Æskan

Årgang

Æskan - 01.07.1963, Side 18

Æskan - 01.07.1963, Side 18
ÆSKAN Nú þekkti ég manninn. Það var annar þeirra, sem við Murdstone höfðum heimsótt í Suffolk. Hann lagði höndina á öxl mér og spurði, hvernig mér gengi í skólanum. „Hann er ekki í neinum skóla,“ sagði Murdstone. „Ég veit ekki, hvað ég á að gera við harin. .. . Þetta er örð- ugur strákur." Að svo búnu sleppti ókunni maðurinn mér, og ég labb- aði frá þeim. Aðkomumaðurinn gisti hjá okkur um nóttina, og morg- uninn eftir hitti ég bæði hann og Murdstone við morg- unverðinn. „Jæja, Davíð, ungir menn eiga að vinna, en ekki slæp- ast og hanga í iðjuleysi,“ tók Murdstone til máls. „Nú hefur þú fengið þó dálitla tilsögn, en það er ekki það, sem þú þarfnast. Það, sem gerir þig að manni, er baráttan við lífið og tilveruna." Ég leit á hann, og mér ilaug í hug, að ég væri nú þegar búinn að eiga við nægilega örðugleika að stríða, en ég sagði ekki neitt. „Þú heíur víst heyrt getið um fyrirtæki þeirra Murd- slone & Grinbys? Herra Quinion, sem þarna situr, er yfirmaður þess. Þeir veita nokkrum drengjum vinnu, og þá vantar fleiri! ... Nú ferð þú með herra Quinion til London og íærð starf við fyrirtækið! ... Þú átt sjálfur að sjá þér fyrir fæði og vasapeningum, en húsnæði þitt og þjónustu skal ég borga.“ Þar sem ég sá fram á, að enginn mundi taka neilt til- lit til þess, sem ég segði, þagði ég, og daginn eftir fór ég með herra Quinion til London. ELLEFTI KAFLI. Ég byrja nýtt líf. Skrifstofan eða réttara sagt vörugeymsluhúsið, sem ég átti að starfa í, var niðri við ána, í Blackfriars-hverfinu. Það var gamalt, hrörlegt hús, fullt af rottum. Húsinu fylgdi sérstakur hafnarbakki, þar sem skip voru fermd vörum, og féll upp að honum um flóð, en um fjöru var ekkert nema forarefja fyrir utan hann. Þarna var fjarska sóðalegt, hvar sem litið var, og megnan óþef lagði um allt húsið. Murdstone & Grinby verzluðu með ýmsar vörur, en einkum þó með drykkjarvörur. Þarna þurfti því á ógrynni af flöskum að halda, og starf drengjanna var í því fólg- ið, að þvo tómar flöskur og líma vörumiða á þær fullu. Við vorum þarna alls fjórir drengir, og ég var settur milli tveggja, sem hétu Mick og Melpap. Sá fyrrnel'ndi sagði mér strax í óspurðum fréttum, að faðir sinn væri ferjumaður á pramma og væri með fallega, svarta flauels- húfu í skrúðgöngunni á aímælisdegi stjórnarskrárinnar. íslenzltir húninéar. ^ myndinni sjáum --------------------------nokkra félaga í Þjú'" dansafélaginu, þar sem þeir kynna íslenzka búninga- " Aftari röð frá vinstri: Kvenbúningur frá því um 1800 nU'ú strompi (strompfalcli), kvenbúningur frá sama tíma me‘’11 breiðum faldi (spaðafaldi). Tveir karlmannsbúningar Þa SviP' verðuf■ Ljósmyndarl þessar myIld‘r’ margt get* mannsbarrii Svipurinn þegar þcin1 matinn! 190

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.