Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1932, Blaðsíða 3

Æskan - 01.11.1932, Blaðsíða 3
ÆSKAN Ruud og brostu við og við, hvor framan í aðra. Allt í einu segir ungfrú Ruud: »Mér sýnist eitthvað hreyfast þarna, bakvið ofnhlífina, það skyldi þó ekki vera mús? Þorir þú að gæta að því, Karen?« »Já, það held eg«, svaraði Karen, stóð upp og gægðist yfir hlífina, en rak upp gleði og undrunar óp um leið: »Nei, nei! það er hvolpur, En hvað hann er fallegur. Á hann að vera hérna? Ætlar þú að ala hann upp?« Hún hafði dregið fram lága, kringlótta körfu. 1 henni lá ljómandi fallegur hvolpur og horfði á Karenu með skýrlegu, dökku augunum sinum. »Þú áttaðeiga hvolpinn sjálf«,svaraði ungfrú Ruud. »Þakka þér innilega fyrir, elsku mamma min! Má eg taka hann upp?« »Auðvitað! Eg keypti hann í gær. Lizt þér ekki vel á hann?« »Góði, fallegi, seppi minn!« Karen strauk hvolp- inn, gældi við hann og lagði hann undir vanga sinn. Feldurinn hans var dúnmjúkur og gljáandi sem silki. »Má hann fara með mér út á götu, þegar hann stækkar?« »Náttúrlega má hann það, og eg hugsa, að hann vilji það sjálfur og fái vilja sínum framgengt, Þú ættir að þakka Kristínu. Eg hefi aldrei fengið leyfi til þess áður, að hafa hund í húsinu.« Ungfrú Ruud leit ertnislega til Kristínar. Kristín ræskti sig, en svaraði engu. »Þakka þér ástsamlega fyrir, Kristín mín«, sagði Karen og rétti Kristínu hvolpinn. Taktu á honum, finndu hve skinnið er mjúkt«. Kristín leit á hvolpinn og klóraði honum bak við eyrun. Hún sagði um leið, að það væri ljóti óþrifnaðurinn að hafa hund inni í stofum, en hún brosti samt blíðlega. Tuttugu og átta telpur komu í afmælisfagnað Karenar. Það var heldur en ekki glatt á hjalla. Karen gleymdi jafnvel óframfærni sinni, hvað eftir annað, og fylgdist með í öllu gamninu. Telpurnar dáðust allar mjög að hvolpinum, og Karen varð við og við að taka hann upp og láta vel að honum. Eitt sinn, er hún stóð með hvolpinn i fanginu, var kallað á hana innan frá borðstofunni. Nú átti hennar flokkur að búa til málsháttaleik. Karen lagði þá hvolpinn í kjöltu fósturmóður sinnar og sagði. »Vertu nú þarna hjá henni ömmu þinni, rétt á meðan«. Ungfrú Ruud þótti innilega vænt um þessi orð. Bergljót var alveg hugfangin af hvolpinum. Gestirnir voru nú farnir að borða sælgæti og drekka 91 aldinvatn. Bergljót sat með hvolpinn á knjám sér. Skyndilega kallar hún upp: »Karen! Veiztu, hvað þú átt að Iáta hvolpinn beita?« »Nei,« svaraði Karen. »Hvað þá?« »Fenris, af því að hann er af úlfakyni.« »Það er ágætt nafn. Nú skuluð þið allar vera vottar að því, að eg skíri hvolpinn minn í skel, svo að hann dafni vel. Og hann á að heita Fenris«, sagði Karen. »Lifi Fenris!« hrópaði Mongó. Húrra fyrir Karenu og Fenris. Nifalt húrral Og húrraópin kváðu við og dundu, eins og allt ætlaði niður að keyra, en Karen leit óttaslegin til dyranna. »Eg er sannfærð um, að aldrei hefir nokkur maður átt svona skemmtilegan afmælisdag«, sagði Karen um kvöldið, þegar hún var háttuð. Hún kyssti mömmu sína og þakkaði henni fyrir þenna indæla dag. Við rúmstokk Karenar stóð brúðurúmið, með öllum brúðunum í, og karfan, sem Fenris lá í. Nú er sögunni um bernsku Karenar lokið. En upp frá þessu varð æska hennar bæði björt og fögur. Við viljum aðeins bæta því við, að Karen varð síðar alkunnur náttúrufræðingur, og ennþá fræg- ari varð hún sem forvigismaður og styrktarmaður bindindismálsins í landi sínu. Margrét Jónsdóltir þýddi. Dýravinir hafa haldið á lofti atburði, sem gerð- ist fyrir skömmu. Skal hér frá honum greint: Bóndi í Kansas í Ameriku átti hund einn, sem hann dáði mjög. Nú andaðist bóndinn. Var hundurinn þá látinn burt af heimilinu. Annar bóndi eignaðist hann. Bóndi sá átti heima langt frá Kansas. Nokkurir dagar liðu, og þá hvarf hundurinn. Var hans leitað, og fannst hann að lokum. Var hann búinn að grafa holu niður í leiði húsbónda síns og lá þar dauður á kistu hans. Hundinum var ókunnugt um, hvar húsbóndi hans var graf- inn. En einhver dulskynjun hefir leitt hann þangað. — Ást sú er sterk, sem ofar manni lyftir skynfárri skepnu. Saga þessi er í »World Theosophy«, júlíhefti 1932. Hallgrímnr Jónsson islenzkaði. Cxx300000000c00000000000c®000000000000000

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.