Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1956, Blaðsíða 4

Æskan - 01.04.1956, Blaðsíða 4
ÆSKAN Konungsfjölskyldan. var fína málið, og hún var tölnð við liirðina. Félags- mál lætur drottningin mjög til sín taka og tekur virkan þátt í starfi ýmissa menningar- og mann- úðarfélaga. Konungshjónin liafa lagt sig í líma við að búa börnum sínum sem danskast iieimili. Þau hafa reynt að forðast að gera þeim æskudagana óeðli- lega og þvingaða með úreltum siðvenj um, sem oft svipta konungborin hörn þvi frjálsræði, sem barnið þarfnast til að verða að manni. Þess vegna hafa þau reynt að liaga lífinu eins og aðrar danskar fjölskyldur. Fyrir nokkrum áruin sagði konung- urinn við dönsk börn i útvarpið: „Við lifum líf- inu eins og margir aðrir danskir foreldrar, sem eiga þrjú fjörug og lieilbrigð börn. Okkar böm eru óþelclc og góð, eins og þið eruð öll.“ Prinsessurnar ganga í skóla, eins og önnur dönsk börn. Og þær njóta þar engra sérréttinda. For- eldrar þeirra hafa beðið um, að ekkert tillit væri tekið til þjóðfélagsstöðu þeirra. Með viturlegu uppeldi barna sinna hafa kon- ungshjónin sýnt skilning á vandamálum æskunnar og kröfum nútímans. Þau frábiðja börnum sínum forréttindi, sem flestum nútímamönnum þykja úr- elt og mundu hafa stíað börnunum frá eðlilegum samskiptum við jafnaldra sína úr öllum stéttum. Hin tilvonandi drottning, Margrét krónprinsessa, mun því vel undir samstarfið við þegna sína búin sakir uppeldis síns og náinna kynna af dönsku þjóðinni. Engin þjóð er okkur Islendingum jafnnátengd og Danir. Segja má, að Kaupmannahöfn væri liöfuðstaður okkar um aldir. Og Höfn var jafnan sá gluggi, sem veitti forfeðrum okkar yfirsýn yfir hinn menntaða heim. Þar námu þeir hin marg- víslegu fræði og kynntust nýjum siðum og háttum, framandi menningu, sem þeir fluttu með heim og gerðu íslenzka. Oft hefur að visu skorizt i odda, því að „þeim verður að sinnast, sem saman eru“. En þeir timar eru nú liðnir, og okkur ber að rækja frændsemi við Dani sem einhverja menntuðustu og ágætustu þjóð veraldar. Það er okkur sannur heiður. Friðrik konungur heimsækir ísland sem fulltrúi Danmerkur. Eftir heimsókn sina til F'ralíklands liaustið 1950 sagði hann: „Það erum ekki við per- sónulega, sem þessi mikli heiður og samúð eru sýnd, heldur landið okkar, Danmörk, það land, sem við erum fulltrúar fyrir . .. “ Og þess vegna kvaðst hann gleðjast hjartanlega yfir móttökunum. Gott er til að vita, að jafnágætur maður sækir okkur íslendinga nú heim sem fulltrúi hinnar ágætustu þjóðar, því að „hrísi vex og háu grasi vegur, er vætki treður.“ Megi blessun fvlgja samskiptum Islendinga og frændþjóðarinnar dönsku I V\\W\\\\\\V\VvVtVV\VVVWVWV\\V\V\\\VV\\\\V\\VVWW\W\\W\V\VWV\VVW Vilhelmína Þórhallsdóttir (12—13); Soffía Þórhallsdóttir (13—14); Fanney Þórhallsdóttir (15—16); Kristrún Þór- liallsdóttir (15—16); Ingibjörg Þór- hallsdóttir (15—16), allar á Langhús- uin, Fljótsdal, Norður-Múlasýslu; Berg- ljót Þórarinsdóttir (12—13); Ingibjörg Þórarinsdóttir (13—14), háðar á Víði- völlum, Fljótsdal, NorSur-Múlasýslu; Gunnar Baldvinsson (11—13), Kleif, Fljótsdal, Norður-Múlasýslu; Metúsal- em Jónsson (13—15), Hrafnkelsstöðum, Fljótsdal, Norður-Múlasýslu); Zóphón- ias Þórarinsson (11—12), Sigurður Þórarinsson (12—13), báðir á Viðivöll- um, Fljótsdal, Norður-Múlasýslu; Lilja Kristjánsd. (14—16), Litla-Bæ, Hvita- nesi, Norður-Isafjarðarsýslu; Fanney Guðmundsdóttir (15—16), Lýtingsstöð- um, Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðar- sýslu; Ingunn Gyða Aðalsteinsdóttir (12—14), Sólheimum, Borgarfirði (eystra).

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.