Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1956, Side 8

Æskan - 01.04.1956, Side 8
ÆSKAN Lesendurnir skrifa. Álfkonan. Ef ég mætti álfkonu, mundi ég hugsa mér, að liún væri óskaplega fögur, með glóbjart hár og gullspöng um ennið, í ljósbláum silkikjól, með rautt belti og hvítt skaut á höfðinu og í ákaflega fallegum, gylltum skóm. Og álfkonan segði við mig: „Ég skal gefa þér þrjár óskir.“ Þá mundi ég óska mér, að ég væri góð við alla, sérstaklega við þá, sem fátækir eru, og þá, sem bágt eiga. Önnur óskin væri sú, að ég væri dugleg að hjálpa mömmu, og þriðja óskin væri sú, að ég væri ávallt glöð og ánægð. Siðan segði álfkonan mér, hvar liún ætti heima. Hún átti heima í stórum hól. Síðan spurði hún mig, hvort ég vildi ekki koma inn í hólinn sinn. Auð- vitað vildi ég það. Þá leiddi hún mig um allan hólinn, og þá fannst mér hóll- inn orðinn að raunverulegu húsi, og mikið fannst mér skrautleg herbergin hennar. Þau voru prýdd með myndum og málverkum og ýmsu skrauti. Svo leiddi álfkonan mig inn í eldhúsið. Það var lika skrautlegt. Þar stóð borð á miðju gólfi með gómsætum krásum, svo að ég fékk vatn i munninn að hugsa um það. Svo fékk ég að bragða á krás- unum. Þegar því var lokið, fór álfkon- an með mig út úr hólnum og kvaddi mig. Síðan hvarf hún aftur inn í hólinn. Bylgja Angantýsdóttir, 11 ára. ☆ á hana, en allt i einu sáum við, að hún var rófulaus, og það þótti mér ieiðin- legt. Við fórum nú að athuga hana betur, þá var hún ekki rófulaus, eins og ég hélt. Hún hafði lagt rófuna með fram hliðinni og yfir hálsinn. Líklega til að halda á henni hita. Svo gáfum við henni alltaf mat þarna, og hún kom á hverjum degi til að éta. Eitt kvöldið kom önnur mús, miklu stærri. Ég hugsa, að það hafi verið karlinn hennar. Hann stóð á aftur- fótunum og þrýsti trýninu upp að rúð- unni. Síðan veðrið fór að batna, hafa þær ekki látið sjá sig. Harpa Friðjónsdóttir, 11 ára. ☆ Bókin, Bezta bókin, sem ég hef lesið, heitir Kristín i Mýrakoti. Ég veit ekki, af hverju mér finnst það, en ég held það sé af því, að Kristín RIMERKI Mýsnar við gluggann. í vetur var skafl fyrir utan eldhús- gluggann okkar. Hann náði upp á miðj- ar rúður. Við gáfum alltaf fuglunum á skaflinn. Einu sinni sáum við stóra mús, sem var að borða fuglamatinn. Það hafði snjóað yfir matinn um nótt- ina, og þess vegna varð hún að sópa snjónum ofan af honum, og liún skildi eftir sig braut, eins og eftir litla jarð- ýtu. Okkur þótti mjög gaman að horfa 44 Íþróttafrímerki eru ineða'l þeirra frí- merkja, sem ungir safnarar sækjast mest eftir. Nú höfum við fyrir nokkru fengið okkar eigin iþróttafrímerki. Fjöldi af iþróttafrímerkjum er gef- inn út árlega í ýmsum löndum. Af sundi og dýfingum eru nú til mörg frímerki. Færri lönd hafa gefið út frí- merki með myndum af glimum og ekk- ert land af islenzkri glimu nema ís- land sl. ár. Má vel vera, að sú útgáfa verði til þess aðivekja nokkra athygli á þessari þjóðariþrótt okkar. Nokkur frimerki sýna grísk-rómverska glímu og fjölbragðaglíinu og ein tvö svissneska glímu, sem sagt er að svipi dálítið til okkar glímu, að minnsta kosti glimu- Gerist kaupendur. Söfnun nýrra kaupenda stendur sem hæst.Hafið þið athugað það, að ef lesmál Æskunnar væri g e f i ð út í bókarformi, þá myndi sú bók ekki kosta minna en 100 krónur. Góðir vinir Æskunnar eldri og yngri! Við treyst- ura enn sem fyrr ú Btuðning ykkar. — Munið 8 0 0 nýj a kaupendur. var fátæk og þurfti að berjast áfram. Og líka af þvi að hún var svo liugrökk og góð stúlka. Þessa bók fékk ég i afmælisgjöf, þeg- ar ég var níu ára gömul. Mér þykir jafnvamt um liana, þó að hún sé ekki ný. Aðalheiður S. Jónsdóttir, 10 ára. ☆ tökin. Árið 1950 voru aðeins til 11 teg- undir frímerkja í heiminum ,sem sýndu glímur i einhverri mynd. Árið 1949 var lialdið Evrópumeistaramót i fjölbragðaglimu. Það var í Tyrklandi. í tilefni af því var gefin út samstæða með fjórum merkjum með myndum af þeirri glímu, og á þeim myndum eru jiað tyrkneskir og sænskir glímumenn, sem eigast við, en þær þjóðir áttu þá beztu fjölbragðaglímumenn heimsins. Því miður liöfuin við eklci til myndir af þessum merkjum núna, en vera má, að við getuin birt þær seinna, ef ein- hverjir óska eftir því. J. Agnars.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.