Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1949, Blaðsíða 4

Æskan - 01.05.1949, Blaðsíða 4
ÆSKAN ina. „Slóllinn fór allt í einu á fleygiferð og —- — Hann lcomst ekki lengra, því að nú varð honum litið út um gluggann og sá þar ofan á herðar á manni, ef mann skyldi kalla, því að höfuðið vantaði. Það ætlaði alveg að líða yfir ifjössa af hræðslu. „Sérðann, sérðann!“ hrópaði hann. Gunna leit út um gluggann en sá ekki neitt, því að það var liorfið, sem þar hafði verið. „Nú, ég sé ekkert. Hvers konar óráð er þetta á þér, maður, eða ertu orðinn alveg bilaður á sönsum, greyið mitt?“ „Æ, liann er horfinn, það---------.“ Hann komst ekki lengra, því að liúsmóðirin kom að i þessu og sagði: „Hvað gengur eiginlega hér á?“ „Þa—það var draugur á glugganum,“ stamaði Bjössi og gaut hornauga þangað, sem hann hafði séð ófreskjuna, og titraði af hræðslu. „Hvaða vitleysa er þetta?“ sagði María. „Ég sá hann nú með mínum eigin augum,“ sagði Bjössi ákafur, og svo sagði hann upp alla söguna. „Og þetta hafa bara verið strákarnir,“ sagði María. „Já, það segirðu satt, auðvitað liafa þcir verið Jtarna með eittlivert spilverk,“ þrumaði Gunna. „Já, þeir eiga skilið að fá hýðingu, ég segi ekki nema það, fyrir svona lagað. Þarna gerðu þeir Bjössa greyið dauðhræddan og mjöðmin á mér, sú held ég verði á marga fislca næstu dagana, eins og giktin hefur lika grasserað i henni undanfarið.“ „Ég skal sjá um strákana,“ sagði María. „En nú skulum við koma fram að taka til kvöldmatinn, Gunna mín.“ Þær fóru nú fram, en Bjössi varð eftir, og gerðist ekki fleira til tíðinda. En oft varð honum litið út i gluggann. Og vissara þótti honum að færa stólinn sem lengst frá glugganum. Um kvöldið urðu drengirnir að ])ola alvarlega yfirlieyrslu. Og þó að mamma liefði ekki stór orð, skildu þeir, að nú hefði gamanið verið of grátt. Þeir báðu liana fyrirgefningar, og það varð að samning- I Framhaldssaga. Eftir L. Fitinghoff. Snædalabörnin 17. Brúdlcaupsveizlan. Úti fyrir veizlustofunni stóð liópur af fólki og bcið þess að fá að sjá brúðina. Ljósið streymdi úl um opnar dyrnar og hitann og rykið frá dansfólk- inu lagði sömu leið. í sama hili og börnin bar þar að, kom brúðurin með brúðmeyjunum út á dyraþrepin til þess að sýna sig gestunum, kasta kveðju á stúlkurnar úr grenndinni og þakka fyrir mjólkina, sem send hafði verið í veizluna eins og siður var til. Hún var lagleg, unga brúðurin, ekki var ofsögum sagt af því. Hávaxin og tíguleg, og á höfði hennar Ijómaði gullin brúðarlcóróna. Laufin á lienni klingdu og skrjáfuðu, þegar brúðurin lireyfði sig. Og svo bar hún rósir í liárinu, rósasveig um axl- irnar og rósir voru nældar á svarta silkipilsið. Hvíta brúðarslæðan og rauður, gullsaumaður silkiklútur féllu aftur af herðunum og drógust á eftir lienni. Hún var hýr og alúðleg. Hún kallaði alla til sin, sem drógu sig í lilé og voru feimnir að koma nærri. „Nei, sko,“ sagði hún. „Þarna eru þrjú ókunnug börn. Þið megið lil að koma til mín. Það boðar þeim hamingju, sem förubörn lieimsækja á slíkum degi.“ Og brúðurin gekk niður þrepin og sótti Andrés og systkini hans og dró þau með sér inn. Það var um, að ef þeir gættu betur liófs í glettunum eftir- lciðis, skyldi liún ekki segja pabba frá þessu. Flosi. 44

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.