Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1933, Blaðsíða 7

Æskan - 01.07.1933, Blaðsíða 7
ÆSKAN 55 Björgunarsundið. Sagan. sem eg ætla að segja ykkur, er af litlum dreng, sem hét Óli. Hann var sonur Jóns bónda á Hóli í Staðar- sveit. Óli litli var glaðlyndur og fjör- ugur og hvers manns hugljúfi. For- eldrar hans voru mjög fátækir og nær því á sveit. Faðir Óla var vel syndur, og nam Óli þá list og varð vel syndur og kunni lika björgunarsund. Einu sinni fór Jón bóndi í kauþstað og lofaði Óla með. Óli hlakkaði mikið til að fara. Þeir feðgar voru riðandi, og var um þriggja tíma reið til þorpsins. En er þangað varkomið, var Óla starsýnt á húsin og götu-ljóskerin og bílana, sem þutu áfram með miklum hraða. Óli fór með dreng, sem hann þekkti og hét Páll. Peir gengu niður á bryggju. Par lágu mótorbátar og var verið að taka fisk upp úr einum þeirra. Óla varð starsýnt á þessa vinnu. Par var dreng- ur á líku reki og hann, og var sonur Geirs kaupmanns Pálssonar, er var að- alkaupmaðurinn í þorpinu. Drengur- inn var að tala við aðra stráka þar á bryggjunni. Allt í einu datt Ari, því að svo hét hann, í sjóinn milli bátanna, og hljóðaði upp yfir sig. Pað leit út fyrir, að enginn væri syndur af þeim, sem þarna voru. Menn hljóöuðu af hræðslu og kölluðu á hjálp, en Óli var ekki lengi að hugsa sig um, heldur kastaði sér í sjóinnj greip utan um drenginn og náði í bát og liélt i hann. Menn drógu þá upp og báru þá upp að húsi Geirs. Fagnaðarlátunum ætl- aði aldrei að linna, og var Óla haldin veizla. Geir, faðir Ara sagði, að Óli skyldi aldrei fara frá þeim, Og ellinni skyldi Jón bóndi ekki þurfa að kvíða, því að hann skyldi sjá fyrir honum og konu hans. — En Óli varð mikill maður. Ólafur Indriðason. — 12 ára — Aðalbóli í Aðaldal. OttiscoaofMMMioQooouoeooooidiO OacMMOtooooooooiaincoooooooaooO • o : DÆGRADVÖL Í o o Tvœr gátur Nafn mitt, það er gnægð af gæðum, en gamall vegur heimilið, nafn föður míns er hálft á hæðum, hitt sérðu brunnar glæður við, liálft móður nafn mitt stærðarsteinn, hitt stöðugt nefnist hólmi einn. Ef hált er úti hrinda vil eg þér, en heimilið mitt bezta fæða er, konu mína allir eiga vilja, ef áttu dóttur mína, færðu að skilj a, að allt er veitt, er þráir þú, en þér mun hún ei verða trú. Sonur minn á sér ekkert heimilið, nú áttu að segja mér, hvað heitum við. M. H. Spnrningar. 1. Ef þú tekur einn staf úr nafninu mínu, gengur mér illa við hvaða vinnu sem er, en ef þú tekur tvo stafi, yfir- gefa mig allir. Hvað heiti eg? 2. Ef þú tekur einn staf úr nafni mínu, verður það nafn á drengjum og og stúlkum, en ef þú tekur tvo, verður það nafn á fugli. Hvað heiti eg? 3. Ef þú skiptir um einn staf í nafni mínu, verður það nafn á húsdýri. Hvað heiti eg? 4. Settu kommu i staðinn fyrir punkt yfir einn staf í nafni mínu. Pá er eg bæði ung og falleg. Hvað heiti eg? Talnagáta. Raðið þess- um tölum þannig, að útkoman verði 50, hvort sem lagt er sam- an lárétt, lóðrétt eða hornrétt. M. H. Eins, en pó annað. 1. Hann------þangað, — er. 2. Hann — fór með — til útlanda. 3. Hann — — hratt, þó þessi — sé brattur. 4. Hún — var að leita að honum —. 5. Pað eru góðir —, sem hann — á. 6. Pað var ljótur —, sem hann — sá. 7. Hann — notar — til að flytja sig á. Réltar ráðningar við sumt i dægra- dvölum í Æskunni hafa þessi sent: Porlákur Gunnarsson, Bakkarholti, Jón G. Pálsson, Garði, Ríkharður Sum- liðason, Meiðastöðum. Sigríður Björns- dóttir, Rauðnefsstöðum. Árni Guð- mundsson, Álftártungu. Q..i.o.e.oooo...ioou..ooiooBooooiO 0,,,,»o»o.......... .ooooooo. oo.oO • o : SKRÍTLUR | Amerísk skriila Heilsulítil kona kom til Kolorado sér til heilsubótar. Við miðdegisverðar- borðið í veitingaliúsinu, sá hún ungan hraustlegan mann og tók að spyrja Gjalddagi „ðEskunnar" var í. júlí. Nú ríður á að allir sýni íljót og góð skil. 0»««»»»oo....ooo.........oooo....0 Davíð Copperfield II. hefti af þessari ágætu sögu er komið út. Næsta hefti kemur út í september. 0....ooo.....oooo....oooo.....ooc>0 hann spjörunum úr, eins og hennar var siður. »Pér munuð hafa komiö hingað, vegna heilsunnar eins og eg? »Já«, sagði maðurinn. »0g eg hefi haft gott gagn af þvi. Pegar eg kom hingað, var eg svo veik- burða, sem liugsast gat. Eg gat ekki notað limi mína. Peir voru linir eins og lunga, og vöðvana tala eg nú ekki um. »0g yður hefir batnað?« spurði konan, með eftirvæntingu. »Já, smátt og smátt. Hugsið þér yður, þegar eg kom hingað var eg bæði mállaus og tannlaus, og að öllu leyti svo ósjálfbjarga, að það varð að hjálpa mér við hvert einasta viðvik«. »0g hvaða læknismeðferð fenguð þér?« »Svefn, hreint loft og mjólk. Maginn í mér þoldi ekki annað, fyrsta kastið«. »0g þetta hefir hjálpað yður?« »Já, heldur en ekki. Pér sjáið, hve hraustlegur eg er núna. Pað kom smátt og smátt. Limirnir styrkíust, tennurnar komu, og röddin varð eins og hún er nú«. »Petta er stór-furðulegt! Pér hafið verið mjög veiklaður, er þér komuð hingað?« »Já, mjög veikburða. Eg skal segja yður, cg er /œddur og uppalinn hcr í Kolorado! A: Eins og þú veizt, rignir jafnt yfir réttláta og rangláta. B: Já, satt er það. En venjulega hefir sá rangláti náð í regnhlífina frá þeim réttláta. Hanna: Pabbi, má eg fá mér aðra köku? Faðir: Spurðu mömmu þína. Hanna: Ræður þú þá alls engu hérna á heimilinu? Nonni: Hvað geymir þú í meninu, sem þú hefir um liálsinn? Móðirin (sýnir honum i menið): Parna getur þú sjálfur séð, það er hárið hans aía sáluga. 4 5 5 5 6 1 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 | 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 1 8 8 8 8 9 9 9 9 9

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.