Æskan

Volume

Æskan - 15.12.1938, Page 16

Æskan - 15.12.1938, Page 16
14 Jólabók Æskunnar 1938 Sigurbjörn Sveinsson rithöfundur sextugur Eftir Gunnar M. Magnúss Viltu ekki verma þig? Svona er fyrirsögnin á einni Bernskusögu Sigurbjarnar Sveinssonar. Það er sagan af drengnum, sem er úti í norðansvalanum, krókloppinn, og uppgötvar þá allt í cinu, að sumar- tunglið ljómar á himninum. En það er nokkurskon- ar spádómur um framtíðina hvað sagt er við mann fyrst, eftir að maður liefir séð sumartunglið. Dreng- urinn hleypur beinl til mömmu sinnar, því að henni treyslir hann best til að segja eitthvað l'allegt við sig. Og hún bregst ekki. — Er þér ekki kalt, góði minn? Viltu ekki verma þig? segir hún. Þessi minnig verður síðar eins og sólargeisli á leið drengsins. Og löngu, löngu seinna segir hann: — Þegar eg síðan hefi átt eitthvað bágt, þegar hjarla mitt hefir kólnað, svo að það hefir ekki lengur getað fundið til, ekki elskað neitt, ekki glaðst af neinu, þegar norðankuldinn hefir alveg ætlað að gera út af við mig; þá liafa þessi orð mömmu minnar kom- ið, óbeðin, eins og góðir englar, til að gleðja og verma huga minn. — Er þér clcki kalt, góði minn? Viltu ekki verma þig? Svona er Sigurbjörn Sveinsson. Hann veit vafalaust ekki sjálfur hvað hann hefir vermt mörgum um hjarta, eða hversu margir hafa leitað gleði í orðum hans og(frásögnum ogfundið liana. Það var árið 1907 sem Sigurbjörn Sveinsson sendi frá sér Bernskuna, og voru sögurnar þá búnar að liggja 7—8 ár í handriti. Þetta var nýstárleg bók, — sannar sögur sagðar á einlægu og látlausu máli, lýs- ingar á leikjum og störfum íslenskra sveitabarna, en jafnframt innilegar náttúrulýsingar. Þar er einn- ig brugðið upp ýmsum þjóðlífsmyndum, svo að óvíða liefir verið gert betur. Og það fór svo, að þessi bók varð boðberi nýs tíma, hún varð boðberi vax- andi skilnings á æskunni, lnin rataði beint inn að hjartarótum íslenskra ungmenna, og nafn Signr- bjarnar Sveinssonar varð hugboð um eilthvað hlýtt og friðsælt. Sérhver lesandi Sigurbjarnar, barn eða fullorðinn, fann eittiivað af sjálfum sér í sögum hans. Það höfðu ef til vill fleiri hugsað um glerhim- ininn yfir jörðunni, eða imgsað sér jörðina eins og kringlólta köku, tunglið eins og lummu og sólina cins og pönnukölcu o. s. frv. En sögur Sigurbjarnar komu með þetta allt upp í fangið á lesandanum eins og sameiginlegar minningar liöfundar og lesanda, ýmist skoplega alburði eða hátíðlegar stundir. Síðan liefir Sigurbjörn skrifað margar sögur og æfintýri, sem liafa hlotið miklar vinsældir. Eg heyri sagt, að bækur lians liafi lcomið alls út í 50 þús. ein- tökum, en það hygg eg, að Bernskan geymi nafn lians lengst. Sigurbjörn er fæddur árið 1878 og varð sex- tugur í haust. Á sextugsafmæli sínu hlaut hann margskonar viðurkenningu og fann hlýju streyma til sín úr mörgum áttum. Hann er einn ástsælasti rithöfundur islensku þjóðarinnar á þessari öld, og öll þjóðin stendur í þakkarskuld við liann. Þá skuld væri vert að gjalda i verki með þvi að veita honum betri lífsstöðu en hann liefir haft liingað til. Hann hefir ekki auðgast af bókum sínum sjálfur, en auðg- að aðra að fögrum og göfugum hugsunum. Og fyrir það er hann gæfumaður. fram af manni, í meira en 2000 ár. Keisarinn er þjóð- inni því tákn um aldur og virðuleik ríkisins, og í persónu hans sameinar liún allt það, sem hún metur mest. Núverandi Japanskeisari heitir Hiro-Ilito. Hann er sonarsonur Mútsu-Hito keisara, þess sem opnaði Japan fyrir Evrópuáhrifum og breytli þjóðinni úr lítilsigldri miðaldaþjóð í nútímastórveldi á einum mannsaldri. IIiro-Hito keisari fæddist 1901, en kom til valda 1926. Þegar liann var tvítugur, tók hann sér ferð á hendur til Evrópu og heimsótti brcska konungsfólkið. Hann er eini Japanskeisari, sem komið hefir til Evrópu. Var för lians talin vera tákn þess, að hann ællaði að halda við því sam- bandi, sem afi hans kom landinu i, við vestræna menningu.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.