Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1933, Blaðsíða 5

Æskan - 01.03.1933, Blaðsíða 5
Æ S K A N 21 rifjar fararstjórinn upp fyrir okkur, með fáum orðum, sögu þessa merkilega staðar. Pompej var blómleg, rómversk verzlunarborg fyrir og um daga Krists, með nálægt 20,000 íbúa. Margir auðugir rómverskir höfðingjar áttu skemmti- bústaði og hallir í borginni, eða nágrenni hennar. Borgin var byggð á Ijómandi fallegum stað, skammt fyrir sunnan Vesúvíus, við brúnina á gömlu hrauni. Útsýni er yndislegt þaðan yfir undirlendið og til fjallanna í kring. En 24. ágúst árið 79 e. Kr. kom upp eldur i Vesúviusi og fylgdu því miklir jarðskjálftar. Ösku og vikri rigndi yfir borgina og allt ná- grennið, og á ör- skammri stundu var Pompej og tvær aðrar borg- ir, Herculanum og Stabiæ, gjöreyði- lagðar. Rómverskur rit- höfundur, Plinius yngri, sem þá var unglingur og átti heima skammt frá Pompej, hefir lýst gosinu og eyðilegg- ingu borgarinnar í bréfi, sem enn er til. Gosið byrjaði snemma um morguninn. Hann segist hafa verið staddur fyrir utan húsið, sem hann bjó í, með móður sinni. Allt í einu brauzt eldurinn upp úr Vesúviusi, og ógurlegur reykjarmökkur gaus upp um leið og breiddist yfir loftið. Jörðin skalf og nötraði, svo að ómögulegt var að standa. Á skammri stundu var komið þreifandi myrkur. Loftið fylltist af ösku, svo að illt var að draga andann. Fólkið þusti út úr borginni í þúsundatali og þreifaði sig áfram i mj'rkrinu. Það vafði teppum og fötum um höfuð sér, til þess að verja sig fyrir steinum, sem þeyttust upp úr gígnum og rigndi yfir borgina og nágrennið. Plinius bjargað- ist úr eldinum með móður sinni. Hann segist hafa verið rólegur, þó að hann væri sannfærður um, að heimurinn væri að farast. Þegar gosinu létti af, var Pompej horfin af yfir- borði jarðarinnar, hún var grafin í 4—6 m. þykku lagi af ösku og vikri. í borginni fórust um 2000 ttianns og svo allt annað, sem þar var. Húsin, með öllu, sem í þeim var, dauðu og lifandi, gróf- ust I öskunni. Fólkið, sem í borginni bjó og tókst að flýja og bjarga lífinu, missti þarna aleigu sína. F*að reyndi fyrst í stað að ná einhverju af fjár- munum sínum upp úr öskunni, en hefir sennilega ekki tekizt það, nema að mjög litlu leyti. Smátt og smátt fyrntist svo yfir þenna atburð og Pompej var að mestu leyti gleymd og grafin i nærfellt 1800 ár. Eftir miðja 19. öld var farið að grafa þarna niður í öskuna. Hefir stór hluti af borginni verið grafinn upp, öll aska og vikur verið hreinsað í burtu. Þessu er þó ekki nærri lokið enn og er stöðugt haldið áfram. Pað eru aðallega útjaðrar borgarinnar, sem enn er eftir að grafa upp. Þarna hefir svo fundizt flest það, sem í borginni var, þegar hún fórst, og ekki var hægt að ná þaðan eftir gosið. Margt er það að vísu eyðilagt, en afarmikið er þó lítið eða ekkert skemmt. Göturnar eru eins og þær voru fyrir 2000 árum síðan, og lag húsanna er óbreytt, þó eru þök- in að mestu fallin; þau hafa ekki þolað þungann, sem á þau lagðist. Af því, sem þarna hefir fundizt, getur maður gert sér mjög greinilegar hugmyndir um lifnaðarhætti manna þeirra, sem þarna lifðu fyrir 18—19 öldum siðan. Er þetta því ómetan- legur fundur fyrir fornsögufræðinga. Eitt af þvi fyrsta, sem við skoðuðum þarna, er safn, sem í eru eingöngu munir, sem fundizt hafa i Pompej. Nokkur hluti þess er geymt á safni i Neapel og höfðum við skoðað það daginn áður. Þarna eru allskonar húsmunir, búsáhöld, skraut- gripir, peningar, listaverk, t. d. málverk og mynda- styttur, leifar af fatnaði og fataefni, matur, t. d. brauð, og ótalmargt fleira. Er þetta allt merkilega litið skemmt; askan, sem það hefir legið i, er svo þurr og þétt. Það, sem einkum vekur eftirtekt mina þarna, eru gipsmyndir margar, sem liggja þar í lokuðum glerkössum. Eru það bæði mannamyndir og nokk- urra dýra. Eins og áður er sagt, fórust í borginni um 2000 manns. Leifar þeirra hafa svo fundizt þarna, ýmist úti á götum eða inni í húsum; í Safn í Pompej (gipsafsteypur).

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.