Æskan - 01.07.1963, Qupperneq 24
ÆSKAN
Handavinnuhornið
'Kj' f ]>ið hafiö úhuga fyrir að þekkja grös
-*-v og blóm, sem þið finnið á sumrin úti
í náttúrunni, og sum ykkar vilja taka þau
heim með sér, þá er bezt fyrir ykkur að
láta þau strax i staniolpappír, svo þau
fölni ekki.
1. Látið blómin strax i staniolpappír,
eftir að þið hafið tínt ]>au af jörðinni.
Við það fölna þau síður.
2. Leggðu blómið eða jurtina á mjúkan
pappír, sem drekkur vei í sig (rótin snýr
auðvitað niður). Þú stingur svo með nál
hingað og þangað í safamiklar jurtir, svo
þær þorni fyrr. Þvi næst lcggur þú þerri-
pappír yfir, en þá verður ])ú að vera bú-
inn að hagræða jurtunum eins vel og
fallega á blaðinu og ])ú getur. Yfir þerri-
Að þurrka
_____blóm.
pappírinn leggur ]>ú svo iétta pressu, til
dæmis nokkrar bækur, en seinna leggurðu
svo þyngri pressu á, og ]>á mun þurfa að
endurnýja þerripappírinn.
3. Þegar blómið eða jurtin er orðin al-
veg ]>urr, er hún limd á pappír. Gott er
að festa stönglinum með nokkrum nál-
sporum, svo að jurtin verði vel skorðuð.
Límið síðan blaðið á pappaspjald.
4. Nú er jurtin komin á fastan grund-
völl, og yfir pappann og jurtina límir þu
siðan s'éllofanpappír undir pappann. Pu
getur svo baft þá ánægju að hafa þessar
blómamyndir í herberginu þínu. Það er
aðeins trélisti allt i kring, eins og myndin
sýnir, en hann verður að vera grannur
og fallegur, til dæmis glært lakkaðui'.
Einnig eru þessar blómamyndir skeminti'
legar tækifærisgjafir til vina og kunn-
ingja.
Hvno SEGJH ÞEIR?
Séra Kristinn Stefánsson
skrifar:
Æskan befur jafnan gegnt
blutverki sínu með prýði. Hún
befur flutt börnum og ungling-
um gaman og alvöru, verið
blað, er veitt hefur bæði holla
skemmtun og fróðleik. Ég veit,
að Æskan hefur verið góður
gestur á ]>úsundum lieimila í
þessu landi. Og ekki efast ég
heldur um, að mörgu frækorn-
inu bafi liún sáð í gljúpar
barnssálir. Æskan hefur verið
myndarlegt barnablað og ábrif
hennar á æsku landsins hafa
verið inikil og iioll. Þau miða
öll að því að vekja manndóm
hennar, fegurðarskyn og góð-
bug.
Megi barnablaðið Æskan
lengi lifa og leggja fram drjúg-
an skerf og vaxandi til ]>ess
að gleðja og bæta börnin okk-
ar, svo að þau verði góðir ís-
lendingar.
Sigurbjörg Helgadóttir, Saur-
bæ, Dalasýslu, skrifar:
Kæra Æska! Mig langar til
að þakka þér fyrir allar
skemmtilegu sögurnar þínar,
sérstaklcga finnst mér gaman
að öllum frambaldssögunum.
Iíg vona að hvert barn á land-
inu vilji kaupa ]>ig. Ég hef
keypt ]>ig síðan ég var Htil og
bef bugsað mér að kaupa þig
mörg ár enn.
ffl
Lesendurnir skrifa.
Guðrún Gyða, 8 ára, Þjórsár-
túni, skrifar: Kæra Æska! Mér
finnst Æskan skemmtilcgt
barnablað. Ég þakka þér fyrir
allt.
★
Inga Gísladóttir, Norðfirði,
skrifar: Ég þakka þér fyrir alla
]>á skemintuii, sem ég bef baft
af þér. Og ég vona að gæfan
fylgi þér á komandi árum.
Auðbjörg Albertsdóttir, H»f'
urstöðum, Skagaströnd, skrif»r'
Kæra Æska! Ég þakka injM
vel fyrir blaðið. Æskan hefur
alltaf verið mér kærkomin
er ég búin að kaupa hana 1
fjörutiu og eitt ár, og óska
benni alls góðs í framtíðinni-
Skátaflokkurinn Álkur skrif
ar:
Kæra Æska I Við þökkum Þél'
fyrir ánægjulegar stundir. Mcf
er gaman að spreyta sig V1 _
þrautirnar. Okkur ])ótti mju®
fyrir ]>ví að Bjössi bolla na>1
ekki að komast í síðasta i>'íl' '
Stutt gáta.
Ráðning:
196