Alþýðublaðið - 03.04.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.04.1923, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Gyðingssriin í Hafnarfirði. -------" (Frh.) Steinn flutti langa romsu um það, að Kerenshi hefði verið Gyðingur, og var það ein sönnun hans íyrir því að Gyðingar stæðu á bak við bolsiyíka. Er þetta eitt af mörgum dæmum upp á, hve lítið Steinn vissi um það, sem hann var að tala um, því meiri hluta fundarmánna mun hafa verið kunnugt nafnið Kerenski, og vitað, að hann var ekki bolsi- viki, Kerenski var þvert á móti formaður stjórnar þeirrar, er bolsi- víkar steyptu, þegar þeir gerðu bylttnguna 7. nóv. 1917. Þetta veit almenningur hér, þó hann fylgist ekki sérlega vel með í því sem geiist erlendis. Keren- ski varð að flýja úr landi, þegar hann steyptist frá völdum, og hefir orðið að dvelja utan Rúss- lands síðan. Annað viðiíka hlægilegt dæmi upp á fáfræði Steins um mál það, sem hann var þá að halda fyrírlestuf urn, var, þegar hann sagði að Hurt Eisener hefði verið formaður ráðstjórnarinnar í Bajern. Ætti Steinn að bera saman hvenær Kurt Eisener var myrtur og hvenær ráðstjórnin var í Bajern, og sjá, svo hver útkoman yrði. Ýmsa Gyðinga taldi Steinn upp, sem • hann sagði að hefðu ýmist verið í ráðstjórninni í Bajern eða fylgjendur hennar. Var ónákvæmnin þar söm og annarsstaðar; t. d. nefndi hann meðal þessara fylgismanna dr. Rosénfeld, sem gaf í fyrra út ávarp móti bolsivíkum! Partúr úr fyrirlestrinum var skýrsla, sem átti að sýna, að meiri hlutinn af æðstu stjórn- endum Rússlands væru Gyðing- ar. Skýrsla þessi var borin til baka fyrir 2 — 3 árutn, ekki af þvf, að bolsivíkum þætti minna varið í Gyðinga en aðra, heldur blátj áfram af því að hún var algerlega tilbúin eins og sögnin um þjóðnýtingu kvenfólksins. Steinn sagði, að állir ritstjórar f Rússlandi væru Gyðingar, en annar andmælandi bans þarna á fundinum sagðist þekkja vel þrjá ritstjóra í Rússlandi, og vært enginn þeirra Gyðingur; sögnin um, að allir ritstjórarnir' væru Gyðingar, mundi því við- líka rétt eins og skýrslan, sem tyrr var nefnd. Um Lenin sagði Steinn, að hann mundi vera Gyðingur, eða væri hann það ekki, hvernig stæði þá á því að hann lét't born sín mæla á tungu Gyðinga marga klukkutíma á dag ? Þetta um börn Lenins sagði Steinn tvisvar á fyrirlestrinum, sem hann hélt i Reykjávík, og sagði það með svo miklum fjálg- leik, að líkast var því, að hann vildi segja: Hvað þurfum við framar vitnanna við? En svo hefir honum ekki þótt nóg að segja þetta tvisvar, því í Hafnarfjarðarfyrirlestrinum sagði hann þáð þrisvar. En hvaðan kom Steini þessi vitneskja um, hvaða mál börn Lenins tó'luðu? Þegar hann var spurður að þvf á fyrirlestrinum íReykjavik, hvað mörg börn Lenin ætti, varð honum orðfáll. Þetta reyndi hann að bæta upp í Hafnarfirði með því að kalla það ábyrgðar- leysi, að hann hefði verið spurð- ur slíkrar spurningar. Þó oft væri erfitt að sjá, hverjar væru heimildir Steins, þá var það auðvelt hér, ,Þetta, að kalla það ábyrgðarleysi að reka hann í vörðurnar, það var ot vitlaust til þess að vera frá honum sjálfum; það var auðséð, að þetta hafði hann trá Birni gamla með siðterðisbundna nátt- úrulögmálið. En endirinn á þessu barna»- máli var hinh hraklegasti fyrir Stein. Annar andmælandi hans sagðist ekki vita neitt um það, hvort Lenin ætti börn, og skor- aði á Stein að segja skýrt og skorinort, hvort hann þyrði að fullyrða, að hann ætti þau. En Steinn þagði við. Má slíkt kallast langt genglð, fyrst að þykjast vita, hvaða mál börn Lenins töluðu, og á eftir að þora ekki að fullyrða, að hann ætti nein. (Frh.) Næturlækiiir í nótt Óiafur Þorsteinsson Pósthússtræti. oíavelíar eru haidnar meðal annars til þess að afla tekná fyrir félðg, sem vinna að mannúðarmálum. Þær eru haldnar vegna þess, að ársgjöld téiaganna eru svo lág, að þau nægja ekki til að greiða ko-stnað, sem at starfinu ieiðir. 1 vetur hafa að vísu verið haldnar margar hlutaveltur, en þó eru fleiii félögí sem févana eru og þurfa að afia sér tekna. Eitt þeirra er unglingastúkan Unnur nr. 38, sem ákveðið héfir að halda núllalausa hlutaveltu, sunnudaginn Í5. apríl.' Hvað er ungliogastúka? Aðalmarkmið þess félagsskap- ar er að venja unglinga á gott siðferði, reglusemi og bindindi, með öðrum orðum: ala upp nýta og dugandi þjdðfélagsborgara: Eg vona, að öllum sé ljóst, að meiri hætta er á, að ungling- lingar freistist til drykkjuskapar, síðán hin svo nefndu veiku^vín hafa leyfiíega verið fluttihn og seld, og ég vona, að allir vilji vinna að því, að sem fœstir hneigist til drykkjuskapar, og það er aðal- markmið unglingareglunnar. Heit- ir hún á aðstoð allra að því. Starfrækslan kostar fé, því að ekki má leggja minni rækt við télagsskap unglinga en fullorð- inna. Ársgjald félaga er 1 kr. Fyrir það iá þeir jólahátíð með sæl- gæti og árshátíð — alt ókeypis—, og eru þá upp etnar hinar föstu tekjur; er þá eftir húsaleiga q. fl. >Unnur« teluv nú 370 félaga, og er starf hennar í stuttu máli þetta: 1. Hún heldur fund hvern sunnudag kl. 10—12 f. m., 2. gefur út skritað blað, sem kemur út annan hveih fundar- ^af?» °S skrita féiagar greinar, en ritstjórar eru tveir piltar og stúlka, 15 ára gömul, 3. hefir komið upp sjúkrasjóði, sem notaður er til að gleðja fé- laga, sem sökum veikinda geta ekki komið á jólahátíðina, 4. komið upp jólasparisjóði, sem unglingar geta lagt í frá 10 aurum og fá svo útborg- að fyrir jóliu alt það, sem þau

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.