Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1933, Page 3

Æskan - 01.04.1933, Page 3
ÆSKAN 27 ®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®£ FERÐAMINWINGAR FRA ITALIU | EFTIR SIGRÍÐl MAGNÚSDÓTTUR § '®®®a>v>~T. -^xb®®®© I. í Pompej. Ibúðarhúsin hafa mörg verið svipuð að stíl, en misjafnlega stór og íburðarmikil. Flest hafa þau verið aðeins ein hæð, með flötu þaki eða hvolf- mynduðu. Eitt af þeim, sem við komum inn í, var svo lítið skemmt, að manni finnst, að það mætti flytja inn í það eins og það er; þakið á því hefir verið lagað. Hliðin, sem að götunni snýr, er gluggalaus, sumstaðar eru aðeins smáop i stað glugga. Fyrir innan dyrnar er lítið anddyri, og ur því er gengið beint áfram inn í stóran sal; er það stærsta herbergið í húsinu og hefir verið aðal- dvalarstaður heimilisfólksins. í loftinu er nokkuð stórt ferkantað op, og beint undir því er steypt þró í gólfinu. Regnvatnið af þakinu rann í þessa þró. Öll birtan féll inn um opið á loftinu, því að hvergi er gluggi. Úr sal þessum er gengið út í yndislega fagran blómagarð. Umhverfis hann eru súlnagöng. 1 garðinum eru ljómandi falleg blóm- beð, með gangstígum á milli, og í miðjunni er vatnsþró, og eru barmarnir lagðir hvítum marmara. Fjöldi af myndastyttum er í garðinum, og eru margar þeirra heilar enn. Út frá súlnagöngunum eru nokkur smáherbergi, svo sem svefnherbergi, eldhús o. fl. Gólfin eru öll lögð steintiglum (stein- mosaik) með ýmsum litum. Veggirnir eru skreyttir málverkum, og eru þau máluð á veggina sjálfa. Pau hafa varðveizt svo vel, að litirnir virðast ekk- ert hafa fölnað. Mörg af málverkum þessum eru guðamyndir. T. d. eru þarna margar myndir af ásta- guðinum Amor; eru myndirnar sjálfar gulllitaðar, en málaðar á bláan grunn. Er þetta mjög fallegt. Enginn veit, hver búið hefir í þessu húsi, en senni- lega hefir það verið einhver auðmaður. Allt er þarna svo heilt og óskemmt, að maður á bágt með að trúa, að þarna skuli enginn hafa búið í næstum 19 aldir. Einhverjir fjölsóltustu opinberir samkomustaðir í forn-rómverskum borgum voru baðhúsin. Pangað komu menn ekki aðeins til þess að æfa sund og fá sér heit og köld böð, þar voru líka stórir og skraut- legir salir, þar sem menn gátu setið og hvílt sig, hitt kunningja sína, fengið fréttir og sjálfir sagt tíðindi. I Pompej hafa að minnsta kosti verið tvö stór baðhús, og sennilega fleiri. Þau hafa verið mjög haganlega útbúin. F*ar eru mörg búningsherbergi. Menn gátu fengið þar gufuböð, heit og köld böð, æft sund o. fl. íþróttir. Bæði þessi hús eru að mestu leyti heil. Veggir þeirra eru skreyttir mál- verkum, sem sýna skuggasæla skógarlunda o. fl. Loftið er dimmblátt með gylllum stjörnum. Flestar opinberar byggingar hafa verið reistar í kringum tvö stór torg, sem eru i borginni. Hafa mörg af þessum húsum verið stór, svo sem must- erin. Þar er t. d. stórt og mjög fagurt musteri reist til dýrðar æðsta guði Forn-Rómverja, Júpiter. Fjöldi af myndastyttum eru á torgum þessum, bæði af merkum mönnum og ýmsum uppáhalds- guðum borgarbúa. Ekki hafa Pompejbúar síður verið gefnir fyrir skemmtanir en aðrir Rómverjar á þeim timum. I borginni eru tvö stór útileikhús. Eru þau hring- mynduð, eða öllu heldur skeifulöguð, með upp- hækkuðum sætum allt í kring. Sjálfl leiksviðið er innan í skeifunni, en þó nær öðrum enda hennar. í öðru þeirra er talið að hafi getað setið 12000 manns. Hitt er talsvert minna. Sætin eru nú öll grasi vaxin, og blóm gægjast út á milli steinanna. I’að, sem einkum vekur undrun manna, er, hve allt hefir geymzt vel þarna og er lítið skemmt, t. d. má enn sjá ýmislegt, sem hefir verið skrifað og krassað utan á húsveggi. Þar auglýsa menn eftir hlutum, sem þeir hafa tapað, og lofa fundar- launum. Hús eru auglýst til leigu o. m. fl. Ung- lingarnir skrifa það, sem þeim dettur i hug, svo sem vísur o. fl., og smádrengirnir æfa sig í að skrifa griska stafrófið. Eftir að við höfðum gengið um borgina 3—4 slundir, setjumst við niður á dálitla hæð, rétt hjá öðru leikhúsinu, í forsælu við gamlan múr. Við urðum fegin að hvíla okkur, því að hitinn var 35 stig C. í forsælu þenna dag, og alveg logn. Pað rennur ósjálfrátt á mig þreytumók. Mér finnst eg vera horfin 2000 ár aftur í tímann og sjá gömlu, hrundu, útdauðu borgina risna úr rústum og iðandi af lífi og starfi. Eg sé í hugan- um morguninn 24. ágúst 79 e. Kr. Borgarbúar eru nýteknir til við sín daglegu störf, og allir þykjast óhultir í þessu fagra og friðsæla umhverfi. Enginn grunar Vesúvíus um græsku, allir állta, að hann sé útbrunninn, því að hann hefir ekki látið á sér bera í aldaraðir. Að vísu kom þarna mikill jarðskjálfti árið 63 e. Kr. og hrundi þá nokkur hluti Pompej, en menn byggðu hann upp aftur, fallegri en áður, og svo var það gleymt. Það fer ósjálfrátt hrollur um mig í öllum sólarhitanum, við tilhugsunina um trylltar hamfarir náttúruaflanna, sem grófu alla þessa fögru byggð i eldi og ösku á örskammri stundu.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.