Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1949, Blaðsíða 8

Æskan - 01.05.1949, Blaðsíða 8
ÆSKAN Draumur keisarans. I fornöld var keisari einn i Kínaveldi, mikill og voldugur. Hann liafði brotizt til valda með ofbeldi, og vel var honum ljóst, að eins kynni bonum að verða hrundið frá völdum með ofbcldi, ef einbver risi upp, sem gæti orðið voldugri en bann. Hann trúði mjög á drauma eins og þá tíðkaðist, og íhug- aði vandlega allt, sem bann dreymdi, því að hann trúði því, að guðirnir myndu láta lionum vitrast á þann bátt um forlög sín. Einn morgun vaknaði iiann snemma og var mjög órótt. Kallaði liann á þjóna sína og bauð þeim að lcalla saman tafarlaust alla vitringa og draumaspek- inga í ríki sínu. Hann liafði dreymt draum, sem bann vildi fá ráðinn tafarlaust, þvi að bonum var ekki sjálfum ljóst, bvort draumurinn ljoðaði góð tið- indi eða ill. Og vitringarnir flykktust til liallarinnar, og keisarinn sagði þeim draum sinn. „Mig dreymdi,“ sagði bann, „að tönn ein losnaði í mér og datt úr. Síðan losnaði önnur og fór á sömu leið, og þannig fóru tennurnar, bver af ann- ari. Loks var aðeins ein eftir, og þá var ég orðinn svo bræddur i svefninum, að ég hrökk upp. Og nú veit ég hvorki, bvernig draumurinn befði endað, ef ég liefði ekki vaknað, né bvað liann boðar. Segið mér það tafarlaust!“ Enginn vafi lék á því, að draumur keisaranns boð- aði ógæfu, og þegar vitringarnir dirfðust að líta upp, sáu þeir, að bann grunaði það líka. En enginn þeirra vildi verða til þess að boða binum volduga keisara óbeillaspá, og þvi þögðu þeir allir og litu niður fyrir fætur sér. En þegar keisaranum leiddist eftir svari, snéri hann sér að hinum elzla þeirra og skipaði lionum að ráða drauminn. Öldungurinn and- varpaði og bristi böfuðið. Hann vissi, að bann mundi baka sér þunga reiði berra síns, ef hann segði honum sannleikann, en ósatt vildi liann ekki segja. bún kaffi og kökur, en svo varð bún að flýta sér í brauðbúðina. Kata vann enn í liálfan mánuð í brauðbúðinni, en þá fór bún í menntaskóla og varð stúdent fjór- um árum síðar. Og nú fannst lienni bún vera bam- ingjusamasta manneskjan í beiminum. En móðir hennar sagði: „Mundu það, Kata mín, að það var guð, sem þú átl allt þetta að þakka. Það er bann, sem hjálpar öllum. „Yðar bátign,“ svaraði liann loks. „Ég er gamall maður, og vel má vera að komin séu á mig elli- glöp. Hugsun mín er ekki jafnskýr og áður. Þess vegna má vel vera, að ég ráði drauminn rangt, og ég bið yðar liátign að virða mér á betri veg. En mér virðist ekki vera unnt að ráða drauminn á annan veg en þann, að yðar bátign eigi að verða fyrir þeirri þungu raun að missa alla ættmenn sína, bvern á fætur öðrum, og standa svo loks uppi einn og einmana — -—.“ „Og svo?“ greip keisarinn fram í. „Ég get ekki ráðið drauminn lengra,“ svaraði vitr- ingurinn. „Yðar hátign dreymdi ekki drauminn til cnda.“ Öldungurinn þagnaði. Keisarinn sat bljóður um stund. Síðan skipaði hann að varpa gamla mann- inum í fangelsi fyrir það, að bann bafði leyft sér að spá keisaranum ógæfu og ættmennum bans. Nú sáu liinir, að röðin var komin að þeim. Áttu þeir að þora að segja það, sem þeim virtist satt og rétt, eða áltu þeir að reyna að bjarga sér með undan- brögðum og fagurgala? Keisarinn snéri sér að þeim og sagði: „Virðist yður þetta vera bin rétta ráðning draums- ins? Gerið yður ljóst vald mitt og mátt, áður en þér svarið!“ Áður en nokkur annar bafði ráðið við sig, bversu svara skyldi, reis upp birðmaður einn, kraup á kné fyrir liásætinu og sagði: „Yðar liátign! Ég er enn ungur og ósljóvgaður. Gerla sé ég, bvað draumur yðar boðar. Trúið orðum minum, yðar bátign, bann boðar yður mikla gæfu. Lengi lifi binn voldugi keisari vor! Draumurinn boðar það skýrt og ótvírætt, yðar bátign, að fyrir yður liggur að lifa lengur en noltkur ættingja yðar, þér verðið elzli maðurinn i allri ætt yðar!“ Keisarinn leit spyrjandi til vitringanna, og þeir tóku allir glaðir undir þessa ráðningu. Og keisar- inn blóð gjöfum á hirðmanninn, beiðursmerkjum og nafnbótum. Og vitringarnir öfunduðu hann ekki, Hann bafði líka sagt sannleikann, en aðeins á annan bátt en binn. Hann kunni að búa liann í orð, sem voru svo mjúk, að þau særðu ekki. Sannleikann ber að segja, en það er ekki sama, livernig bann er sagður. 48 Skotta.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.