Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1932, Blaðsíða 6

Æskan - 01.10.1932, Blaðsíða 6
86 ÆSKAN sóknarmanna, og enginn efi er á því, að þessar týndu borgir munu rísa upp aftur, og heimurinn verður þá um leið tveimur stórkostlegum fornald- armenjum ríkari. En eins og áður var vikið að. Þetta eru ekki aðeins menjar til þess að geyma á söfnum. Sér- hver mynd, já, hver einasti hluti af sundurbrotnu verkfæri, hefir sína sögu að segja. Qg af öllum þessum smáhlutum geta vísindamennirnir ráðið, hvernig dagurinn hefir liðið hjá fólkinu í þessum litla, rómverska bæ, fyrir tvö þúsund árum siðan. — Undir heiðum himninum, í brennheitu sólskini suðrænna landa, þróaðist breytilegt líf á götum borgarinnar, sem nú liggja svo auðar og bljóðar. Á torginu kom saman fjöldi fólks, bæði verzlunar- menn og auðugir iðjuleysingjar. Torgið var fólkinu í þá daga eins og nokkurskonar dagblað. Þar fengu menn að heyra allar fréttir og nýungar. Ferða- maður, sem kom þangað frá heimsborginni Róm, leitaði strax til torgsins. Þar átti hann áheyrendur vísa. Þar gat hann sagt frá sigurförum og afreks- verkum hersveita úr fjarlægustu löndum jarðar. Þar sagði hann sögur frá hirð keisarans, og svo ótal margt og margt. Mest var um að vera i borginni, þegar skylm- ingaleikarnir fóru fram, eða þegar borgarbúar völdu sér fulltrúa. Þá skrifaði margur alþýðumað- urinn álit sitt með óþvegnum orðum á borgar- múrana. En fáir gáfu þessum skrifum gaum, í þá daga, en nú á dögum, þegar þessar áletranir eru aftur komnar fram í dagsljósið, þá eru þær ákaf- lega mikils virði fyrir fornleifafræðingana. Og það er einmitt vegna þess, að þær eru ekki gerðar með vandvirkni og nákvæmni eins og svo margar aðrar áletranir, að þær sýna betur raunveruleikann. Og það er eftirtektarvert að sjá, hve manneðlið hefir lítið breytzt í tvö þúsund ár. Þýtt úr dðnsku. M. J. OOOOOaOOOOOOItDOOOOOMMMMtOOO • • o e • • O • •••• OOOO OflOOtOOOtOOMOOOCOOOOOOOOOOOtOOOOOOOOi • • oooooooo Næturmyrkrið var að hverfa, Jörðin var öll húmi þakin eftir næturfrostið. Sólin var ekki komin upp. Það var komið haust. Heiman frá Dal þusti hópur manna með fjárhunda sína. Þeir skiptu sér uin fjöllin og smöluðu fénu saman. Það voru komnar göngur. Einn þeirra var Halli smali. Hann var kátur og gáskafullur, eins og hann var vanur, þegar hann var að leggja af stað í göngurnar. Það átti nú við hann. Þegar á daginn leið, kom hópur af kvenfólki og börnum að Dal. Þar var lögrétt, og í hana var rekið allt fé úr dalnum. Þessvegna komu frá öðrum bæjum þeir, sem vettlingi gátu valdið. Það voru sannkallaðir skemmti og sam- komudagar, göngudagarnir í Sauðadal. Fjárhópar fóru að koma ofan af fjall- inu, þegar komið var fram yfir hádegi. Hundgá kvað við í öllum áttum. Allt í einu komu fjárhóparnir niður Stekkás, og eftir nokkra stund voru margar þúsundir komnar að Skollagröf. Fólkið hópaðist saman i kringum féð. Eftir miklar þrautir og fyrirhöfn var allt féð komið í Skollagröf. Gangna- menn fóru síðan heim að Dal, til þess að borða. Hver maður hafði fengið mat að heiman, með fólkinu, sem kom í rétt- irnar, og allir voru orðnir matlystugir eftir hlaupin. Meðan þeir sátu að snæðingi, sögðu þeir frá æfintýrunum, sem þeir höfðu ratað í, i göngunum. En nú var ekki til setu búið. Undir eins, er snæðingi lauk, fóru þeir aftur til Skollagrafar og ráku féð inn í rétt- ina. Þeir urðu að flýta sér að draga, til þess að lenda ekki í myrkri. Sér- hvert heimili átti dilk í réttinni, og þangað var féð dregið. Þegar hver bóndi var búinn að draga allt það fé sitt, er hann kom auga á, taldi hann kaupstaðarféö úr og lét í þann dilk, er allir drógu f. Síðan taldi hann líflé sitt út, var þvi svo öllu hleypt úr fangelsinu í Skollagröf og málti vera sjálfrátt í fjöll- unum til næstu smalamennsku. Kvenfólkið hitaði kaffi, til þess að gæða mönnunum á, sem voru í hörku erfiöi. Krakkarnir léku sér í kriugum réttina, þau fóru í allskonar leiki, úti- Iegumannaleik, hafnarleik o. s. frv. Það var heldur glatt á hjalla. Þegar nýbyrjað var að draga, kallaði EinarvinnumaðuráHallasmataogsagði: »Hérna er nú lambið, sem eg lofaði þér í sumar, ef þú stæðir vel í stöðu þinni, og það gerðir þú prýðilega. Ærnar eru frjálslegar, þrátt fyrir ó- frelsið, og svo týndir þú engri. Hún er falleg hún Svartbuxa litla, og eg vona, að þér heppnist hún vel«. Halli þakkaði fyrir með mestu virktum. »Hérna eru skautarnir«, sagði Guð- raundur kaupamaður, hlæjandi. »Eg þakka þér fyrir þá ánægjn, sem þú veittir mér með því að sýna og sanna, að þú ert karlmenni en engin liðleskja«. Og Guðmundur afhenti Halla skautana. »Þá berast nú böndin að mér«, sagði Ragnar bróðir hans. Nú er fol- aldið eign þín, og um leið benti hann þangað, sem Stjarna var með Þyt sín- um. Mér datt það ekki í hug f vor, þegar eg lofaði þér því, að þú mundir vinna til þess í sumar«. Halli þakkaði nú fyrir sig, og var heldur hróðugur. Hann sá, að allt fólkið rak i rogastanz. »Jæja, Halli minn«, sagði pabbi hans. »Nú ert þú orðin eigandi að því, sem þér var lofað í sumar á túninu. Nú verð eg að launa þér með ein- hverju. Eg fóðra auðvitað kindurnar þínar og folaldið, og af þvi, að þig hefir alltaf langað til að fara í kaup- staðinn, þá ætla eg að láta verða af þvi að lofa þér það, og er bezt að þú fáir að fara með fjárrekstrarmönn- unum á morgun«. Halli varð himinlifandi glaður. Hann gleyradi alveg að þakka pabba sinum. Hann hafði alltaf langað til að fara í kaupstaðinn, en aldrei hafði verið hægt að lofa honum. En nú átti hann að fá þá ósk uppfyllta. Og það var að nokkru leyti honum sjálfum að þakka. Hann hafði Ieyst vel af hendi starf það, sem honum var trúað fyrir. »Hver er sinnar gæfu smiður«, segir máltækið. Það sagði hann við sjálfan sig, þegar hann var að hátta sig um kvöldið, og ætlaði að fara að sofa úr sér þreytuna, svo að hann yrði ólúinn að morgni. »Það er eflaust satt«, bætti hann við. »Eg ætla ætið að vinna vel verk mín og gjöra skyldu mina. Það mun efla hamingju mina«. Hann hélt þau orð sin og varð gæfumaður. Alfreð G. Stefánsson cis ára).

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.