Æskan - 01.07.1963, Síða 10
ÆSKAN
MERLINS
töframanns.
Galdrasíminn á bak við bókaskápinn hringdi.
Brúni hvolpurinn, hann Snati, lyfti höfðinu og hlustaöi. Kötturinn Branda opnaði
grœnu augun sín og leit í kringum sig.
Tini tindáti gekk eitt skref áfram, en datt svo beint á nefið.
Kláus og Maja Iilupu til þess að svara í símann.
Þetta var galdrasími, og hess vegna var lítill gluggi á honum, og i lionum sá maður
jiann, sem talað var við —- alveg eins og í sjónvarpi.
„Þetta er Merlin töframaður!“ hrópaði Maja hrifin.
„Halló, Merlin,“ kallaði Kláus og brosti til myndarinnar af Merlin, scm liann sá í
glugganum.
Merlin töframaður brosti til þeirra.
„Halló, Kláus og Maja!“ sagði liann. „Mér datt i hug, hvort ykkur og vini ykkar
langaði til þess að koma og skoða garðinn minn.“
„Já, það væri gaman," sagði Maja. En svo þagnaði liún, þvi að lienni datt svolítið
í liug. „En, Merlin,“ sagði hún, „nú er liávetur. Nii eru engir garðar í blóma.“
„Hefurðu þá gleymt því, að ég er töframaður?" spurði Merlin. „En flýtið ykkur að
koma hingað, þá getið þið sjálf séð. Og segið vinum ykkar, að þeir megi koma með.“
Nokkrum mínútum seinna voru þau öll tilbúin. Þar var Kláus og Maja, Kasper og
Tini tindáti, Marianna, hvolpurinn Snati, kötturinn Branda og Teddi bangsi þrengdi
sér líka varlega inn á bak við bókaskápinn. Þar fundu þau litla liurð, sem stóð opin
í hálfa gátt. Þar gengu þau inn og komu að löngum stiga.
„Sjáið, þetta er rúllustigi!“ hrópaði Maja. Þegar stiginn var kominn niður með þau,
uppgötvuðu þau, að þau voru komin inn í húsið hans Merlins.
Töframaðurinn hrópaði á börnin að utan.
„Hér er ég! Komið hingað út! Ég er i garðinum!“ kallaði hann.
Þau flýttu sér út um bakdyr hússins.
„En þetta er hreint enginn garður,“ sagði Teddi bangsi. „Það er að segja, þetta er
ekki annað en venjulegur garður þakinn snjó, eins og allir aðrir garðar á þessum
tíma árs.“
„Nei!“ lirópaði Merlin töframaður. „Þið eruð að skoða skakkan garð. Ég er hérna.“
Og þá tók Marianna eftir stóru glcrhúsi, sem var næstum i hvarfi á bak við há tré.
Merlin töframaður stóð í dyragætt glerhússins og bauð þau velkomin. Þau gengu
öll inn.
Og sér til mikillar undrunar sáu þau þar þann fegursta garð, sem hægt er að hugsa
sér. Inni í glerhúsinu var sem á miðju sumri. Þar var lilýtt og sólríkt og angan rakrar
moldar og blóma fyllti loftið.
„Sumir kalla svona hús gróðurliús," sagði Merlin, „en þið vitið, að ég get sýnt
ykkur allt þetta, af því að ég er svo snjall töframaður." Hann laut niður og tíiuli
nokkrar rósir og nellikur, sem hann deildi meðal gesta sinna.
„Satt að segja,“ hélt hann svo áfram, „getur Iiver, sem á svona upphitað glerliús,
liaft blómstrandi garð á miðjum vetri."
„Já, en þetta er samt yndislegur garður,“ sagði Maja, „og kærar þakkir fyrir öll
fallegu blómin."
Vetrarffarður
► ♦ /Evintýri og sögur, frá ýmsum löndum. ♦ <
Boltaleikur
Það er ekki auðvelt að muna
afbrigðin tíu, sem þið þurfið
að nota í boltaleik. En hérna
koma þau, og nú ættuð þið að
muna þau, þar sem þið fáið
þau á prenti:
1. Kasta boltanum i vegginn
og grípa hann (einu sinni).
2. Kasta boltanum með yfir'
handarkasti í vegginn (tvisvar)-
3. Kasta boltanum í vegginn
og krossleggja hendurnar áður
en þú grípur hann (þrisvar)-
4. Kasta boltanum í vegginn
og klappa saman höndum bak
og fyrir áður en þú grípáf
hann (fjórum sinnum).
lófa og gripa hann (fimm sinn-
um).
6. Kasta boltanum undir
hægri fót í vegginn og gr»Pa
hann (sex sinnum).
7. Kasta boltanum upp í i°^
og slá hann með hægra handar-
baki í vegginn og grípa hann
svo (sjö sinnum).
8. Kasta boltanum með hæPr>
hendi fyrir aftan bak í vegfi
og grípa hann (átta sinnunab
9. Kasta boltanum með h*Kr,_
hendi undir vinstri handlegg 1
vegginn og grípa hann i11111
sinnum).
10. Snúa baki að veggnum
kasta boltanum yfir höfuðið >
vegginn og grípa hann ún þcSfl
að snúa þér við (tíu sinnunO-
★★★★★★★★★★★★★**
182