Æskan - 01.07.1963, Side 19
ÆSKAN
Hinn drengurinn, sem ekki vildi vera neinn eftirbátur
Micks, sagði mér, að faðir sinn væri í slökkviliðinu og
starfaði við eitt af stóru leikhúsunum í borginni.
Ég sagði þeim ekkert um heimili mitt og gaf mig
yfirleitt frekar lítið að þeim. Þegar ég liugsaði til fyrri
ielaga minna, þeirra Steerforths, Traddles og annarra
pifta í skólanum og bar þá saman við Mick og Meipap,
fann ég til biturs sársauka yfir því, að ég skyldi vera
kominn niður á svona herfilegt mannfélagsstig. Ef til
vill ætti það fyrir mér að liggja að húka hér við flösku-
þvott öll æskuár mín og gleyma öllu, sem ég hafði lært.
Draumar rnínir um að verða einhvern tírna færður og
ágætur maður áttu þá afdrei að rætast. Ég átti þá að
veslast upp í fávizku og eyrnd!
Tilhugsunin um allt þetta tekk ákaflega mikið á mig,
og fyrsta klukkutímann var ég sí-grátandi.
Þegar klukkan var orðin eitt síðdegis, var kallað á mig
inn í skrifstofuna, og hitti ég þar auk herra Quinions
gildvaxinn náunga í svörtum frakka og á mórauðum
brókurn. Hann var bersköllóttur og breiðleitur. Föt hans
voru öll gljáandi og snjáð af siiti, og hái flibbinn hans
var langt frá því að vera hreinn. Hann hélt á montpriki
í hendinni og framan á frakkanum hans dingluðu nef-
klípugleraugu.
„Þarna er hann,“ sagði Quinion og benti á mig.
„Svo-o, þetta er þá þessi ungi Copperiield,“ sagði sá
digri mjög tigimnannlega og góðlátlega. „Það gleður
mig að kynnast yður. — Ég vona, að yður líði hér vel.“
Ég hneigði mig og svaraði, að mér liði ágætlega.
„Þetta er herra Micawber," sagði Quinion. „Hann er
umboðsmaður okkar, og lierra Murdstone hefur mælt
svo fyrir, að þú eigir að búa hjá honum."
„Já, heimilisfang mitt er Windsor Terrace, en af því
að ég býst við, að þér séuð enn ekki orðinn kunnugur
í borginni, vildi ég mega hafa þann heiður að leiðbeina
yður gegnum leyndardóma þessarar nýtízku Babýlonar . . .
eða með öðrum orðum, ég ætla að koma í kvöld og fylgja
yður lieim.“
Ég þakkaði honum innilega fyrir, og síðan kvaddi herra
Micawber herra Quinion og labbaði bísperrtur og hnakka-
kertur út úr skrifstofunni, vingsaði montprikinu með
afarmiklum fjálgleik og sönglaði danslag.
Þegar hann var farinn, borgaði Quinion mér vikukaup-
ið rnitt fyrirfram. Það voru, ef ég man rétt, sex shillingar,
og sagði mér jafnframt, hvað ég ætti að gera síðari hluta
dagsins.
Síðan fór ég út í borgina að borða miðdegisverð, það
er að segja, ég keypti mér eggjakökubita í matsölubúð
og át hann síðan úti á götu. Svo fékk ég mér vatn að
drekka úr vatnsdælu einni. Klukkan tvö fórum við aftur
til vinnu og unnum til kl. átta á kvöldin. Micawber kom
klukkan á mínútunni átta að sækja mig, og á leiðinni
191