Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1963, Síða 22

Æskan - 01.07.1963, Síða 22
ÆSKAN „Já, þetta er nú það, sem mennirnir kalla hús. Ef þú vilt, getum við dvalið hérna um tíma, til dæmis 1-2 daga, svo að þú getir kynnzt eitthvað svolítið lifnaðarháttum mannanna. Þá muntu verða hissa.“ En nú þótti litla lambinu bezt að segja ekki meira fyrst um sinn. Mamman fór að kroppa, en litla lambið virti húsið gaum- gæfilega fyrir sér. 16. Það var margt, sem litla lambið sá og heyrði næsta dag. Það er svo margt, að al- veg er ómögulegt að segja frá því öllu sam- an hér. En það, sem vakti einna mest at- hygli litla lambsins, var það, þegar það sá börn vera að leika sér. Boltaleiknum hafði það svo gaman af, að það stökk upp í loft- ið, þegar fiðrildi flögraði yfir því, og ímyndaði sér að það væri bolti. Og svo gam- an hafði það af því að sjá börnin leika „síð- asta“, að það hljóp á harða spretti til mömmu sinnar, ýtti með hægri framlöpp' inni við henni og sagði snöggt: „Me“, og hljóp svo aftur burtu eins og örskot. Svo sá litla lambið tvær litlar telpur fara í leik, sem kallaður er „París“ og þá fór litla lamb' ið að hoppa og dansa og snúa sér í allar átt- ir. Mamma litla lambsins var öðru hvoru að líta upp. Hún varð fyrst alveg hissa, þeg' ar hún sá lætin í litla lambinu, en þegar hún varð þess vör, að það var aðeins að leika eftir börnunum, varð hún róleg og hélt áfram að kroppa. — En svo kom svo hlægilegt atvik fyrir, að mamman gat ekki komið upp nokkru orði fyrir kátínu. Það vildi nefnilega svo til, að hópur af hænsnum kom í áttina til litla lambsins, ósköp rólega og bítandi í grasið, sem var á leið þeirra. Litla lambið virti þessa fugla fyrir sér. Þegar það hafði virt 194

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.