Æskan - 01.04.1956, Blaðsíða 5
ÆSKAN
Hrísa-Þorsteinn
og Vormjöll.
Eftir JOHAN FALKBERGET
Hann stóð úli á túni, sveittur og móður, með
skotthúfuna aftur á hnakka.
Það var eins og jörðin hefði gleypt Vormjöll.
Þorsteinn tók miklum stakkaskiptum eftir þetta
kvöld.
Hann varð þunglyndari en hann hafði nokkurn
timann verið. Mamma hans gat tæpast dregið út
úr honum orð.
En á boganum skipti hann og gamalli tinnu-
byssu. Hann skipti við Lappalcarl i Djúpaskarði.
Hann gaf sex rjúpur og málmhnapp i milli.
Þann dag hélt Þorsteinn upp í hliðina til að hitta
Mikka, gasprarann þann.
Ja, hann Mikki! Hann sat að venju í sólskininu
uppi i hliðinni og góndi niður eftir, þangað sem
Þorsteinn læddist.
En hvað var það, sem Hrísa-Þorsteinn bar um
öxl í dag? Eklci var það boginn! Mikki reigði sig
og brosti. Hann trúði ekki sínum eigin augum. Ef
Þorsteinn hefði komizt yfir byssu, þá væri líklega
bezt að taka til fótanna. Honum kom í hug síðasti
grikkurinn, sem hann hafði gert Þorsteini, svo að
það myndi betra að liafa sig af stað fyrr en síðar.
Mikki slcauzt af stað yfir þúfurnar með skottið
milli fótanna.
Og þótt Þorsteinn næði Miklca ekki í skotfæri,
var hann samt hreykinn yfir þvi, að loksins hefði
hann þó fengið skelmi þann til að bera tilhlýðilega
virðingu fyrir sér.
Á hverjum degi gekk Þorsteinn um með byss-
Una hlaðna nöglum og smásteinum. Heldur lítið
græddi hann á veiðunum. Mesta afreksverkið var
uð drepa mús. Hana fékk Hrísa-kisa. Hún var svo
uðframlcomin af hungri, að liana skorti afl og
úræði lil að veiða mýs sjálf.
Langferðo
Og svo kom vorið.
Þorsteinn hafði beðið og búið sig undir það
uianuð eftir mánuð. Hann hafði fylgzt nákvæm-
^ega með í almanakinu. Það var harpa, og það
var skerpla og sóhnánuðm'. En veðráttan fór nú
ekki alltaf eftir almanakinu hér uppi í fjöllunum.
Og morgun einn lagði Þorsteinn svo af stað
yfir hjarnið í átt lil Hyrnunnar.
Það setti að honum geispa, þar sem hann brun-
aði ófram yfir snæbreiðuna. Honum hafði ekki
runnið blundur á brá alla nóttina. Þegar hann
kom upp í auðnirnar, rann sólin upp. Og það varð
svo bjart, svo undurbjart á öllum hæðadrögunum.
Ljósið skein í gegnum liann, svo að liann varð
einungis eins og daufur skuggi á ferð yfir viðernin
í hinu glampandi sólskini. Nú geklc hann um land
gulls og silfurs og sólskins og ævintýra.
í vestri risu blá háfjöllin, og þar sá hann Hyrnu-
tindinn gnæfa mót himni. Hann var einnig drifinn
gulli. Líldega sat Vormjöll inni í sólstofunni og
hugsaði um hann.
Hann varð að tylla sér á þúfu og blása mæðinni.
Er hann sat þar og liugsaði, varð ný vísa til:
Vormjöll árla úr rekkju rís,
— roðar sólin bláan is —,
grefur upp úr gylltri skál
gulltvinna og silfurnál.
Vormjöll þykir vænt um mig.
Vífin sauma lífs um stig
nokkur léreft, önnur ull,
aðeins Vormjöll saumar gull.
En ekki varð þetta ljóðið lengra, því að í sama
bili kom stór hreinboli þjótandi. Á eftir hrein-
inum kom kolgrimmur úlfur másandi með tung-
una lafandi út úr gininu.
Þorsteinn greip til byssunnar, miðaði og skaut.
Úlfurinn rak upp ýlfur, sem smaug gegnum merg
og bein, og þarna lá hann steindauður.
En hreinninn nam staðar og geklc í átt til
Þorsteins.
— Hver ert þú, að vera þessi afbragðs skytta?
sagði hviti hreinbolinn. Þakka þér fyrir, að þú
bjargaðir mér úr þessum lífsliáska! Ef svo kynni
við að bera, að ég gæti gert þér greiða í staðinn,
þá væri mér það sönn ánægja.
— Ó, ég heiti bara Hrísa-Þorsteinn, og faðir
minn er aðeins gamall, vesæll sútari liérna norður
í fjöllunum, svaraði Þorsteinn. En annars er ég á
leið til Hyrnutröllsins sjálfs lil að athuga, hvort
hann vill ráða mig til sín sem vikadreng. Ef svo
vel vildi til, að þú gætir vísað mér leiðina þangað,
þar eð þú gerir svo viðreist um fjöllin, myndi ég
vera þér hjartanlega þakklátur fyrir það.
41