Æskan - 01.04.1956, Síða 2
ÆSKAN
Breiðasta brosið.
Riddarinn hleypur.
Þátttakendur skipa sér í tvöfaldan
hring. Þeir, sem eru í fremri hringn-
um, eru „hestar“, en hinir riddarar.
Riddararnir fara nú á bak hestum sin-
um, en þegar merki er gefið, þá yfir-
gefa þeir hestana og hlaupa einn hring
í kringum alla „hestana" og aftur á
bak hestum sínum. Sá, sem er síð-
astur, er úr leik og „hestur“ hans lika.
Þeir vinna, sem eftir eru. Siðan er
hægt að skipta urn. Riddarar verða
hestar, en hestar riddarar.
Skrifa rétt nafn.
Pappaspjald er lagt á borð og er þvi
skipt í marga reiti. Á reitina eru lagðir
ýmsir hlutir. Þátttakendum er leyft að
horfa á borðið í eina mínútu. Síðan
fara þeir i næsta herbergi og fá papp-
írsörk, sem þeir eiga að teikna á jafn-
marga reiti og voru á borðinu og skrifa
i hvern reit nafnið á hlutnum, sem var
í honum.
Þorskkausar.
Norskur sveitamaður átti einu sinni
að hafa komið í kaupstað og seldi þar
búsafurðir sínar. En nú vildi hann
ENN þá cr veðrið ekki svo gott, að þið getið
leikið ykkur úti, þegar þið eruð í afmælisboðum
hjá vinum ykkar. En hérna sýnum við ykkur
alveg nýjan leik, sem getur verið skemmtilegur
í hóp félaganna. — Þið skulið einfaldlega fá
ykkur málband og mæla, hver gestanna brosir
breiðast! Hægt er að snúa þessu upp í keppni
og verðlauna sigurvegarann.
kaupa ýmislegt til búsins og leitaði
víða fyrir sér um sitt af hverju í mesta
flýti. I flýtinum fór hann eitt sinn
dyravilt, lenti inn i skrifstofu í stað-
inn fyrir verzlunarbúð. Þar inni sat
skrifari. Sveitamaðurinn vildi ekki láta
á neinu bera og spyr þvi: „Með hvað
verzlið þið hér?“ Skrifarinn, er þótt-
ist hafa orðið fyrir ónæði, var fljótur
til svars og segir: „Með þorskhausa.“
„Jæja,“ varð sveitamanninum að orði.
„Það er víst vara, sem gengur út. Hér
er ekki sjáanlega nema einn eftir.“
drengurinn með skyggnishúfuna.
Hér sjáum við Helga litla ofan frá.
Hvað er hann að gera? Svör sendist til
blaðsins fyrir 1. júní nœstkomandi. —
Þrenn verðlaun, síðustu útgáfubœkur
Æskunnar, verða veitt.
Margret Ákadóttir,
Akureyri, hefur sent
blaðinuj þessa mynd.
Hún er frá skemmtun
barna á Akureyri og
sýnir Grýlu fjölskyld-
una.
38