Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.09.1933, Qupperneq 5

Æskan - 01.09.1933, Qupperneq 5
Æ S Iv A N 69 þeim tilgangi að stela frá hinum gestun- um á nóttunni, og þegar færi gefst. Langa lengi hafði þess háttar þjófn- aður átt sér stað í gisthúsinu »Em- pire«, þar sem veiðimennirnir bjuggu með Simba í kassanum. Gestirnir voru óttaslegnir. Enginn gat verið öruggur. Á hverjum morgni urðu menn varir við nýjan þjófnað. Dulbúnir lögregluþjónar höfðu verið fengnir þangað, en þeir höfðu einkis orðið vísari. Þá kom Simba til sögunnar. Nótl eina heyrðist voðalegt angistaróp um allt gistihúsið, og þegar fólkið kom þjótandi inn í herbergið, sem ópið kom frá, fannst þar maður í einu horni v. herbergisins, skjálfandi af hræðslu. Hann var með grímu fyrir andliti og þjófalykil í hendi, svo að það var ekki um að villast, að þarna var þjófurinn. En hvað það var, sem hafði komið honum til þess að reka upp þetta voðalega angistaróp, skildu menn fyrst, er þeir litu undir rúmið í herberginu. Þar inni heyrðist geigvænlegt urr, og tvö stór, leiftrandi augu lýstu í myrkrinu. Hvítar tannaraðir í opnu gini gerðu myndina fullkomna. Þá skildu menn, hvað það var, sem hafði gert þjófinn svo dauðskelkaðan, að hann varð allshugar feginn, þegar lögreglumennirnir leiddu hann burt. Og heldur kvaðst hann vilja vera alla æfi í fang- elsi, en vera einu augnabliki lengur i nánd við þessa hræðilegu ófreskju, er hann hafði séð undir rúminu. Þá var Simba ofurlítill Jjónsungi — ekki nærri því fullvaxinn og aðeins fjögra mánaða gamall, en hann var afsprengur dýrakonungsins og nógu stór til þess að skjóta vesælli hótelrottu skelk í bringu. Simha varð eftirlætisgoð allra i gistihúsinu. Jafn- vel litilsigldar konur færðu honum hunang i þakk- lætisskyni fyrir það, að nú fengu þær aftur skraut- gripi sína. Hræðslugjarnar yngismeyjar réltu fram hendurnar, til þess að strjúka feldinn hans rauð- gula og mjúka. En hugrekki þeirra bilaði íljótt, því að Simba urraði með vanþóknun. Hunang gat hann þegið, en engin blíðulæti. Það urðu þó að vera einhver takmörk sett á milli kóngsbarn- anna og annara venjulegra dauðlegra. En smám saman gleymdi Simba að urra og glenna upp ginið. Hann varð gæfur og þolinmóður. Hvað stoðaði það fyrir hann að berjast á móti örlögunum? Mennirnir höfðu, hvort sem var, borið hærri hlut. Þeir voru sterkari. Og nú dvelur Simba í Hagenbecksdýragarði og liflr fábreytlu, rólegu lífi. M. J. pýddi. oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Nýja heimilið. Þau Árni og Erna áttu nú auðvitað að fara að ganga í skóla. Og það var töluvert erfilt til þess að byrja með. Þau voru svo langt aftur úr jafnöldrum sínum með lærdóminn. Þar að auki voru þau dálítið vandræðaleg og klaufaleg, er þau voru með Kaupmannahafnar-börnunum, sem voru svo slungin og fífldjörf. Hin börnin kölluðu Árna lika bóndastrák og sveitadóna og ýmsum öðrum ónöfnum. Hann varð yfir höfuð að ganga í gegn- um þann hreinsunareld, sem oft er hlutskipli drengja í byrjun skólavistarinnar. Einn daginn þoldi hann ertnina ekki lengur. Blóðrjóður af gremju réðist hann á tvo af félögum sinum — og það meira að segja tvo, sem voru stærri en hann sjálfur. Og eins og oft á sér slað, ávann hann sér þá virðingu félaga sinna. Hann fekk að vísu blóðnasir og kom lieim með glóðarauga, en eftir þann dag var hann í meira á- liti hjá bekkjarbræðrum sinum. Það var ekki eins örðugt fyrir Ernu. Hún var

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.