Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1963, Blaðsíða 6

Æskan - 01.07.1963, Blaðsíða 6
„Frá því ég man iyrst eftir mér var það mesta löngun mín að komast til sjós,“ segir gamall landkrabbi frá. „En nú skai ég segja ykkur, livernig stóð á því, að ég fékk mig fullsaddan af því.“ „Bæði langafi minn, afi minn og faðir höfðu verið sjó- menn. Sjórinn liafði tekið hann föður niinn, og móðir mín, sem var annars mjög ljúf og eftirlát, sagði alitaf þvert nei, hvenær sem ég minntist á, að mig langaði tii að komast til sjós. Hana langaði ekki til að missa mig í sjóinn. Eigi að síður var ég daglega niðri við höfn og hlustaði þar hugfanginn á frásagnir sjómannanna af ferð- um þeirra út um heim. Og einn góðan veðurdag tók ég ákvörðun. Ég var staðráðinn í því að strjúka að lreiman. Ég liafði séð mér út skip, sem ég vissi að átti að sigla S]ÓFERÐ morguninn eftir, og urn miðja nótt, þegar allir á heim- ilinu voru sofnaðir, læddist ég út um eldhúsdyrnar með pjönkur mínar undir hendinni. Það var dimmt um nótt- ina, svo að mér tókst að komast um borð í skipið án þess ég sæist. Ég fann lúguna opna og tókst að klifrast oían í lestina, læddist þar í krók bak við stóra tunnu og sofnaði bráðlega. Þegar ég vaknaði, var enn niðamyrkur. Mér fannst nóttin vera óendanlega föng og var orðinn glorhungraður og át með beztu lyst nokkrar brauðsneiðar, sem ég hafði verið svo forsjáll að stinga á mig. Mér létti mikið, þegar ég lieyrði, að skipið létti akkerum og brátt fann ég á hreyíingum þess, að það var komið út á rúm- sjó. Öldugjálfrið á súðinni ágerðist stöðugt og jrað brak- aði og marraði í skipinu. Það leið ekki á löngu, Jrangað til ég hafði kastað upp öllu þvi, sem ég hafði í mig látið. Ég var dauðveikur og ég fann, að Jrað einasta, sem gæti lijálpað mér væri gott loít. Ég rétti úr mér og fór að þreifa eítir kaðlinum, sem ég hafði lesið mig eftir niður í lestina, en nú var hann horfinn. Jafnframt komst ég að raun um, að lestaropinu hafði verið fokað! Það komst ekki nokkur ljósrák niður til mín, og hvar sem ég reyndi fyrir mér, rakst ég alls staðar á kassa og tunnur, eða hvað það nú var. Nú varð ég alvarlega hræddur, þegar mér varð Jrað Ijóst, að ég var lokaður inni — grafinn lifandi! Ég öskraði og hrópaði eins og ég framast megnaði, en allt varð það árangurslaust, Jrví að enginn heyrði til mín. Loks valt ég út af alveg örmagna og fór að útmála fyrir niéi'. hvernig ég mundi sálast úr hungri. Garnirnar í mér voru farnar að gaula af sulti, og ég var með brennandi þorsta- Hvernig ætti ég að aíbera Jtetta, Jrótt ekki væri nema einn dag í viðbót? Ég lá með höfuðið upp að stóru tunn- unni, sem ég liafði falið mig á bak við, Jregar ég allt 1 einu heyrði himneskt liljóð úr digru vömbinni á henm'- Kluk-kluk-kluk! sagði hún, eins og hún væri að hlæja að mér. Skyldi ekki vera vatn í henni? Ég tók hnífinn minn og boraði gat á tunnuna. Hver getur lýst gleði minni. Jregar ég fann kalda vatnsbunu streyma beint á mig. Ég drakk og drakk, og Jregar ég var orðinn afþyrstur, skai' ég hornið af jakkanum mínum og stakk því í gatið til bráðabirgða. Svo fór ég að leita að tappa og fálmaði fyrn' mér, þangað til ég fann kassa. Mér tókst að kljúfa spýtn úr lokinu með hnífnum mínum, og mikið varð ég ieg" inn, er ég uppgötvaði, að skipskex var í kassanum. £g tálgaði tappa úr spýtunni og tróð í tunnugatið og hypj' aði mig svo aitur að kexkassanum og fór að éta. Mér óx nú dálítið hugur, ]jví með svona mikinn forða af mat og drykk Jróttist ég viss um að verða ekki hungur- morða Jró að við sigldum í heifan mánuð, og eftir svo langan tíma mundum við áreiðanlega vera komnir a ákvörðunarstaðinn. Ég var nú farinn að venjast myrkrinu, og næstu daga kannaði ég lestina nákvæmlegar en ég hafði gert áður, en ekki tókst mér að finna ileira ætilegt- Svo var það einn daginn í einverunni, að ég gerði hræðilega uppgötvun. Þegar ég var að ná mér í kex t kassanum, fann ég Jrað nefnilega, að Jrað voru aðeins fa- ein stykki eftir. Hvernig gat þessu vikið við? Ég vissi upp á hár, að kassinn hafði verið að minnsta kosti hálfuf

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.