Æskan - 01.07.1963, Síða 8
Ár í heimavistarskóla.
ÆSKAN ---------------------------
• í „refsingarskyni“ fyrir nætur-
ferðina eiga Páll og Nancy að
vera Betty litlu hjálpleg.
Börnin klöppuðu, þegar þau heyrðu,
hver „refsingin" var, og stúlkurnar
lögðu sig beinlínis fram við að vera
sem vingjarnlegastar við litlu stúlk-
una.
MAÐURINN
MEÐ RAUÐA HÁLSKLÚTINN
„Eigum við ekki að skreppa og
sækja bréfið?“ spurði Páll systur sína
nokkrum dögum síðar.
„Bréf? Hvaða bréf?“
„Æ, þú gleymir alltaf öllu!“ svar-
aði hann óþolinmóður. „Það er þó
ekki liðin nema vika síðan bréfið
var íalið í klausturrústunum, og nú
ertu búin að gleyma því, vegna þess
hve mikið þú leikur þér við Betty
og hinar stelpurnar."
Það var ekki laust við, að Páll
væri svolítið afbrýðisamur. Honum
fannst Nancy gefa sig svo mikið að
stelpunum, að hún alrækti hann —
þau voru þó systkini!
„Heyrðu, taktu myndavélina með,“
sagði Nancy, „og svo tökum við nokkr-
ar myndir í dag — sólin skín svo glatt
— og svo getum við sent þær til
pabba og mömmu. Þá eiga þau 'auð-
veldara með að skilja, hvernig þetta
lítur allt út, þegar við segjum frá.“
Páli þótti þetta ágæt hugmynd, og
þau lögðu af stað í sólskinsskapi.
Þetta var sannarlega eitthvað annað
en að paufast þangað í næturmyrkri
og vera svo með slæma samvizku í
þokkabót.
Þau tóku fyrst myndir af rústunum
úr nokkurri fjarlægð, en íærðu sig
síðan nær og tóku fleiri myndir. Loks
klifraði Páll upp á hálffallinn múr-
vegg — en þar stóð hann skyndilega
hreyíingarlaus og gaf Nancy bend-
ingu um að hafa hljótt.
Hún fylgdi á eftir lionum og gægð-
ist íorvitin yfir vegginn. Hvað var
eiginlega á seyði?
í grasinu handan við vegginn lá
maður og svaf — reglulegur lassaróni
að sjá, órakaður og skítugur. Um háls-
inn hafði haiín val'ið rauðum, rytju-
legum hálsklúti.
„En hvað ltann er spaugilegur,"
hvíslaði Nancy og Páll kinkaði kolli.
„Heyrðu, ég ætla að taka mynd af
honum," sagði hann og stillti mynda-
vélina.
Páll tók myndina og Nancy sótti
bréfið — það var vel geymt á sínum
íelustað — og svo flýttu þau sér heim
aftur.
Þegar þau voru komin heim undn'
skólann, mættu þau Tomma, sem var
mjög hátíðlegur á svip.
„Það var gott, að þið komuð — við
megum ekki vera úti lengur — það
hefur dálítið komið fyrir,“ sagði hann
ákalur.
„Hvað er það?“
„Innbrot! Uppi á herragarðinum!‘
Tommi elskaði leynilögreglusögur,
í grasinu handan við vegginn lá
maður og svaf — reglulegur
lassaróni að sjá, órakaður og
skítugur. Um hálsinn hafði
hann vafið rauðum, rytjuleg-
um hálsklúti.