Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1963, Síða 20

Æskan - 01.07.1963, Síða 20
ÆSKAN / Refir líkjast hundum bæði að stærð og útliti. Litur og háralag fer eftir landinu, þar sem þeir eiga heima. í Mið-Evrópu og Miðjarðarhafslöndunum eru refirnir brún- leitir. í heimskautalöndunum, í Noregi og á íslandi skipta þeir lit eftir árstiðum, eru mórauðir á sumrin, en hvítir á vetrum. 1 flestum löndum, þar sem refir eiga heinra, grafa þeir sér djúp fylgsni í jörðina. I>au eru nefnd greni. Fjölmargir gangar liggja í allar áttir út frá hælinu. Gerir refurinn það til að geta sloppið út um einliverjar dyrnar eða inn í grenið, þótt iuetta sé við einhvern innganginn. illllIIIIIIIIIIiEIIHIIIIIIlllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIÍIillllllllllliBllllllillltlimilIIIIIimillllBIilllIH IIIIIIIIIIIIilBllllllllllimilillllllllllillllllEilin lieim til hans skýrði hann mér rækilega og skilmerkilega irá því, hvað göturnar hétu, til þess að ég kynntist bænum. Þegar við kornurn heim, kynnti Micawber mig konu sinni, sem sat í dagstoíu þeirra með smábarn á brjósti. Það var tvíburi, og litli bróðir barnsins lá í vöggunni og beið þess að komast að til að sjúga. Allan þann tíma, sem ég var hjá þessari fjölskyldu, sá ég frú Micawber aldrei svo, að hún væri ekki með annan hvorn tvíburann á brjóstinu eða í kjöltunni. En auk tvíburanna voru hér tvö önnur börn, fjögra ára drengur og jrriggja ára stúlka, og auk þess var á heimilinu ung, subbuleg vinnustúlka, sem trúði mér strax fyrir því, að hún væri óskilabarn, sem hefði fundizt, og ætti hvorki föður né móður. íbúðin, sem Micawber bjó í, var ámóta ræksnisleg út- lits og hann sjálfur. Veggfóðrið var rifið og skítugt, og húsgögnin voru gömul og úr sér gengin. Herbergið, sem mér var ætlað, var efst uppi í rjáfri og vissi inn í portið. Það var afar þröngt og lítt húsgögnum búið. Frú Micawber leiðbeindi mér upp í herbergið fyrsta kvöldið. Hún hélt á öðrum tvíburanum á handleggnum, og við vorum ekki fyrr komin inn í herbergið en hún var orðin móð og uppgefin og lét fallast á stól. „Jæja, ekki datt mér það nú í hug, þegar ég var heirna hjá mömmu og pabba, að ég þyrfti að vera að hafa leigj- endur,“ tók frú Micawber til máls. „En hann Micawber á svo örðugt nú sem stendur, og þá verður maður að sætta sig við allt! . . . Ef skuldheimtumennirnir gefa hon- um ekki frest, þá verða þeir sjálfir að taka afleiðingun- um. Hann Micawber á ekki grænan eyri sem stendur. Mér var ekki ljóst, hvort frú Micawber áleit, að ég væri eldri en ég var í raun og veru, en hún talaði alltaf við mig eins og ég væri fulltíða maður, og þó var ég ekki nema tíu ára gamall. Vesalings frú Micawber! Hún reyndi víst áreiðanlega að hjálpa manni sínum, eftir því sem hún gat. Að minnsta kosti stóð letrað á málmplötu við útidyrnar: Ungmeyjaskóli frú Micawbers. En ég sá aldrei neina unga stúlku á heimilinu, og skil ekki í, að nokkurn tíma hafi verið búizt við neinni. Eina ókunna fólkið, sem ég sá, voru skuldheimtumenn, en af þeim var líka nóg, og þeir voru svei mér ekki sem beztir viðureignar. Þeir komu á öllum tímum sólarhringsins og voru fokvondir, ef þeir fengu ekki peninga. Ef þeim var ekki hleypt inn, stóðu þeir úti fyrir dyrunum, jusu yfir Micawber fúkyrðunum og kölluðu lrann svikara, þorpara og þjóf. Þegar slíkt bar að liöndum, komst Micawber í afarvont skap og hótaði að ráða sjálfan sig af dögum. En þegar skuldheimtumennirnir voru farnir, fór hann að bursta skóna sína þangað til það glampaði á þá, raul- andi fjörugt lag. En síðan greip hann montprikið sitt og gekk út sér til skemmtunar. Frú Micawber var álíka kærulaus og maður hennar. Ég hef séð hana falla í yfirlið klukkan þrjú, senda vinnu- konuna í veðlánaskrifstofuna klukkan fjögur og éta lambasteik í bezta skapi klukkan fimm. Einu sinni, þeg' ar lögreglan hafði komið og skrifað upp allt, sem Micawb- er átti, kom ég að frú Micawber, þar sem lrún lá í öng- viti við eldstóna með annan tvíburann á handleggnuni- En svo sem klukkutíma seinna um kvöldið var lrún orðin himinlifandi og sagði mér ósköpin öll af mömmu sinni og pabba. Þarna í húsinu hjá þessu fólki borðaði ég morgunverð og fékk þá alltaf brauð og mjólk. Þar át ég einnig kvöld- verð, venjulega brauð og ost, og auk þess var ég þar i öllum tómstundunr mínum. Miðdegisverð át ég að mestu leyti á götum bæjarins, og var hann annaðhvort brauð og svínakjöt, ögn af búðingi eða eggjakökubiti. Ég rataði brátt á ódýrustu útsölustaðina og komst upp á að kaupa góðar vörur fyrir lágt verð. Einu sinni borðaði ég í fínu veitingahúsi, og ég rnan enn þá, hve þjónninn, sem færði mér matinn, var hissa á því, hve illa ég var til fara og fátæklegur. Einu sinnu á afmælisdegi mínum, gekk ég inn í veitingahús og bað um glas af öli. Veitingamaðurinn, sem stóð snöggklæddui bak við veitingaborðið, kallaði á konu sína, svo að hun gæti séð mig, og þau spurðu mig síðan spjörunum ur, en fræddust þó í sjálfu sér ekkert um mig. Þegar ég var búinn úr ölglasinu og ætlaði að fara að fara, laut veitingakonan fram yfir búðarborðið og kysstJ mig, og um leið stakk hún jreningunum, sem ég hafði borgað þeim, í vasa rninn. Ég er ekki að ýkja, þó að ég segi frá því, hve bágt eg átti. Ég veit vel, að ég varð að vinna allan daginn fJ^ morgni til kvölds án þess að læra nokkurn skapaðan hlut- Ég veit, að ég reikaði oft svangur og þyrstur um göturnaÞ og ég veit, að vel hefði getað farið svo, að ég hefði orðið þjófur eða umrenningur, af því að enginn skipti sér a^ mér. Framliald í næsta blaði- 192

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.