Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1933, Blaðsíða 6

Æskan - 01.03.1933, Blaðsíða 6
22 ÆSK AN einum kjallara fundust t. d. beinagrindur 20 manna. Þeir hafa leitað sér skjóls þar, en aldrei komizt út aftur. Sumt af þessu fólki virðist hafa verið að flýja, en ætlað að taka með sér eitthvað af fjár- munum sínum; hjá því hafa fundizt bæði skraut- gripir og peningar. Öskuhriðin hefir slengt því niður og það hefir aldrei getað staðið upp aftur. Askan hefir svo lagzt yfir þetta allt eins og heljar- þungt farg. Líkaminn sjálfur er orðinn að dufti, en mótið eftir hann er óskemmt og nákvæmlega eins og hann; í það hefir svo verið rennt gipsi og þannig eru þessar myndir orðnar til. Þær eru mjög skýrar, jafnvel andlitsdrættir sjást greinilega. Tvær af myndum þessum eru mér sérstaklega minnisstæðar. Önnur er af ungri konu. Hún virð- ist hafa dottið, þegar hún var að reyna að flýja. Skýlir hún andlitinu með hægri handleggnum. Myndin er svo skýr, að kvaladrættirnir sjást greini- lega á andlitinu. Hin myndin er af hundi. Hann liggur samanhringaður og stingur trýninu milli framlappanna; óttinn og skelfingin skin úr andliti hans. Eftir að við höfðum skoðað allt það helzta, sem á safninu er að sjá, lögðum við af stað út í sjálfa borgina. Hvernig hefir svo litið út þarna fyrir 2000 ár- um? Göturnar flestar beinar og steinlagðar, en allar mjög þröngar, aðeins aðalgöturnar eru það breiðar, að vagnar geta mætzt á þeim; sjást víða för eftir vagnhjólin, því að alltaf hefir orðið að fara í sömu förin. Gangstéttir eru allstaðar talsvert háar, og á gatnamótum og víðar eru einstakir steinar á aðalgötunni, til þess að stikla á milli gangstéttanna ; var það þægilegt eftir miklar regnskúrir, þegar vatnið fossaði eftir götunni. Við aðalgöturnar hefir verið fjöldi af verzlunum. Hafa þær verið þannig, að sú hliðin, sem að göt- unni snýr, er alveg opin. I einni þeirra er ennþá mikið af leirkerum, sem ekki hafa verið tekin í burtu. Eru þau að mestu leyti heil, mjög vel gerð og falleg. Víða eru bakarí og brauðsölubúðir. í einu sliku bakaríi fannst brauð í ofninum. Það líkist að visu ekki lengur venjulegu brauði, því það er grjóthart og næstum svart, svo það er ekki beinlínis girnilegt til matar. En það hefir legið í jörðu í næstum 1800 ár. Það er nú geymt á safn- inu í Neapel. Veitingastaðir eru víða. Einn þeirra skoðuðum við. Það er alveg opið út að götunni, og veitinga- borðið, sem er úr steinsteypu og lagt marmara- flísum, er út við gangstéttina. I borðinu eru hólf og holur fyrir áhöld. Þar fannst litill pen- ingakassi úr fílabeini, með peningum í. (Framh.) ..............0»»»OOO.I)..00««««»«"*>»«*OOOO.....MOO Pann er gott að fræða, sem sjálfur vill læra. Enginn er of gamall gott að læra. Góð er bætandi hönd, ill er spillandi tuuga. (íslenzkir málshættir). oooooooooooooooooooooooooooooooooooo ooo ooo ooo oooooooooooooooooooooooooooooooooooo OOOOooorooo o ooo • oooo oooooooo OOOO ° BRÚÐUVEIZLAN § Gunna og Sigga fóru að hita sér kaffi og tóku upp litlu bollapörin, sem amma þeirra gaf þeim á jólunum. — Pær breiddu nýja dúkinn á borðið og fóru að öllu sem hátíðlegast. Þær settu brúðurnar sinar á litlu stólana, sína hvorum megin við borðið. Síðan helltu þær í bollana og fóru að drekka kaffið. Gunna: Hvað heitir brúðan þín, Sigga? Sigga: Hún heitir Gunna. En hvað heitir þín? Gunna: Hún heitir Sigga. Langar ekki litlu Siggu í mola og ofurlítinn kaffisopa? Sigga: Litlu krakkarnir ættu heldur að fá brauðbita og vatn og mjólk á eftir. Gunna: Sko, hvað litlu agnirnar sitja hægar og stilltar á stólunum, hafa ekki hönd á neinu og biðja ekki um neitt. Sigga: Þetta eru mestu þægðarbörn. Viltu ekki baubita, Gunna mín? Og fyrst þú ert svona þæg, skaltu fá að vera í fallega kjólnum á morgun. Gunna: Er ekki litla Sigga þyrst? Vill ekki litla Sigga ofurlítinn mjólk- ursopa til að væta litlu kverkarnar? Fyrst Sigga er svona þæg, skal hún fá stóra myndabók á jólunum. Sigga: Kis, kis, kis! Komdu hingað, kisa min. Pú ert líka þæg og góð og átt því að fá rjómasleikju af fallegu undirskálinni minni. („Barnagullið“). ®V*---©-V>-i-®V>-S- ©®-V>v-4>V->'V-®-v*--r-© OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÐOOOOOO • o ! HÆTTULEGIR ÓVINIR | Hverjir eru verstu óvinir mann- kynsins? Strið og styrjaldir, áfengi og veitingakrár, og vanþekking. Pér unglingar, sem hafið óspillt hjarta og opin og vakandi augu! Gætið þess, að fylkja ykkur í þann fiokk, sem stendur reiðubúinn i öllum lönd- um heims, til þess að berjast^á móti þessu þrennu: Ofdrykkjunni, hernaði og ófriði, og vanþekkingu. („Daggdroppen“). öðoooooooooooooooooooooooó Vinnið að því, hver í ykkar sveit og þorpi, að útvega »Æskunni« nýja kaupendur. Minnist þess, að »Æskan« er ennþá útbreiddasla, fjölbreyttasta, stærsta og þar af leiöandi ódýrasta barna- og unglingablaðið, sem gefið er út hér á landi. Kynnið ykkur rækilega verðlauna- tilboð »Æskunnar í siðustu jólabók blaðsins. ðOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOQO

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.