Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1932, Blaðsíða 5

Æskan - 01.10.1932, Blaðsíða 5
ÆSKAN 85 Hluti af garði umhverfis höfðingfabúsiað. allt lifandi, sem ekki hafði komizt undan. — Þeg- ar hraunflóðið storknaði, sást ekkert eftir af borg- inni, smátt og smátt gleymdu menn því naerri þvi, að þarna höfðu eitt sinn verið tvær borgir. Árin liðu. Árið 1689 fundust nokkrar rústir og áletranir, en menn veittu því svo sem enga at- hygli. Það var ekki fyrr en í kringum aldamótin 1800, að byrjað var fyrir alvöru að grafa í rúst- unum, undir vísindalegu eftirliti. Nú er búið að grafa upp mest- an hluta Pompeijborgar og einnig nokkurn hluta af Herculanum. Mörg húsin eru lítið skemmd og heflr verið gert við þau. Feiknin öll hafa fundizt af áhöldum, myndum og áletrunum, svo að menn hafa getað gert sér ágæta hugmynd um það, hvernig dag- legt líf manna hefir verið í þess- um litla rómverska bæ. Menn hafa fundið sölubúðir og vinnu- stofur með allskonar verkfærum, en það eftirtektarverðasta af öllu eru þó vegglimsmyndirnar i heldri manna bústöðunum. Pessar myndir eru mest teknar úr dag- legu lífi lægri stéttanna. En á myndunum eru blómskrýddir ástaguðir látnir vinna hin dag- legu störf, í stað þrælanna. Pessar myndir gefa ágæta hug- mynd um lifnaðarhætti manna á þessum fornu tímum. Menn hafa einnig fundið þá dauðu, er urðu undir öskunni, á flóttanum. Líkamir þeirra eru rotnaðir fyrir löngu og orðnir að dufti, en þegar askan storknaði, eða harðnaði, hefir holið eftir líkamann haldizt óbreytt. Þegar verið er að grafa í rústunum, og menn rekast á slíkar holur, þá er hellt fljótandi'gipsi niður í þær. Þegar gipsið harðnar fá menn þannig mót af hinum dauða manni. í Herculanum hefir fundizt mikið af dýrgripum og peningum. En það eru ekki aðeins slegnir peningar og skartgripir, sem eru mikils virði. Glerbrot, lítið ó- merkilegt verkfæri úr málmi, sem eigandinn hefir varla metið mik- ils, er nú stórkostleg auðæfi. Rannsóknirnar og gröfturinn fer þess vegna fram undir mjög ströngu eftirliti. Úllendir vísindamenn, sem eru á ferð, fá ekki einu sinni að skrifa upp athugasemdir sínar á þessum stöðum. ítalska ríkið vill hafa einkarétt á að gefa út skýrslur um árangurinn. En það eru líka unnin stórvirki undir umsjón italskra rann- Torgið i Herculanum, sem hefir venð grafið borgarlifið fgrir 2000 árum. var miðstöð fyrir V

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.