Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1958, Blaðsíða 10

Æskan - 01.03.1958, Blaðsíða 10
ÆSKAN Fresturinn er til 1. apríl. Nú er tækifærið að ganga úr greip- um þeirra lesenda blaðsins, sem ekki hafa enn freistað gæfunnar með því að taka þátt í ritgerðasamkeppni Æsk- unnar og Flugfélags íslands h.f. Frest- urinn er útrunninn 1. apríl næstkom- andi. Ritgerðarefnið er: Hvaða þýðingu haf a flugsamgöngur fyrir íslendinga? Þrenn verðlaun verða veitt: 1. verð- laun verður flugferð til Kaupmanna- hafnar og heim aftur með hinum glæsilegu Viscount-vélum Flugfélags íslands h.f.; 2. og 3. verðlaun verða flugferðir fram og til baka eftir eigin Ljónið og geitin. Framhald af blaðsíðu 41. alvarlega í brún. Það þóttist vita, að gest- urinn væri kominn gagngert í þeim erinda- gerðum að éta sig, og ákvað þvi að fjar- lægja sig þegar í stað, en kvaðst mundu ganga niður að á til að þvo sér. En á leiðinni niður að ánni mætir það sjakala, öðru nafni refsbróður. Þegar sá síðar nefndi sá konung dýranna svona ang- istarlegan, spurði hann bvað komið hefði fyrir. Sagði Ijónið þá söguna af liinu kynlega dýri, sem leit út nákvæmlega eins og venju- leg geit, en var ekki haldið hinum minnsta ótta, sem geitur eru annars þekktar að. Þetta, sem var bráðgreindur refsbróðir, 42 vali á leiðum Flugfélags íslands h.f. hér innanlands. En Flugfélag íslands h.f. hefur flugáætlun til 20 staða inn- anlands. Afgreiðslur og umboðsmenn félags- ins hér innanlands eru: Akureyri: Flugfélag íslands h.f., Kaupvangs- stræti 4. Bíldudalur: Hjálmar Ágústs- son, verkstjóri. Blönduós: Verzlunin Valur. Egilsstaðir: Flugfélag íslands h.f., Egilsstaðaflugvelli. Fagurhóls- mýri: Helgi Arason, bóndi. Flateyri: ísfell h.f. Hella: Kaupfélagið Þór. Hólmavík: Þorgeir Sigurðsson, tré- smiður. Hornafjörður: Sigurður Ól- afsson, útgerðarmaður. ísafjörður: Flugfélag Islands h.f., Hafnarstræti 1. Kirkjubæjarklaustur: Siggeir Lárus- son, oddviti. Kópasker: Þórhallur Björnsson, kaupfélagsstjóri. Patreks- fjörður: Verzlun Ó. Jóhannesson. Siglufjörður: Lárus Blöndal, kaup- maður. Vestmannaeyjar: Flugfélag ís- lands h.f., Skólavegi 2. Þingeyri: Gunnar Proppé, afgreiðslumaður. Þórshöfn: Aðalbjörn Arngrímsson, af- greiðslumaður. Skógar: Jón Hjörleifs- skildi nú strax, að hér var ekkert annað á ferð en venjuleg geit, sem gert hafði ljónið svona hrætt. „Hún liefur blekkt þig. Hún er bara venjuleg, huglaus geit, eins og allar aðrar geitur", fullyrti refsbróðirinn. „Hún hefur bara látizt vera hugrökk til að sleppa und- an þér. Vertu bara rólegur, lagsi. Iíomdu, við skulum fara niður í lioluna og gera okkur gott af ]>essari blekkingarkind.“ Ljónið fór að ráðum sjakalans og hélt svo með honum til baka inn í holuna. Þegar geitin stóð aftur andspænis ljón- inu, sá hún strax, að hinn fláráði refsbróðir mundi hafa verið með í ráðum, en liún lét samt ekki hugfallast. Hún geklc á móti þeim, sem komnir voru, með miklum virðu- leik og spurði sjalialann: Svona framkvæmir þú þá fyrirskipanir mínar. Þú, sem átt að færa mér tíu Ijón, son, símstöðvarstjóri. Seyðisfjörður: Kaupfélag Austfjarða. Sauðárkrókur: Valgarð Blöndal, bóksali, Reyðar- fjörður: Thulin Johansen, fulltrúi. Neskaupstaður: Kristín Ágústsdóttir, símstöðvarstjóri. Grímsey: Útibú Kaupfélags Eyfirðinga. Eskifjörður: Hallgr. Hallgrímsson, póstafgreiðslu- maður. Húsavík: Sigurður P. Björns- son, sparisjóðsstjóri. Á þessari ujiptalningu sjáið þið, að úr mörgum stöðum verður að velja fyrir þá, sem hljótd 2. og 3. verð- launin. MUNIÐ, að fresturinn er aðeins til 1. apríl. Með hverri ritgerð þarf að vera fullt nafn höíundar, heimilisfang og aldur. Úrslit verða birt í maí—júní- blaðinu. svo ég geti étið þau öll hér í einu — og i stað þess færir þú mér aðeins eitt. Fyrir þessa óiilíðni þína mun ég refsa þér.“ Þegar ijónið lieyrði ])etta, þóttist það vita að sjaltalinn hefði dregið sig á tálar. Það réðst á hann af mikiili bræði. En geitin notaði nú tækifærið til að koma sér út úr gryfjunni. Þannig slapp hún und- an Ijónsklónum. DÆGRADVÖL. Taktu disk og láttu smálilut á hann, t. d. hárnál. Heltu vatni á diskinn, svo að yfir lilutinn fljóti. Skyldi nú vera liægt að taka lilutinn með berum fiugrum, án þess að bleyta þá? Já, ef þú ferð svona að: Þú tekur vatnsglas og brennir í því bréfsnepil. Þegar bréfið fer að loga, þá setur þú glasið á hvolf niður í vatnið, og þá mun vatnið ’sogast inn í glasið.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.