Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1932, Blaðsíða 7

Æskan - 01.10.1932, Blaðsíða 7
Æ S K A N 87 |£)£)®®££)®£)®(9<2®£X£)££)9( ]0N Þ. BJORNSSON, FIMMTUGUR © Nú flylur Æskan mynd af góðvini sínum, Jóni Þ. Björnssyni, skólasíjóra á Sauðárkróki. Hann er fædd- ur 15. ágúst 1882 og því réttra 50 ára. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum, merkishjónunum Birni Jóns- syni hreppstjóra á Veðra- móti í Sauðárhreppi og konu hans, Þorbjörgu Stefáns- dóttur frá Heiði í Skagafirði. Jón útskrifaðist af Möðruvallarskóla og sigldi síðan til Danmerkur til kennaranáms. Þar dvaldi hann í 3 ár, og kom heim 1908, gerðist þá kennari við nýja barnaskólann á Sauðárkróki Jón P. Björnsion. og hefir starfað þar siðan. Sama ár stofnaði Jón unglingaskóla þar á staðnum og hefir alltaf veitt honum forstöðu. Þegar Jón kom frá Dan- mörku var hann fullur eldlegum áhuga og stál- vilja til að gagna þjóðfélagi því, sem hann tilheyrði, fann hann glöggt, hve áfengisnautnin var mikill óvinur æskulýðsins. Því var það, að 18. des. 1908 gerðist hann góðtemplari og tók að sér forstöðu barnastúkunnar »EiIífðarblómið« á Sauðárkróki. Síðan hefir Jón verið aðal-merkisberi banns- og bindindishreyfingarinnar í sínu byggðarlagi. Á Jóni hafa hvilt ýms ábyrgðarmikil trúnaðarstörf. Odd- viti hefir hann verið síðan 1913 og formaður sóknarnefndar í mörg ár, en aldrei hefir Jón verið svo störfum hlaðinn, að hann hafi ekki haft tima til að starfa fyrir regluna. í nafni Unglingarreglunnar á íslandi flyt eg af- mælisbarninu hamingjuóskir í tilefni af hálfrar aldar æfiskeiði, og vænti þess fastlega, að reglan megi en um langt skeið njóta starfskrafta hans. MagnÚS V. Jóhannesson, Stórgæzlum. Unglingastarfs. ®®® ®®® ®®® ®®® ®®® ®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®® ®®® ®®® HANI OG KISA^ Nú skal eg segja þér sögu, systir mín, væn og góð, eða þá búa til bögu, bara svo ofurstutt ljóð. Söguna skaltu segja, söguna heyra eg vil. Mér leiðist svo lengi að þegja, en ljóðmælin ekki eg skil. Hérna var eitt sinn hani, á haugnum hann stóð og gól. Pú veizt, að það æ er hans vani á vorin — og það fytir sól. Pá kom hún kisa að honum, sem klórar svo oft til blóðs. Eg veit, að þér þykir að vonum, þó væri það ekki lil góðs. Hún ættaði hanann að hremma, °g hrygginn hún setti í kút. — Pú mátt ekkert, Magga mín, skemma, hún mamma á þenna klút. Eg ætla mér ekkert að skemma, eg er svo fjarska stór. »Húd ætlaði hanann að hremma« En hvernig að iokunum fór? Hún stökk á hann allt í einu, °g aftan í hanans sté), hún beit, en hann bjóst ei við neinu °g bitið, það fór ekki vel. Haninn varð byrstur í bragði við bitið, og nærri datt. Og greyið þá gól ekki, en þagði og grimmeygur lagði undir flatt Já, haninn varð harla reiður, hjó fast og niður laut, þá var hann um bakið breiður. En blóðið úr kisu ilaut. Kettinum batnaði bráðum, og beztu’ urðu vinir þeir. Skapharkan hvarf úr þeim báðum. Hana’ eg kann ekki meir. © Komdu nú inn til hans afa, við áttum frí til nóns. Nú á litla stelpan að stafa í stafrófskverinu’ hans Jóns. Eg kem ekki strax inn að stafa, Steini minn, það er frá. Klukkan þrjú kem eg til afa, en kisu eg fyrst þarf að sjá. S. B. ®®®®S® ®®®®®®£)® S®®®®®®®®®®® 0»»o«ooooooo»oooo»oo«oocooooo««o»0 : DÆGRADVÖL S • o Felunafnavisur Karlmannanöfn B - - r - - u - - a -, - u.u -, - r - - u •, - - i, - i - — u -, - s - - ö - -, - ó- -n-, - n — ■ u -, --b —, - ó - - u -, — u--u-. M. H. Kvenmannanöfn G......g, A - - a. - u - - í - - r, - u - - ú -, - a- -e-, - -r-n, --g- - n, - a - - a, -i--í- u-, S - a - - o - -, - a - - a, - ó - u -. í. í. Stafatíglar Raðið þessum stöfum þannig niður í reit na, að þeir myndi: Ey við ísland, nes á íslandi, land i Evrópu, ey i Evrópu, fjallgarð í Nor- egi, verzlunarstað á Islandi. Fylliðauðu reitina bókstöfum, svo að þeir, ásamt stöfun- um sem fyrir eru og standa eiga ó- hreyfðir, myndi: Borg i Eistlandi, á í Rússlandi, ey við ísland, borg í Belgiu, á í Skotlandi. Krossinn i miðjum reitinum myndi ey við ísland. H. Rðgnvaldur B. (13. ára) Gátur Kvenmanns-, föður-, afa- og bæjarnafn. 1. Nafn mitt: háu hamrarnir, heimilið: kuldastaðir, er hann pabbi: enginn byr, en hann afl gamli: hlíf í styr. A A D D E | E E E F G H 1 111 V 1 í K K L L L M N N P R R R R R R S U V Ö R L V 1 N 1 Ð í G c 1 E

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.