myndhöggvaralist og byggingarlist af Grikkjum. En þeir fundu einnig sjálfir upp á að framkvæma stórvirki í byggingar- list og verkfræði, sem minna mjög á byggingar Forn-Egypta og Babýloníumanna. Júlíus Cæsar lagði undir sig öll lönd umhverfis Miðjarðarhaf, á Krists dögum. Og eftir hans daga byggðu Róm- OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCK Framh. fra bls. 67 öllum vonum. Milliröddin má heita góð. Fyrsta kálfs kvfgur syngja hana, þessar, sem eru að kom- ast í kúatölu. En lagið sjálft er ágætt, enda syngj- um vér það, mjólkurkýrnar. — Þessi söngur er kallaður samsöngur og heyrist vfða. Verður hann að fara nokkurn veginn vel, því að söngdómarar eru kröfuharðir og lýðurinn allur söngvinn. — Syngið þér, kríurnar, í Nesi? Kría: Já, á hverjum einasta degi. Vér syngjum ástasöngva, tvísöngva og fjölsöngva. Einsöngvar eru hjá oss fátíðir. En — tiðkast fleiri skemmtanir meðal nautpeningsins? Kýr: Ekki svo teljandi sé. Vér iðkum lítilsháttar verjar varnargarða, kastala og vatnsleiðslur svo hrikalegar, að þessar byggingar gnæfa enn i dag sem risaverk. Eg hefi séð mikið af þessum mannvirkjum suður í Þýzkalandi. Þau finnast einnig á Englandi, Frakklandi, Spáni og Portúgal. Þau eru einnig lil í Norður-Afríku og Vestur-Asíu. Rómverjar lögðu stundum vegi, sem minna á kínverska múrinn. Eg sá frá lestinni hinn hrikalega Rómverja-veg: »Via romana della Emélia«. Hann var lagður á dögum Ágústusar keisara. Nútíma vegagerð er barnaleikur bjá sliku. Alþekktar eru hinar róm- versku vatnsleiðslur í Segovia á Spáni, og vatns- leiðslurnar i Rómaborg. Þær voru byggðar, þegar Claudius var keisari. Þær eru 60 kilómetrar, eða 6 mílur, á lengd. Þeir leiddu vatnið frá hálendi, helzt úr tæru fjallavatni, niður í rennu, er hvildi á sterkum múrbogum. Þessir múrar, allir í róm- verskum hringbogastíl, liggja langar leiðir yfir fjöll og dali, og eru stórkostlegt minnismerki um róm- verska byggingarlist. Mennirnir hafa byggt og grafið einnig í seinni tíð. Þú hefir heyrt getið um Panama-skurðinn og Suez-skurðinn. En veizt þú um Korintu-skurðinn? Hann er stórvirki. Hann er 22 metrar á breidd, og dýptin undir vatnsfletinum er 8 metrar; en þar sem skurðurinn liggur i gegn um fjallgarð, eru veggirnir til hvorrar handar sumstaðar 87 metra háir. Þessi skurður er 8300 metra Iangur. Vatnsleiðslur hafa menn einnig nú. Borgin Los Angeles í Ameríku hefir 378 kílómetra langa vatnsleiðslu. Og í einni borg í Ástralíu er vatns- letðsla, sem er 564 kílómetrar á lengd. En nú á dögum er vatnið ekki leitt á sama hátt og Róm- verjar gerðu. Nú er það leitt i pípum, sem liggja annaðhvort ofanjarðar eða niðri í jörðunni. Pýtt úr norsku. M. J. Dooooooooooœooooooooœoœooooooooooooooo sund. Það er gott haglendi hérna í grenndinni, en leiðin liggur yfir vog. Látum vér það ekki fyrir brjósti brenna og leggjum í voginn. Lengi fáum vér ekki að vera í þessu góða haglendi. Oss er jafnan fylgt aftur heim. Þá eru hestar og hundar í förinni. Er þá farið geyst. Állt það sund er fremur óreglulegt. En heyrt hefi eg til þess tekið, hve rólega vér kýrnar syndum og vel. Og áreiðan- leg baula hefir tjáð mér, að almenningi þyki vér tignarlegar á sundinu. Það kvað vera sagt, að vér minnum á hvæsandi kugga og hámöstruð hafskip. Kría: Fréttir segir þú mér, og hugði eg yður ekki svo frægar né fjölhæfar. Eruð þér fleiri iþróttum búnar?

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.