Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1949, Blaðsíða 3

Æskan - 01.05.1949, Blaðsíða 3
Bragða-Pési og Brellu-Nonni. Söguhetjurnar eru tveir strákar, annar níu ára en hinn tiu. Annar heitir Jón en hinn Pétur, og auð- vitað eru þeir kallaðir Nonni og Pési. Bærinn, sem þeir eiga heima á, heitir Hóll. Það er ágæt jörð og vel í sveit sett. Falleg útsýn er frá Hóli yfir sveit- ina, fjöll á alla vegu nema vestur. Vegur liggur eftir endilöngum dalnum frá austri til vesturs. Fólkið á Hóli er ekki margt, aðeins sex manns. Það eru strákarnir, foreldrar þeirra, vinnumaður og vinnukona. Foreldrar þeirra heila Þórarinn og Maria. Hann er oddviti í sveit sinni og liefur þvi í mörgu að snúast og er oft mikið að lieiman. María er indæl kona og drengjunum sínum góð móðir, þó að henni þyki stundum nóg um brellur þeirra. Vinnukonan heitir Guðrún, stór og mikil fyrir- ferðar. Strákarnir kalla liana jafnan Digru-Gunnu. Hún er nokkuð uppstökk og fljót að reiðast, en hún er líka fljót að verða góð aftur. Hún er komin um sextugt. Vinnumaðurinn heitir Björu, mjög undar- legur maður, sérvitur og hjátrúarfullur. Hann trúir því, að til séu draugar og stendur á því fastar en fótunum. Hann hefur gaman af bókum og les mikið. Draugurinn á glugganum. Saga sú, sem hér fer á eftir, gerðist síðdegis að vetrarlagi. Það var mikill snjór úli. Strákarnir höfðu rennt sér á sleða og skíðum allan daginn og skemmt sér ágætlega. En nú voru þeir orðnir þreyttir og latir. Pési kvað upp úr með það. „Ég nenni ómögulega að renna mér lengur. Við skulum gera eitthvað annað.“ „Já ég nenni því elcki heldur,“ segir Nonni. „En bvað eigum við að gera?“ Dálítil þögn. „Nú datt mér svolílið i hug,“ segir Nonni. „Við skulum vita, livað Bjössi er að gera.“ Pési samþykkir það óðara. Nonni hleypur heim að stofuglugga, en Pési inn í eldhús til mömmu sinnar og spyr liana, livar pahl)i sé. Hún segir, að liann sé ekki heima. Pési snýr þá út aftur og er hinn ánægðasti. Hittir hann Pétur og segir honum, livað mamma liafi sagt. Nonni segir, að nú beri vel i veiði að gera Bjössa einhvern griklc. „Glugginn á stofunni stendur opinn, og Bjössi situr i ruggustólnum rétt innan við hann og er að lesa.“ Þeir fara nú inn í forstofu og finna þar frakka- ræfil af Bjössa. Taka þeir hann og fara með út í hlöðu, lineppa liann saman og troða i efri hlutann heyi og binda fyrir neðan. Fljótt á litið líkist þetta manni, en þó vantaði höfuðið á hann. „Nú verður gaman að sjá framan i Bjössa,“ sagði Nonni. Pési brosti út að eyrum og iðaði allur af til- lilökkun. Þeir fara nú aftur heim og læðast að stofuglugg- anum og hlusta. Ekkert heyrist, nema suðið i rokkn- um hjá Gunnu. Hún sat skammt frá Bjössa og spann, eins og hún var vön. Nonni færir sig að glugganum en liörfar aftur frá, því að Gunna hættir að spinna og lítur út í gluggann. Svo fer hún að spinna aftur. Nonni þokar sér nær glugganum, seilist inn um hann, því að hann var vel opinn.þrifur í stólbakið hjá Bjössa og rykkir snöggt í, svo að stóllinn kemst á fleygiferð og munaði minnstu, að liann færi alveg um lcoll. I sama bili stakk hann sér niður og hljóp svo hurt og i hvarf. Veslings Bjössi átti sér einskis ills von, og honum varð svo bilt við þetta, að liann missti bókina og reyndi að ná i eitthvað til að halda sér í. í ofboðinu þreif hann í blómapott, sem hékk neðarlega í glugg- anum, en bandið bilaði, svo að potturinn datt og innihaldið lenti ofan á Bjössa. Og ekki fór Gunna varhluta af þessum gráglettum strákanna. Hún sat svo nærri Bjössa, að hann rak fótinn i liana svo liarkalega, þegar hann tók bakfallið, að hún vein- aði upp: „Hvaða béuð ekkisen læti eru í þér, maður, æ— æ—æ. Ég licld barasta að þú liafir beinbrotið mig i mag— i mjöðminni, æ—æ—æ. Hvað gengur að þér, drengur —æ—æ?“ „É—ég bara veit það ekki,“ svaraði Bjössi alveg ruglaður. Ilann hafði nú staðið upp og nuddaði skallann, þvi að hann hafði rekið sig á gluggabrún- 43

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.