Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1938, Síða 3

Æskan - 15.12.1938, Síða 3
1938 Jólabók Æskunnar T E3SH Jólahátíéin Eftir síra Friðrik A. Friðriksson Elskulegu börn! Jólin eru að koma. Mikil hálíð er fyrir höndum. En hvað er liátíð? Hátíð er það, þegar heilar byggðir, eða heilar þjóðir, fagna sameiginlega yfir einhverju miklu gleðiefni. Til dæmis höldum vér íslendingar hátíð 17. júní, þjóðhátíð, til minningar um Jón Sigurðsson, og aftur 1. desember, lil minn- ingar um það, þegar íslendingar urðu sjálfstæð þjóð. En á jólunum, hin'ni kristnu trúarhátíð, má svo lieita, að allar þjóðir jarðarinnar fagni. Þá er hátíð um all- an lieim. Eg er viss um, að allir lesendur „Æskunnar“ hafa nokkurn skilnig á því, hvað það er, sem gerir menn- ina svo glaða á jólunum. Að vísu má búast við því, að sumir liugsi ekki svo raikið um þetta, en hafi allan liugann bara við það, sem þeir sjá og heyra, jóla- gjafirnar og Ijósadýrðina, fallegu fötin og góða mat- inn. En þetta væri,' satt að segja, mikið hugsunar- leysi. Og „Æskan“ vill, að sínir lesendur hugsi vel og skynsamlega um jólin, eins og allt annað. Hvert er þá hið mikla gleðiefni jólanna? f gamla, löngu liðna daga glöddust mennirnir yfir þvi, að um miðsvetrarleytið sáu þeir að sólin fór aftur að liækka göngu sína á himninum. Þeir voru þá, eins og börnin eru jafnvel ennþá, hræddir við kuldann og myrkrið. Það var von. Því hafði verið spáð, að einhverntíma kæmi vetur, sem mundi kannske aldrei enda. Þess vegna urðu þeir svo glaðir í hvert sinn, er þeir sáu sólina byrja að hækka á ný. Þá vissu þeir, að enn væri hún sterkari en kuldinn og myrkrið, og að þeir mundu aftur fá vor og surnar og allar þeirra góðu gjafir. Og i gleði sinni héldu þeir mikla liátið, — jólin. En nú er þess að gæta, að til er annað kuldamyrk- ur, sem ekkert á slcylt við veturinn úti í náttúrunni, því að það er í mönnunum sjálfum, í þeirra eigin huga. Þið, börnin og ungmennin, sem oftast eruð svo glöð og áhyggjulaus, eigið kannske dálítið örðugt með að skilja þetta. Svona er það nú samt. Inn í liuga mannanna læsir sig stundum myrkur vonleysis og hræðslu, — og það jafnvel þegar sumarsólin skín sem glaðast. Þeir eru liræddir við sársaukann, sorg- ina og dauðann. Lengi, lengi slóðu mennirnir varnarlausir gegn þessu dauðans mjTkri i þeirra eigin sál. En loksins kom ljósið, sem frelsaði þá. Og þá urðu þeir glaðari en þeir höfðu nokkru sinni áður orðið. Eftir það hættu þeir jafnvel að hræðasl langa veturinn, þó að hann nú kæmi. ÖUum íslenskum börnum hefir verið sagt, hvenær þetta blessaða ljós byrjaði að skína svo skært, að birtan gat breiðst út um alla jörðina. Sum- slaðar er, að vísu, ýmislegt, sem skyggir á það, enn þann dag í dag. En það kom um leið og jólabarnið 1‘æddist í Betlehem. Flest kunnið þið söguna um þann atburð, og munið, að strax þá var sagt við mennina: „Óllist ekki, því að eg flyt yður mikinn fögnuð“. Seinna varð svo jólabarnið fullorðinn maðtir, mátt- ugur og elskuríkur, og lijálpaði mönnunum til að skilja það betur og betur, að þeir eru Guðs börn, og að dauðinn er í raun og veru ekki til. Ekkert þurfa þeir að óltast, -— nema eitt, — að lifa vondu lífi. Og þarna stendur jólatréð, algrænt um hávetur- inn, til að minna bæði börn og fullorðna á það, að lífið og kærleikurinn eru sterkari en myrkur, lculdi og dauði. Er þá að undra, þó að mennirnir séu glaðir og haldi hátíð um allan licim! Kæru börn! Guð gefi ykkur öllum gleáileg jól!

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.