Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1933, Blaðsíða 5

Æskan - 01.04.1933, Blaðsíða 5
ÆSKAN 29 þau utan bókar, þvi að kennarinn hafði svo oft brýnt þau fyrir börnunum. Þá var Jesús tólf ára, þegar þetta var sagt um hann, og hún var lika tólf ára. Pá fékk hann í fyrsta sinni að skoða must- erið á páskahátíðinni. Hún hafði nú oft farið til t ; | . 1 • ;->;;; :/^> ^ ¦ Sigga stóð við baðstofugluggann og horfði út. kirkju, þó að það gæti ekki orðið í þetta sinn. Hún átti að vera góð og hlýðin, svo að öllum þætti vænt um hana. Þegar fólkið væri allt farið til kirkjunnar og hún væri búin að laga til í baðstofunni, þá gæti hún fengið sér einhverja skemmtilega bók úr bóka- skápnum og lesið í henni, ef amma gamla segði henni þá ekki sögu. Svo hitaði hún auðvitað kaffi og þær fengju nógar, góðar kökur með. Það gæti vel verið, að hún fengi að fara í rauða kjólinn sinn, þó að hún væri heima. Svona reyndi nú Sigga litla á allan hátt að sætta sig við hlutskipti silt og sjá eitthvað gott við það, að vera heima. En það sat samt sár broddur eftir í hjarta henn- ar. Hún kveið fyrir þvi, þegar allir færu að búa sig, þá yrði hún að snúast í kringum fólkið og hjálpa því, og það þætti ekki nema sjálfsagt. Hún reyndi að bæla þessa hugsun niður, sem bezt hún kunni. Henni datt i hug, að ef það yrði svona gott veður í fyrra málið, þá skyldi hún reyna að vakna nógu snemma og sjá »sólardansinn«. Hún hafði oft heyrt fullorðna fólkið tala um það, að haegt væri að sjá sólina dansa á páskadagsmorguninn, en ekki vissi hún, hvort það trúði þvi almenni- lega. En henni þótti það ekkert ótrúlegt, að sólin dansaði af gleði yfir þvi, að Kristur reis upp frá dauðum og birtist lærisveinum sinum, sem voru svo sorgbitnir. Dagurinn leið. Það var komið kvöld. Sigga hall- aði sér útaf á koddann sinn og fór að lesa bæn- irnar sínar. Hiin kunni fyrsta erindið af páskasálminum fagra: »Sigurhátíð sæl og blíð Ijómar nú og gleði gefur. Guðsson dauðann sigrað hefur, nú er blessuð náöartið«. Hán las erindið til enda. Svo var það annað lítið páskavers, sem hún hafði einhverntíma lært. Henni þótti það svo fallegt, að hún las það upp aftur og aftur. »t garði sat engill við grafarstein, þar greru liljur á foldu. Hann benti með pálma grænni grein, hvar Guðsson reis upp úr moldu«. En svo kom engill svefnsins bægt og hljóðlega og lokaði augum hennar, og þá dreymdi hana yndislegan draum. Hún var stödd í geysistórum garði. Hann var svo stór, að hvergi sáust nokkur takmörk. Allur var hann vaxinn hávöxnum trjám. En þessi tré voru ólík öllum trjám, sem hún hafði séð, eða heyrt talað um. Þau voru öll skinandi, mjallahvít að lit. Það voru eiginlega risavaxnar blómjurtir, allar með fannhvítum blómum, og blómin voru eins stór og stærstu trjákrónur. Sólin var að koma upp, fögur og skínandi. Hún hellti geislaflóði sínu yfir allt þetta fannhvíta blómaskrúð, svo að gulln- um bjarma sló á öll blómin. Hún gekk lengi um garðinn og horfði á alla þessa dýrð. Pá sá hún, að dálitlar silfurlitar klukkur héngu á hverju blómi, og nú tóku þær allar til að hringja. Allt i einu heyrðist frá einu blóminu unaðsfögur rödd: »Kristur er upprisinn«, sagði röddin. Og hvert einasta blóm i garðinum tók undir. »Kristur er upprísinn«. Þessi orð hljómuðu ein- um rómi frá hundrað þúsund blómavörum. Hljóm- bylgjan barst gegnum loftið sterkari og sterkari. »Kristur er upprisinn«. Það varð að voldugu fagn- aðarópi. * * Sigga litla lauk upp augunum. Það var gengið um í baðslofunni. Sólin skein inn um gluggann. Hún var vist komin upp fyrir löngu, og hún hafði orðið of sein að sjá sólardansinn. Hun rifjaði upp fyrir sér drauminn og var svo

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.