Æskan - 01.05.1949, Blaðsíða 10
ÆSKAN
Draumar.
Þegar viS sofum, livílist mestur
hluti heilans, en sá liluti lians, sem
er starfandi í svefni, er að rifja upp
fyrir sér eitthvað sem liðið er, og oft-
ast eru iiðnir viðburðir aðalinntak
allra drauma. Því minna sem okkur
dreymir, því betur hvílist heilinn,
og því meira gagn höfum við af svefn-
inum. Og þvi betur sem þið munið
draumana, þegar þið vaknið, því meira
hefur heilinn starfað meðan þið
sváfuð.
Stundum dreymir mann furðuleg-
ustu liluti, og þykist sjálfur vera að
gera liitt og annað, sem maður mundi
aldrei gera i vöku. Þetta kemur af
því, að sá hluti heilans, sem ræður
gerðum mann í vöku, er sofandi þegar
draumurinn gerist.
☆
Tryggð.
Þetta hafði verið harður vetur með
miklum snjó og hörkufrostum. En allt
tekur enda, veturinn líka. Og svo kom
vorið. Hraunbollarnir norðan við tún-
ið urðu fullir að vatni, bæjarlækurinn
flóði yfir bakka sina og snjórinn var
alveg farinn, nema af efstu eggjum
fjallanna. Já vorið var að koma til ís-
lands, einbúans i Atlantshafinu. Það
sveif um bláan og heiðan geim á breið-
um og björtum vængjum. í kjölfar þess
komu svo litlu, ljúfu vorboðarnir og
fullkomnuðu verkið. Sól skein í heiði.
Gróðurinn fyllti loftið og barst inn i
bæinn. Mér fannst ég vera eins og
fangi innan fjögurra veggja, svo að ég
ior út og stefndi beina leið til fjalla.
Lengi gekk ég og naut þess að vera
frjáls úti i náttúrunni. Loks stanzaði
ég og andaði að mér hinu tæra fjalla-
lofti djúpum teygum. Ég var stödd í
dálitlum hvammi. Hann var ofurlítið
bældur eftir snjóinn um veturinn, en
þurr. Lækur rann eftir hvamminum og
voru bakkar lians orðnir iðjagrænir.
Ég sat þarna dálitla stund og naut
vorbliðunnar. Stóð svo á fætur og ætl-
aði heim. Þá heyrði ég i rjúpu. Ég
gekk út í móinn sunnan við hvamminn
og datt i hug, að ef til vill fyndi ég
iireiður, og svo fór. í djúpum skorn-
ingi fann ég rjúpuhreiður með 5 eggj-
um. Þarna hafði rjúpan búið haglega
um sig fyrir sumarið. Ég sat ofuriitla
stund lijá hreiðrinu, en fór svo, þvi
að ég vildi ekki gera rjúpuna hrædda.
Eftir þetta kom ég oft að hreiðrinu.
Tindi ég þá rjúpnalauf og færði henni
i lófa mínum. Fyrst var hún stygg og
vildi ekki þýðast mig. En þegar hún
fór að þckkja mig og sá, að ég gerði
henni ekki mein, varð hún spök og
iiæg. Hafði ég hina mestu ánægju af
rjúpunni minni.
Svo var það einn sólskinsdag, að ég
brá mér í heimsókn til vinkonu minn-
ar. Þar beið mín hryggileg sjón. Við
Iireiðrið lá höfuð og aðrar leifar af
rjúpukarra, en rjúpuna sá ég hvergi.
Ég bar leifar fuglsins i hrúgu og fór
svo heim. En sjaldan er ein báran
stök. Undir kvöldið syrti i lofti. Him-
inninn varð þungbúinn og þoka í efstu
brúnum. Þegar ég vaknaði morguninn
eftir, var allt þakið snjó. En það var
mjög svo óvenjulegt svo seint að vori.
Mér varð strax liugsað til rjúpunnar
minnar, en sökum fannkyngis komst
ég ekki upp eftir til hennar.
Eftir nokkra daga varð aftur autt.
Notaði ég fyrsta tækifæri sem gafst til
þess að heimsækja aftur vinkonu
mína, rjúpuna. Þegar þangað kom,
fylltist lijarta mitt fögnuði, þvi að ég
sá, að rjúpan var i hreiðrinu. En mér
brá í brún, þegar ég strauk um hana.
Hún var ísköld.
Vesalings rjúpan. Hún hefur ekki
viljað yfirgefa eggin sín og frosið i
liel einhverja nóttina. Svona mikil var
móðurást hennar og tryggð. Ég sat
iengi við hreiðrið, hljóð og hugsandi.
Húmið færðist yfir. Ég breiddi mosa
jfir rjúpuna og hreiðrið og fór heim.
Dulrún.
☆
Brúnn gamli og jeppinn.
Einn sólskinsdag í sumar liittust
þeir í hlaðvarpanum iieima.
Jeppinn: Sæll vertu, hestur minn.
Brúnn: Komdu sæll. Nú, þú hefur þá
mál og getur talað. Það gleður mig,
þvi að ég þarf margt við þig að spjalla.
.1.: Þess þarf ég líka. Þú getur sagt
mér ýmislegt, sem þú hefur lieyrt og
lært af forfeðrum þínum, er það ekki?
B.: Geturðu ekki lært af þínum eigin
forfeðrum?
J.: Á þá enga. Ég er fyrsta kynslóð
þessarar tegundar.
B.: Ja, nú er ég liissa. Þú ert þó
kominn langt að útrýma öllum hestum
af heimilinu. Áður en þú komst, voru
liér fimm hross og oft skemmtilegt,
þegar fridagar voru. Nú er ég einn
eftir, orðinn háifgerður forngripur og
kominn að fótum fram. Þegar ég
fell frá, verður enginn hestur hér
framar.
J.: Ja, nú er ég alveg hissa. Ég var
l'enginn hingað til þess að létta af
ykkur hestunum verstu langferðunum
og erfiðustu flutningunum.
B.: Einmitt það. Þó Iief ég nú til
þessa fengið göngurnar, sem eru allra
verstar. En segðu mér, hvað étur þú
annars.
J.: Olíu og benzín.
B.: Allt er það eins. Ég fékk einu
sinni olíu eða benzín ofan í reiðtygi,
sem á mér voru, og brann til óbóta.
Og komizt olía eða benzin í heyið mitt,
ét ég það alls ekki.
J.: Hvað ertu nú að tala. Þetta skil
ég alls eklti.
B.: Hvað liétu foreldrar þínir?
.1.: Veit ekki. Skil þelta ekki.
B.: Þykir þér ekki vænt um afkvæmi
þitt?
.1.: Afkvæmi ? Ég veit ekkert, hvað
það er.
B.: Von er, að þú sért kaldrifjaður,
heimskur og leiðinlegur, þegar þú veizt
ekki, hvað ást er. Eða ertu ekki lif-
andi vera?
J.: Það veit ég varla. Ég get kom-
ist úr stað með geypihraða, en til þess
þarf ég bilstjóra.
B.: Nú, stendur þú þá kyrr, þangað
til honum þóknast að flytja þig úr
stað? Ég held annars, að ég færi mig
lengra út á túnið, þar sem betra er að
éta, á meðan húsbóndinn lætur mig í
íriði.
J.: Ég þarf ekki að éta, nema þegar
ég er notaður. En þú?
B.: Ég ét, þegar ég er ekki notaður,
en ég hef engan tima til að éta meðan
ég vinn. Ég fer. Vertu sæll.
J.: Vertu sæll. Ég lield, að ég vildi
heldur vera hestur, þvi að hann virð-
ist ráða sjálfur, hvort hann fer eða
er kyrr. ViIIa-Lilla.
50