Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1972, Page 69

Æskan - 01.12.1972, Page 69
1. Skerið haminn af beikon- inu og látið það i ofnskúffu. 2. Blandið saman púðursykri og stráið yfir kjötið ásamt sitrónusafanum. 3. Látið skúffuna i 225° heit- an ofn og brúnið i 10 min. 4. Hellið mjólkinni yfir kjöt- ið i ofninum og steikið áfram i 20 mín. Ausið yfir kjötið 3—4 sinnum á þeim tíma. 5. Látið rjómann í skúffuna og sjóðið áfram i 15 mín. 6. Takið kjötið úr ofninum og haldið því heitu. 7. Siið soðið, hristið saman 2 msk. af hveiti og 1 dl af köldu vatni og jafnið sós- una. 8. Sneiðið kjötið i sneiðar eins og myndin sýnir og berið soðnar kartöflur og sýrt grænmeti (pikkles) með. Bananaábætir 10 makkarónukökur eða einhverjar smákökur 2 msk. rúsinur 8 litlir bananar 2 msk. sykur 6-8 möndlur 1 tsk. vanilludropar 2-3 eggjahvítur 1. Notið eldfast fat og hyljið botninn með niðurmuldum makkarónukökum. 2. Stráið 1 msk. af rúsinum yfir fatið og raðið banön- um eins og myndin sýnir. 3. Látið það sem eftir er af rúsínunum ásamt vanillu- dropum yfir bananana. 4. Þeytið eggjahvíturnar með sykrinum og breiðið úr þeim yfir fatið. 5. Skerið möndlurnar smátt og dreifið þeim yfir hviturnar. 6. Látið fatið neðarlega i 180° heitan ofn og bakið i 20 mín. Ath. Dragið úr yfirhitanum með því að láta plötu efst i ofninn. Brúnterta 120 g smjörlíki (brætt) 250 g sykur 2 egg 300 g hveiti % tsk. hjartarsalt 2 tsk. lyftiduft 2-3 msk. kakó 2 dl mjólk 1. Öllu blandað saman í hræri- vél og hrært í 5 mín. 2. Bakað í bréfskúffu í 15—20 mín. 3. Hvolft á sykri stráðan papp- ir og skipt i 3 jafna hluta. 4. Lagt saman með kremi. Kremið: 50 g lint smjör, 400 g flórsykur, 4 msk. kalt kaffi. Smjörið hrært, flórsykri og kaffi blandað út i á vixl. Eldhúshanzki GÓÐ TÆKiFÆRISGJÖF (GRILLHANZKI) Myndin sem fylglr sýnir hanzkann ekki i fullri stærS. Efnið verður að vera dálitið þykkt og helzt einlitt. Filtefni er ágætt, einnig grófgerð mjúk strigaefni. Nú sniður þú eftir teikning- unni tvö stykki og klippir heldur stærra, þvi gera þarf ráð fyrir sauminum allt í kring. Ef þér þyklr efnið ekkl nógu þykkt, getur þú fóðrað hanzkann með flóneli. Þegar þú hefur sniðið öll stykkin, klippir þú mynztrið út, áður hefur þú teiknað það á efni I gegnum annan kalkipappir. Ef þú notar snjókerlinguna, eins og þá sem skreytir þennan hanzka, notar þú hvltt flónel. Þegar mynztrinu er komið vel fyrir á hanzkanum, þræðir þú það vel á og slðan er það saumað niður með hnappagatasaum og fingurnir eru löng spor eða kontorstingur. Mittisbandið er annaðhvort saumað með mislitu garni eða þú leggur létt band og saumar niður með nokkrum sporum, hér og þar. Kústurinn er sniðinn úr flónelinu eins og snjókerlingin, en hrísið eða hárin I kúst- Inum, eru annaðhvort saumuð eða teiknuð. Ef þið saumið stráin, þá saumið þau með kontorsting eins og hárið. Augun geta verið litlir svartir hnappar, eins hnapparnir, eða ef þið eruð handlagin, þá saumið þið bæði andlit og hnappa með smágerðu hnappagataspori. Nú getið þið farið að sauma saman, og það gerið þið þannig, að þið saumið ytra og innra borð (fóðrið) saman sitt I hvoru lagi, snúið við hvorutveggja, farið svo ofan I fóðrið með hendinnl og smeygið þvl ofan I ytra byrðið, og þá er aðeins eftir að brydda hanzkann að ofan og stanga hann ailt i kring á réttunni, svo að fóðrið haggist ekki. Þið getið einnig brydd- að hann allt I kring með skábandi, það er seinlegra, en gefur fallegri svip. Gangi ykkur nú vel og munið, að þetta er gjöf, sem öllum mömmum þykir vænt um að fá I eldhúsið sitt og ekki er verra að fá 2 hanzka. Ef þið eruð dálltið hug- myndarík, getið þið sjálf búið til mynztur á hanzkann, til dæmis sleifar I kross, kaffibolla, ketil, kaffikönnu, svo eitt- hvað sé nefnt. 67

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.